Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 3
MÍMIR
BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENSKUM FRÆÐUM
34
25. árg. — 2. tbl. - nóvember - 1986
Ritnefnd: Guðrún lngólfsdóttir
Guðvarður Már Gunnlaugsson (áb.)
Sigríður Steinbjörnsdóttir
Prenthúsið s.f.
Umblaðið
Ágætu lesendur!
Þessi Mímir, sem þiö hafið nú í höndunum, er afmælisblað Mímis gefið út í tilefni af fjörutíu ára
afmæli félagsins 11. desember 1986. Afmælisnefnd Mímis ákvað að gefa út blað af þessu tilefni en
tók jafnframt þá ákvörðun að hafa það með öðru sniði en venjulega. Merkisafmæli er næg ástæða til
að breyta út af venjunni. M.a. var skipt um forsíðu en síðustu fimmtán tölublöð hafa verið með sömu
forsíðuna. Afmælisnefnd vonar að lesendum líki vel þetta nýja andlit Mímis.
Mímir birtir venjulega sýnishorn af fræðaiðju nemenda en nú var tekin sú stefna að birta sýnishom
af skáldskap núverandi og fyrrverandi Mímisliða. Leitað var til fjölmargra skálda sem höfðu eytt
einhverjum árum með Mími og níu þeirra áttu í fómm sínum óbirt efni. Önnur áttu ekkert sem þau
vildu birta. Það skal tekið fram að ekki var leitað til allra skálda sem hafa verið í íslensku (eða
norrænu) enda átti aldrei að gefa neina heildarmynd af skáldskap Mímisliða, heldur einungis
sýnishom. Afmælisnefnd þakkar skáldum Mímis þann heiður sem þau sýna blaðinu og félaginu.
Annað meginefni blaðsins eru minningarþættir eftir fjóra núverandi og fyrrverandi Mímisliða þar
sem þeir minnast ára sinna í íslensku. Einnig þeim ber að þakka fyrir að sinna Mími. Auk þessa réði
afmælisnefndin Auði G. Magnúsdóttur og Sigurð Hróarsson til að skrifa sögu félagsins, Véstein
Ólason til að taka saman yfirlit yfir þróun greinarinnar og fræðanna og Elínu Bám Magnúsdóttur til
að taka viðtal fyrir blaðið. Öll eiga þau þakkir skildar fyrir vel unnin störf og ekki síður viðmælandi
Elínar, Vigdís Grímsdóttir. Afmælisnefndin þakkar einnig ljósmyndumnum, Frey Þormóðssyni og
Kristjáni G. Arngrímssyni, fyrir þeirra störf, Önnu Cynthiu Leplar fyrir að teikna nýja forsíðu og
starfsfólki Prenthússins fyrir góð samskipti. Síðast en ekki síst ber að þakka menntamálaráðherra og
Málvísindastofnun Háskóla íslands sem styrktu útgáfu þessa afmælisblaðs myndarlega.
Þrátt fyrir þetta afmælisblað er það ætlun Mímis að Mímir 35 komi út í vor.
3