Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 105
bezt þekkjast með auðugum menningarþjóð-
um.
Ollum þykir lofið gott. En Islendingar hafa
þó leitazt við að gera sér grein fyrir, að þetta
er mikið oflof, sem tæplega myndi veitt nokk-
urri stórþjóð, hversu verðug sem hún væri,
heldur aðeins þeim, sem enginn öfundar, sakir
fæðar þeirra og smæðar.
En hvort sem menn í dag vilja festa á þetta
lof meiri trúnað eða minni, er víst um það, að
sú var tíðin, að fæstir Islendingar höfðu hið
rétta sjálfsmat og sjálfstraust, sem hverjum
þeirn er nauðsyn, sem leita þarf „gegn straumi
sterklega“, fram til bættra kjara og meiri
frama.
Þá var hollt að renna augum vestur um haf.
Þar bjó fólk, sem var hold af okkar holdi og
hlóð af okkar hlóði. Þetta fólk ■— þetta ís-
lenzka þjóðhrot, líf þess og starf, hafði þar
verið vegið á vog hins mesta andlega og líkam-
lega atgervis — mælt með mælikvarða sjálfs
iífsins í baráttunni fyrir daglegu brauði, met-
orðum og auði, í iiörðustu straumiðu sam-
keppninnar, og reynzt fullkomlega hlutgengt.
Höfðu og hlutfallslega óvenju margir menn af
íslenzku bergi brotnir getið sér mikinn orðstír
fyrir skáldskap, vísindi, stjórnmál og önnur
andans afrek, en sem heild hlotið slíka viður-
kenningu, að kunnur stjórnmálamaður í hin-
um nýju átthögum nefndi Islendinga merkustu
þjóð veraldarinnar.
Yið í heimahögunum höfum því margs að
minnast og margt að þakka frændum vestra.
Af íbúum Kanada og Bandaríkjanna er að-
eins einn af hverjum fjórum þúsundum af ís-
lenzku bergi brotinn. Af því leiðir augljóslega
mikla hættu á því að þetta þjóðarbrot hverfi í
mannhafið vestra, og eru nú þegar all-mikil
hrögð að því, sem engan getur undrað.
Þetta er okkur, sem Island hyggjum, auð-
vitað ekki sársaukalaust, enda nær einn af
hverjum fjórum Islendingum vestra, ef við
mættum enn telja okkur frændur okkar þar.
Okkur hlýtur því að vera það ríkt áhuga-
mál, stór og göfug liugsjón, að ættarböndin
slitni ekki, heldur eflist þau og styrkist. Um,
hvort það tekst, skal hér engu spáð, heldur að-
eins staðhæft, að til þess eru engar vonir, nema
sterkur vilji sé að verki. Vilji, sem lýsi sér í
orði og athöfn.
'j' *i' 'i'
Vestur-íslendingar hafa fært margar sönn-
ur á vilja sinn umfram það, sem að framan get-
ur. Má þar til nefna m. a. hversu margir þeirra
enn kunna íslenzkt mál og hafa víðtæka þekk-
ingu á íslenzkri sögu og bókmenntum og er þó
víðast önnur og þriðja og jafnvel fjórða kyn-
sióðin tekin við arfi íslenzku landnemanna. Og
enn er það fagur vottur um göfgi íslenzka kyn-
siofnsins, hve margt af þessum frændum okkar
ann íslandi heitt og elur í brjósti mikla löngun
til þess að sjá þetta draumaland sitt, og færast
r.ú í vöxt heimsóknir þaðan.
* * *
En hvað er þá um okkur, sem hérna megin
hafsins búum?
Því er auðsvarað.
Við skulum hugsa okkur, að íslenzka þjóð-
arbrotið vestra byggi hér enn. Hver okkar
myndi þá fús að velja marga eða jafnvel fáa
úr hópnum og senda þá öndvegisþjóðunum,
sem þeir nú eru hluti af, að gjöf? Sú gjöf yrði
áreiðanlega ekki svipuð annarri rausn Islend-
inga. En ef við engan þeirra viljum láta, því
skyldum við þá ekki í lengstu lög reyna að
íorðast að missa hug þeirra og hjarta? Hví
skyldum við ekki freista þess að treysta tengsl-
in og helzt svo, að þau aldrei slitni?
Við viljum þetta öll. Það er satt og rétt frá
E D D A
103