Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 44

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 44
Á annarri hæð eru aðaldyr með aðferð sem varla þekktist fyrr. Þar sérhver hurð er kolföst og kyr, og hvurgi neitt gefið eftir. Til frekara öryggis gat var gert að ganga um húsið aftanvert; og þar fara allir þeir sem hærr’ eru settir. og enn síðar: Þótt víst sé hús þetta vanköntum með er vandlega fyrir þeim líka séð. Forsjónin bót á flestu réð, þótt friður sé burtu seldur. Á efstu hæðinni er einatt kalt og ástand í hitamálum valt; en þar logar sífellt einhver blessaður eldur. Síðari tíma menn verða að segja til um eldana, en þeir blossuðu einhvern veginn upp svona annað slagið. Kjaftasögur gengu að minnsta kosti um það. Flins vegar fór ekki milli mála að þetta var hið glæstasta hús — tilsýndar. Mest varð ég undrandi á því, þegar ég gekk á vit íslenskunnar, hvað þetta furðulið sem ég hafði áður séð í horninu við Bókasafnið reyndist manneskjulegt við nánari snertingu. Meira að segja geirfuglamir, sem voru þá um það bil að syngja sitt síðasta, — og varð þó endatónninn ærið langur hjá þeim sumum. En þeir sem höfðu sest einhvers staðar inn á eilífðarhring norrænna fræða settu sig þó sumir á aðra skör en þá sem við í BA-náminu tylltum okkur á. Þeir fengu líka að forverma vísindasætin í hinni miklu stofnun með rafmagnslásnum, voru jafnvel kallaðir styrkþegar eða eitthvað slíkt. Ein fyrsta minningin úr Árnagarði er þegar Þórður Helga sveif á mig einhvern fyrstu dag- anna og bað mig að kjósa sig. Honum var mikið niðri fyrir og mér skildist að veröldin stæði og félli með því að ég kysi hann til formanns Mímis. Ekki minnist ég þess að nokkur annar reyndist í framboði til Mímishöfuðs en Þórði fór það ágætavel. Ekki man ég mjög vel hverjir aðrir sátu í stjóm, en einhvern veginn fannst mér allt- af eins og þær Fríða og Hanna Maja og jafnvel einhverjar fleiri úr Kvenfélagi Árbæjarsóknar réðu þarna furðumiklu. Það kostaði ekki langdvalir í Háskóla Reykjavíkur að verða var stéttaskiptingar og rígs. Þetta varð einkum áberandi í sambandi við lesstofur, sem voru að mig minnir að minnsta kosti þrjár á næstefstu hæðinni. Á haustdögum snjóaði þar jafnan inn alls kyns fólki sem við íslenskumenn sáum ekki að þar ættu erindi. Þetta voru ekki síst læknanemar sem sátu við mestallan sólarhringinn og með amerískri að- ferð dunduðu þeir við það veturlangt að strika nærfærnislega yfir sérhverja línu í hnausþykkum doðröntum sínum. Það var engu líkara en þeir héldu að sérhver þessara lína rynni upp eftir pennanum, upp handlegginn og inn í höfuðið. Að vori voru allar síðurnar hvítu svo orðnar gular. Aðspurðir kváðust þeir vera að lesa. Ymsum okkar þótti betur fara á að þetta fólk föndraði annars staðar, en illa varð við ráðið. Eitthvað af þessu utanaðkomandi fólki fældist þegar við gripum til óðalsréttar okkar og bækur, skór og sitthvað annað lauslegt fló um loftin. Ævinlega sat þó Múhameð blessaður lausgyrtur úti við glugga og brosti kurteislega í stríði jafnt og friði. Ein stétt nemenda kom reglulega í húsið öðr- um ólík. Þetta voru aðallega strákar, á vönduð- um randsaumuðum leðurskóm, í nýpressuðum terrilínbuxum og útprjónuðum vestum úr skoskri ull, á hvítum eða ljósbláum skyrtum með bindi og þannig mætti lengi telja. Þeir voru í viðskiptafræði. Komnir í skrifstofugallann löngu fyrir tímann. Þegar ég rif ja upp pásurnar á brúnu dívönun- um á stigapallinum líkjast þær engu frekar en því sem ég hef síðar kynnst: Að sitja á torgi í út- lendri stórborg og virða fyrir sér allt það undar- lega fólk sem á þar leið um. Hins vegar frétti ég fljótt að þeir sem við álitum undarlega töldu okkur ruglað Iið. Það gat ekki skilið og mundi síst af öllu eftir þeim sem ég tók fyrst eftir í horninu við Háskólabókasafn, og áður var minnst á. En verst af öllu var þegar aðkomufólk tróð sér í sætin okkar í kaffistofunni hjá henni Fjólu. í náminu kynntist ég mörgu sem ég hafði ekki reynt áður. Til dæmis má nefna þéringar. Þær voru mér fullkomlega framandi og ég kunni þeim illa. Verra þótti mér þó þegar talað var til mín í þriðju persónu að sænskum sið. Ég leit í kringum mig eins og fálki þegar nafn mitt var nefnt og síðan sagt: „Vill hann lesa“ eða eitt- hvað í þá veru. Ég átti því ekki að venjast að ég 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.