Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 49
Vésteinn Ólason:
íslensk
íslands
fræði í Háskóla
1911-1986
Þegar Háskóli íslands var stofnaður voru í
heimspekisdeildinni (eins og þá var skrifað) tvær
kennarastöður á sviði íslenskra fræða: önnur í
íslenskri tungu og menningarsögu, hin í sögu
íslands. Árið 1986 eru í heimspekideild a.m.k.
17 stöður á þessu sviði og auk þess starfa innan
háskólans eða í tengslum við hann stofnanir með
a.m.k. hátt á annan tug fastráðinna starfsmanna
við rannsóknastörf. Hér er vitaskuld um mikla
fjölgun að ræða, þótt hún haldist naumast í
hendur við fjölgun annarra starfsmanna í há-
skólanum. Ástæða er til að velta fyrir sér á
tímamótum hvaða hlutverk þessum fræðum hafi
verið ætlað af þeim sem settu Háskóla íslands á
stofn og fyrstir veittu honum og þessu fræða-
starfi forstöðu, hvernig viðhorfin til fræðanna
hafi breyst í tímanna rás og hvernig tekist hafi að
hrinda hugsjónum í framkvæmd. Það liggur í
hlutarins eðli að í svo stuttu máli verður aðeins
stiklað á stóru.
Fyrsti rektor Háskóla íslands var Björn M.
Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menning-
arsögu. Þegar hann setti háskólann í fyrsta sinn
hélt hann merka ræðu sem oft hefur verið vitnað
til og eðlilegt er að telja hina bestu heimild um
hverjum augum hann og væntanlega fleiri litu á
hlutverk Háskólans og á stöðu fræða sinna og
hlutverk.
Þegar tillit er til þess tekið, að Háskóli íslands
var stofnaður á þeim árum er frelsishugur ís-
lendinga og þjóðernishyggja voru sem áköfust,
er það athyglisvert hve rík tilfinning kemur fram
í ræðu rektors fyrir hinu alþjóðlega eðli fræða og
vísinda og hve mikla áherslu hann leggur á
víðsýni og alþjóðleg tengsl:
Vjer höfum ástæðu til að vona, að háskólinn verði
með tímanum gróðrarstöð nýs mentalífs hjá þjóð
vorri, og sjá allir hve ómetanlegt gagn það getur
orðið fyrir menning vora og þjóðerni að hafa slíka
stofnun hjer innanlands. Meira að segja viljum
vjer vona, að háskólinn geti, þegar stundir líða,
lagt sinn litla skerf til heimsmenningarinnar,
numið ný lönd í ríki vísindanna, í samvinnu við
aðra háskóla. Háskóli vor verður að nota sjer það
samband, sem er á milli allra háskóla heimsins,
einkum með því að styrkja unga efnilega náms-
menn til að fara til annara háskóla að afloknu námi
hjer. Annars er hætt við, að sjóndeildarhringur
þeirra verði þröngur og að háskóli vor, einkum
meðan hann er ófullkominn, verði að nokkurs
konar kínverskum múr, sem byrgi fyrir útsýnina til
alheimsmenningarinnar.
Árbók Háskóla íslands 1911-1912, bls. 13
Björn M. Ólsen hefur, eins og sjálfsagt aðrir á
þeim tíma, litið á hin íslensku fræði sem megin-
viðfangsefni heimspekideildar ásviði kennslu og
þó einkum rannsókna. En honum var samt full-
ljóst að þau voru ekki og máttu ekki verða ein-
angruð frá öðrum fræðum:
Vjer megum ekki gera oss neinar gyllingar eða
þykjast hafa himin höndum tekið, þó að vjer
höfum fengið mentastofnun með háskólanafni.
Því aðeins getum vjer gert oss vonir um að laga
smátt og smátt það, sem áfátt er, ef vjer sjálf-
ir lokum ekki augunum fyrir því, sem á brestur.
Og oss brestur bæði mikið og mart . . .
Þeir sem vita, hve nauðsynlegt það er fyrir hvern
mann, sem vill læra íslensku til nokkurrar hlítar, að
49