Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 11

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 11
„Maður veit kannski frekar hvað er ekki frelsi.“ — spjallað við Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund. í stofu með gulnuð blöð og velkt og hendurnar á manni voru lamaðar eftir óþarfa skriffinnsku. Enginn kýs að hafa hendur sem verkjar í vegna blaða sem engu máli skipta. En ég get líka rifjað upp góðar stundir hjá kennurum sem lögðu allt sitt í góðan undirbúning, voru hressir og skemmtilegir og færðu manni nýja sýn. Þar fóru til dæmis kennarar eins og Silja, Sverrir og Ósk- ar sem færðu manni kraft, sem er nauðsynlegt í öllu námi. Nýjar aðferðir sem kreistu útúr manni annaðhvort samþykki eða andúð og uppreisn. Enga tíma man ég eins ögrandi en tímana hjá Silju. Þeir voru frjóir. Það voru tímar. Allt nám er gott svo framarlega sem það kveikir í þeim sem lærir. — Var rithöfundurinn farinn að láta á sér kræla á námsárunum? Eitthvað var það nú sem var farið að láta á sér kræla. Hvort það var rithöfundur veit ég ekki. En ég hef sennilega alltaf verið að skrifa og hvar og hvenær sem færi gafst og helst þegar enginn sá. Þetta hljómar kannski einsog klisja en þannig var það engu að síður. Feluleikir eru mörgum í blóð bornir svo skrýtið sem það nú er. Þeir koma inná andstæðurnar í manninum sem eru svo ein- kennilegar og gera örugglega vart við sig hjá mörgum sem fást við skáldskap af einhverri gerð; það annars vegar að verða að skrifa og gefa það út og svo hins vegar að vilja það ekki. Ég til dæmis verð að skrifa, geri það af þörf, til þess að mér líði vel án þess að ég haldi að það sem ég skrifa breyti nokkru, bæti nokkuð eða geri nokkurn verri. — Finnst þér íslenskunámið og þitt grúsk í bókmenntafræðunum hafa nýst þér eitthvað við skriftirnar? Auðvitað hefur það gert það. Og ekki bara nám í bókmenntafræðum heldur allt nám og allt sem ég hef gengið í gegnum. Lífsreynslan nýtist manni og hlýtur alltaf að gera það. Annars bæri hún ekki nafn með rentu. Það væri líka bara dónaskapur að halda því fram að námið nýttist manni ekki. Og ég nenni ekki að vera með dónaskap útí heilar fræðigreinar. En besti skólinn er smiðja annarra höfunda. Því það eina sem gildir er að lesa og lesa. — Aðrir höfundar segirðu, hvað lestu helst? Ég les allt sem ég næ í. Hins vegar er erfitt að 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.