Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 154
Þokkir
stisdöingsmnnna ritsins
Um leið og ég sendi heiðruðum lesendum
Leggja megin hafsins rit þetta til lesturs og í-
hugunar, er mér ljúft og skylt að flytja þakkir
öllum þeim, sem stutt hafa mig á margvísleg-
an hátt við útgáfu þess. Fyrst og fremst ber að
telja þá 36 menn, bæði hér heima og í Vestur-
heimi, sem ritað hafa greinar og lýst viðhorf-
um sínum til sameiginlegra málefna og sam-
starfs íslendinga austan hafs og vestan. Vil ég
þar sérstaklega nefna forseta Islands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, svo og alla aðra þjóðkunna
og ritfæra menn, sem lagt hafa til efni, ritinu
til stuðnings.
Þrátt fyrir nokkurn skoðanamun í greinum
þessum má þó fullyrða, að öllum höfundum sé
það sameiginlegt áhugamál, að við megi hald-
ast tengsli frændsemi og vináttu, þótt haf skilji
á milli. Og víst er það, að í engri annarri bók
eða riti á íslenzku hafa hin sameiginlegu mál-
efni íslendinga hér heima og í Vesturheimi ver-
ið rædd og skýrð betur, en nú er gert eða fleiri
tillögur gerðar um hugsanlegt samstarf í fram-
tíðinni. Er það von mín, að hér verði ekki
látið staðar numið, heldur unnið kappsam-
lega að auknu samstarfi milli þjóðarbrotanna
beggja megin hafsins.
Þá vil ég einnig þakka hinum mörgu ein-
staklingum og fyrirtækjum, hér heima, sem af
mikilli vinsemd og góðvild hafa látið auglýs-
ingar í ritið, og á þann hátt tryggt, að útgáf-
an hefði nokkurn fjárhagslegan grundvöll á
að byggja.
Að síðustu vil ég þakka þeim síra Benjamín
Kristjánssyni, sóknarpresti á Laugalandi, og
Steindóri Steindórssyni, yfirkennara á Akur-
eyri, fyrir störf þeirra við ritstjórn Eddu og
margvíslegan stuðning við framangreind mál-
efni.
01
r
Arni Bjarnarson.
152
E D D A