Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 6

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 6
sérstaklega nefnt því til sönnunar. Þá voru rannsóknaræfingar úr sögunni, ferðalög þekkt- ust ekki lengur og fundir voru „gleðisnauðir og áhugalausir“. í aðalfundagerðarbók segir um fundinn 17. nóvember 1953 að nýja stjórnin hafi verið „kjörin í hefndarskyni fyrir að mæta ekki á fundinn.“ Þetta áhugaleysi gengur síðan aftur seinna á lífsskeiði félagsins, og má nefna dæmi frá síðustu árum. í gerð aðalfundar árið 1979 segir: Næsti liður á dagskrá voru kosningar. Erfitt var um vik sökum mannfæðar á fundinum, en þá var gripið til þess ráðs að kjósa fólk sem heima sat. Árin 1953-1959 barðist félagið hreinlega fyrir lífi sínu og virðist hafa misst sjónar á upphaf- legum tilgangi sínum. Árið 1954 er gerð tilraun með að halda fundi í Naustinu, en á þeim fund- um er engu líkara en sjálfur Glúmur hafi riðið húsum og reynt að stela ráði og rænu fundar- manna. í fundargerð eins slíks fundar segir um dagsetningu að fundahald hafi farið fram „. . . einhvern dag haustið 1954 sem ritari man hvorki nafn né númer á...“ og lýkur ritari gerðinni með þeim orðum að „Önnur mál fóru á víð og dreif, og var hverjum manni ofviða að henda reiður á þeim til frásagnar. Voru fundir þessir að sögn lengi í minnum hafðir. Yfir og allt um kring lagðist doði og drungi, en ógerlegt er að fullyrða nokkuð um orsakir deyfðarinnar, þó virðist ljóst að viðfangsefni Mímis höfðu breyst, sum siglt í strand en önnur hafði Stúdentaráð yfirtekið. Auk þess var nátt- úrulega almennt áhugaleysi eitrið sem hafði úr- slitaáhrif. En Mjallhvít var vakin af eiturdauða og líka Mímir. Árið 1959 voru rannsóknaræf- ingar teknar upp að nýju og sótt var um fjár- veitingu til að kosta fjölritun á prófritgerðum nemenda í íslenskudeild. Af rannsóknum Aðal- steins Davíðssonar má raunar skilja að það hafi verið stjórnmál sem öðru fremur blésu lífi í starfsemina, og segir Helgi Þorláksson í merkri grein um Mími 25 ára, að uppúr 1960 hafi fé- lagið hafið afskipti sín af pólitík. Þar var komið nýtt viðfangsefni til að stappa Mímisliðum saman. Það voru deilur um hvort kosningar til Stúdentaráðs ættu að vera pólitískar eða ekki sem ýttu Mímismönnum út í hringiðu stjórnmál- anna. Helgi segir í grein sinni að pólitísk vitund Mímismanna hafi verið mjög lifandi, og Aðal- steinn segir „hina pólitísku bylgju" hafa unnið ómetanlegt gagn með því að veita mönnum sameiginlegt mál, sameiginlegan andstæðing. Þetta telur Aðalsteinn hafa orðið félaginu til lífs og má af því sjá að pólitík er ekki alvond. Starfsemi félagsins hafði breyst og kallaði því eðlilega á lagabreytingar veturinn 1961. Á því ári er einnig skipuð ritnefnd til að láta hrinda gömlum draumi Mímismanna í framkvæmd, nefnilega útgáfu tímarits sem beri nafn félagsins. Ritnefnd þessa skipuðu þeir Davíð Erlingsson, Aðalsteinn Davíðsson og Páll Bjarnason, og unnu þeir ötullega að útgáfu fyrsta tölublaðs sem kom út árið 1962. Um þetta óeigingjarna starf segir Aðalsteinn sjálfur: Hin nýja ritnefnd fékk að kynnast því, að það var þungur róður að koma fótum undir blað, í deild, þar sem enginn þorði lengur að segja orð sökum hins „hyperkrítíska anda“, sem sveif þar yfir vötn- unum. Þegar ritnefnd dirfðist að nefna við deildarmenn, að þeir legðu eitthvað til blaðsins, var svarið yfirleitt að viðkomandi roðnaði upp í hársrætur.-------Ekki hefur blaðið enn (1966) hlotið þá útbreiðslu og virðingu, sem fyrstu rit- stjórn dreymdi um því til handa, samt má benda á framfarir, frá því fyrsta tölublað seldist í eitthvað tuttugu eintökum . . . Lengi vel komu árlega út tvö hefti af þessu merka rita. Seinni árin hefur blaðið þó oft verið seinna á ferðinni en upphaflega var áætlað. Staf- ar það án efa af því að í íslenskudeildinni er tíminn svo afstæður. Þegar ferðast er frá Einari Kára til Njáluhöfundar, Kristjáni Árna til Fyrstu málfræðiritgerðarinnar, dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár, hættir tíminn að vera til. Jafnframt því að skipa ritnefnd hratt stjórn félagsins 1961, skipuð þeim Heimi Steinssyni, Svavari Sigmundssyni og Páli B jarnasyni, af stað umræðu og fræðslufundum sem voru treglega sóttir fyrst í stað en öðluðust brátt firna vin- sældir, því það voru margvíslegustu málefni tekin fyrir og rædd í þann þaula sem Mímisliðum einum er lagið. Tökum dæmi úr fundagerðar- bókum. Þriðjudaginn 7. desember 1965 hófst fundur kl. 20.30 og var gestur fundarins Thorkil Daamsgaard Olsen, sendikennari í dönsku. Thorkil hélt fyrirlestur sem hann nefndi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.