Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 43

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 43
Sverrir Páll Erlendsson: Horfðu reifur um öxl /rr-* Það er ekki laust við að maður fyllist gaml- ingjapróblemum og minniverskomplexum í stíl Sókrons Reygígings þegar hann í blóma lífs síns, a.m.k. að eigin dómi, er beðinn að skrifa minn- ingargrein um veruna í Háskóla Reykjavíkur. Mér er hins vegar tamara að segja já en nei, enda þótt sanna megi með einhvers konar hljóð- fræðilegum rökum að það sé álíka erfitt og tímafrekt. Vissulega kann þetta að stafa af því hversu fjarskalega gott uppeldi ég hlaut, að minnsta kosti í frumbernsku. Höldum þó fjöl- skyldu minni utan við þetta spjall. Það var óráðinn feitur unglingspiltur sem sté varlega inn á marmarann í musteri vísindanna haustið 1968. Þetta var rétt eins og að koma inn í vandað langdvalarfangelsi, stálpílárarnir í handriðunum, kaldur steinninn og þóttalegur alvörusvipurinn á öllu fólkinu sem þarna var saman komið gaf ekkert annað til kynna. En öllu má venjast og eftir nokkra daga hvarf fangatil- finningin, enda skilst mér að fangar taki að líta á rasphús sem heimili sín þegar þeir átta sig á því að þeir eiga ekki þaðan burtgengt í bráð. Yfir vængjadyrum uppi á svölunum héngu fáeinir krómaðir stafir en flestir þeirra burtföllnu höfðu skilið eftir sig skugga af einhverju um vísindi og dáðir, en um það má allt lesa betur í sögu eftir Þórarin, ef ég man rétt. Það var raunar ekki nema tvennt sem ég hafði ákveðið áður en ég gekk inn í þetta hús: Að læra ekki reikning (sem til upphefðar kallast stærð- fræði í umgetnu húsi) og læra ekki íslensku (af því að ég var svo vondur í gömlu kommusetn- ingunni). Hið síðarnefnda varð að alvarlegri lífstíðarákvörðun þegar ég hafði öðlast þá merkilegu reynslu að horfa á hóp undarlegra manna og kvenna sem hírðist í horninu við inn- ganginn að Háskólabókasafni. Þetta var ótta- lega tjásulegt lið, skeggjað (að vísu aðeins karl- kynið), subbulega klætt (í lopapeysum og galla- buxum og jafnvel með rauða trefla!) og reykti pípur og sígarettur með sérkennilegum tilburð- um. Stundum bar mest á afar smávöxnum pípu- manni í apaskinnsjakka og með spanjólu. Hann talaði með öllu andlitinu en gríðarlega lands- föðurlegur risi veltist um í örstuttu hláturkasti, svo sem HAHAHA einu sinni, en síðan var eins og hann yrði skyndilega rafmagnslaus og engum, sem ekki hafði horft á í þessa sekúndu, gat komið til hugar að þessi svipbrigðalausi maður hefði hlegið. Ég fór í þýsku og dönsku, almenn málvísindi og fílu. Segir ekki frekar af námi fyrr en tveimur haustum síðar þegar ég settist á ný í Háskóla Reykjavíkur. í íslensku. Þá var Árnagarður kominn í gagnið og Valdimar búinn að yrkja Húskvæðið, þar sem meðal annars segir: Af kúnst er byggingin gjörvöll gerð, sú gersemi víst er þakkarverð, af gleri og málmi með gullsáferð, um glys er þó hvergi að ræða. Til halds og trausts upp um hæðirnar handriðin glóa alls staðar, og blessuð lyftan er — biluð á milli hæða. og síðar: 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.