Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 15
vegar finnst mér þessi munur ekki vera neitt merkilegri en sá munur sem er bara yfirleitt á körlum og konum. Aftur á móti finnst mér kominn tími til að hann sé viðurkenndur en ekki að talað sé um hann sem eitthvað skringilegt fyrirbæri útúr kú. Hann bara er og hann bara verður. Og hvað ætli sé svona merkilegt við það. Einhvern tíma gerði ég smá könnun á þessu. Las Ijóð fyrir nemendur mína sitt á hvað eftir karl og konu og lét þá segja til um eftir hvort kynið þeir héldu að Ijóðið væri. Krakkarnir gátu sér alltaf rétt til án þess að geta útskýrt af hverju. Þetta sagði mér í raun ekkert annað en að þarna lægi einhver hundur grafinn. Hver hann svo er verð- ur tíminn að leiða í ljós. Og ég er nokk viss um að með áframhaldandi rannsóknum upplýsist þetta allt saman. Og það er vel. — Hvað hafa svo þínar eigin rannsóknir getið af sér? Æi, ég er nú ekki rannsakandi sem betur fer. En mér sýnist konur oft skrifa 1 jóðrænni texta og innhverfari. En ég á sem betur fer margt ólesið. En sé þetta nálægt einhverjum sannleika væri skemmtilegast af öllu ef hægt væri að sameina þessa heima. Og það hefur mönnum vissulega tekist, mönnum einsog til dæmis Steinbeck, Laxness og Thor svo einhverjir séu nefndir. Og þá fyrst er skáldskapurinn góður og stendur fyrir sínu. — Og svona í lokin Vigdís, hvað ertu að gera núna? Ég er að skrifa skáldsögu sem mér sýnist ger- ast nokkuð mikið í hugarheimi. Annars á maður ekki að vera að tala um það sem maður er að gera. Það er nefnilega svo skrýtið, maður ætlar að gera eitthvað ákveðið en svo er einsog sagan verði sterkari en maður sjálfur, taki af manni völdin, og þess vegna getur maður raunverulega ekki sagt neitt. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.