Edda - 01.06.1958, Page 144

Edda - 01.06.1958, Page 144
þótti þó merkilegast við þennan forseta var, að hann þurfti hvorki að vera forsetasonur eða kóngssonur, því að bændasynir og jafnvel kot- ungasynir gátu orðið forsetar. I ævintýrum hafði ég heyrt frá því sagt, að sonur karls og kerlingar. úr koti, gat orðið kóngur, ef hann var nógu vitur. En nú var ég kominn á þann aldur, að ég vissi, að ævintýrin voru ekki sannar sögur, og aðeins kóngasynir gátu orðið kóngar. En ég vissi líka, að frændi minn sagði mér satt um Ameríku. Styrktist nú það álit mitt, að hún væri bezta og merkilegast land, sem til væri í allri veröldinni. Þótti mér leitt, að faðir minn skyldi ekki hafa neinn hug á að flytja þangað, þar sem hann gæti orðið stór- anðugur maður. Eg hafði heyrt, að þegar bræður hans fóru til Ameríku, hefðu þeir ver- ið fátækari en hann, því að hann átti jörð til þess að búa á, en þeir ekki, en nú voru þeir orðnir miklu ríkari en hann. En mest heill- andi var þetta með forsetann. Islenzkur strák- ur, sem væri duglegur að hafa sig áfram, gat í Ameríku orðið forseti eins og hver annar. Það hafði ég ráðið af fræðslu þeirri, er ég fékk hjá vesturfaranum, frænda mínum. Mörg bréf og myndir komu frá Metúsalem föðurbróður mínum, en aldrei hvatti hann föður minn til þess að flytja vestur, enda var faðir minn svo samgróinn jörð sinni, að á henni vildi hann ala aban aldur sinn, eins og Gunnar forðum í Fljótshlíðinni fögru. Þegar ég sjálfur vitkaðist, komst ég á söniu skoðun og faðir minn, að bezt væri að lifa og deyja á ættjörðinni. Saga mannkynsins er óslitin orsakakeðja. Þannig er og saga allra þjóða og allra ein- slaklinga. Orsakirnar til fólksflutninganna frá íslandi til Ameríku, áttu sér sumar svo djúp- stæðar rætur, að það má rekja þær eins langt aftur í tímann og vér þekkjum sögu vora. í blóði forfeðra vorra, er námu ísland, var þrá til að nema ný lönd, betri lönd, en þeir höfðu áður þekkt. Þess vegna reyndu þeir fyrstir allra Evrópuþjóða að nema Ameríku. Um aldir var meginhluti þjóðarinnar sem innilokaður fangi. Þjóðin var kúguð og rupl- uð af erlendu valdi. Harðæri og drepsóttir deyddu fjölda manna á tiltölulega fárra ára fresti. En samt lifði útþráin í Jjrjósti hennar, en getan til þess að svala útþránni var engin. Loks þegar um þriðjungur var af 19. öld, fór að sjást skíma á lofti í þjóðlífi Islendinga, eftir myrkar aldir. Verzlunin var gefin frjáls á sjötta •tug aldarinnar, fjái'hagur bænda varð víða sæmilegur, og svo kom, að þjóðin fékk talsvert stjórnarfarslegt frelsi árið 1874. Landsmönnum hafði fjölgað mikið frá því um aldamótin 1800, og ýmsir höfðu þá skoðun, að fólkið væri að verða of margt í landinu. Árið 1875 spúði Askja eldi og eimyrju yfir Austurland. 16 jarðir lögðust í eyði og 200 jarðir stórskennndust. Þykkt öskulag huldi mikinn hluta Austurlands. Það varð að moka öskunni af túnunum og dysja hana, og engjar voru nær því ósláandi vegna hennar. Þetta var höfuðorsök til mikils fólksstraums frá Austur- landi vestur um haf, en þá tók Kanada opnum örmum við innflytjendum frá Islandi sem öðr- um Evrópulöndum. Á harðindatímabilinu milli 1880—90 magnaðist útflytjendastraum- urinn frá öllu landinu. Margir héldu þá í fullri alvöru, að Island væri að verða óbyggi- legt land. Sú skoðun kemur ljóst fram í erindi, er séra Jón Bjarnason hélt í Mountain í Da- kota árið 1888. Var það prentað sama ár í Reykjavík. Nafn erindisins var: „ísland að blása upp“. Vesturfaraagentar komu árlega um langan tíma til þess að leiðbeina þeim, sem fluttu vestur. En hvort þeir hvöttu menn til þess að 142 EPDA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Edda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Edda
https://timarit.is/publication/1933

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.