Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 8

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 8
kvæði styttra en tuttugu erindi, og fór jafnan svo að einn maður söng nítján síðustu erindin. Var að þessu góð skemmtun þeim, sem réð vali kvæða. f annan stað voru stignir dansar, ýmist við undirspil segul- eða raddbanda. Um stundarsakir (eins og jafnan þegar Mímismenn koma saman) minnti blótið á drykkjugleði hjá færeysku þjóðræknisfé- lagi, en síðan varð allt gult og grænt fyrir augum formanns og kyngdi niður írskum þjóðvísum. f þriðja stað át Höskuldur Þráinsson hrútspunga, og þótti lyst hans með fádæmum. Torgaði maðurinn slíkum kynstrumaf þessu holdmeti, að nóttin varð honum skapadægur í fyllstu merkingu orðsins. Lá Höskuldur með háum hljóðum og sárum iðra- kvölum næstu daga. í fjórða stað var hraustlega drukkið . . . Látum við hér lokið frásögnum af þorrablótum, en sýnt þykir að þessa hefð verður að varðveita. Meðal merkari vísindarannsókna sem Mím- ismenn hafa stundað eru hinir svonefndu Rannsóknarleiðangrar, þ.e. ferðalög á merka sögustaði undir leiðsögn fróðustu manna. Segja má að þar hafi gilt eina rannsóknaraðferðin í deildinni sem aldrei hefur verið véfengd, „in vino veritas“, í leit að sannleikanum hefur þess ávallt verið gætt að hafa dýrðarveigar með í för. Margar þessara ferða eru í minnum hafðar og frá seinni árum er „Ferðalagið" kunnast, en þá var farið um Borgarfjörð undir leiðsögn Sveins Skorra Höskuldssonar, en Óskar Halldórsson var sérlegur heiðursgestur. Á heimleiðinni var að sögn rútubílstjóra, komið við á Þingvöllum. Var ferðin öll hin merkilegasta fyrir margra hluta sakir. Rannsóknarleiðangrar hafa leitt margt gott af sér. Má þar nefna eitt höfuðrit Mímis, Tummu Kukku sívinsæla söngbók sem söngelskir fé- lagar tóku saman. Kom fyrsta útgáfa út árið 1973, sama dag og þorrablót Mímis var haldið og var bókin þá þegar tekin í notkun. í bókinni er að finna kvæði sem sjaldan eða aldrei eru sungin, en voru prentuð í varðveisluskyni. Hefur þessi göfuga útgáfa orðið uppseld æ ofan í æ. Þrátt fyrir að tíminn sé Mímismönnum auka- atriði forðaðist deildin ekki þjóðfélagslegar breytingar og aðrar hræringar í samfélaginu. Hlutur kvenna óx til dæmis jafnt og þétt og sjálft kvennaárið 1975, eru þær orðnar áberandi í embættum félagsins, og sjálfur formaðurinn kvenkyns, Jóhanna Sveinsdóttir. Þetta ár gerðust einnig aðrir afdrifaríkir at- burðir, en þeirra einna helstur að sagnfræði- nemar klufu sig að miklu leyti frá Mími og stofnuðu Félag sagnfræðinema, eftir 29 ára sambúð. Þuríður Baxter varð af þessu nokkuð áhyggjufull um framtíð Mímis. Hún skrifaði grein í málgagn félagsins (1. tbl. 1975) sem nefndist „Hvert stefnir Mímir“. Þar kennir hún breytingum á námstilhögun um þennan klofning og segir að Mímir hafi undanfarin ár færst æ meir í þá átt að vera félag stúdenta í íslensku eingöngu í stað stúdenta í íslensku og sagnfræði (íslensk- um fræðum). Nú hafi orðið til stór hópur nem- enda sem stundaði nám í sagnfræði án þess að stunda íslenskunám jafnframt, og til þess hóps væri ákaflega erfitt að ná, tengslin hefðu rofnað. Óbein afleiðing væri stofnun Félags sagnfræði- nema sem sé ætlað að sinna hagsmunamálum þeirra að svo miklu Ieyti sem Mímir gerir það ekki. í lok greinarinnar gerir Þuríður sér vonir um að Félag sagnfræðinema verði leyst upp, og sagnfræðinemar finni sér starfsvettvang innan Mímis og taki á sig starf innan félagsins. Það gerðist ekki, heldur þvert á móti, félögin tvö höfðu æ minna samstarf sín á milli er fram liðu stundir. Sýnilega hefur Mímir hrist af sér þetta áfall eins og önnur. Undanfarin ár hefur mikill skari lagt leið sína á þriðju hæð Árnagarðs til að nema íslensku, mikið af hæfileika- og dugnaðarfólki. Starfsemin hefur fært út kvíarnar, og má nefna útgáfu fréttablaðanna Mímimú frá 1981, og Ratatosks frá 1984. Af almennu fletti í gegnum aðalfundagerðar- bók má sjá að aldrei hefur verið borin upp tillaga um breytingu á nafni félagsins, utan einu sinni. Gerðist sá atburður á aðalfundi 22. október 1981 að Vilhjálmur Sigurjónsson bar fram til- lögu um lagabreytingu, og var hún í því fólgin að breyta nafni félagsins og nefna það í höfuð dug- miklum formanni félagsins Guðvarði Má Gunnlaugssyni. Fór hann fram á að félagið yrði látið heita „Varði“. Þeir voru hins vegar fleiri sem stóðu vörð um gamla nafnið og náði tillagan ekki fram að ganga. í gegnum árin hafa Mímismenn stundað heilbrigða krítík (pólitík), þeir hafa haft sterka réttlætiskennd og verið miklir mannvinir, sem hafa látið ólíkustu mál til sín taka. Á síðustu árum hefur sumum embættismönnum (og 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.