Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 40
nú. Ef til vill gæti þetta blað orðið einn af þeim
tengiliðum sem í raun og veru vantar milli ís-
lenskra fræða í háskólanum og alls almennings í
landinu, en þess konar lífrænum tengslum hefur
lítið verið sinnt. Að vísu hafa stúdentar í íslensk-
um fræðum sýnt lofsvert framtak með því að
senda einn prófessor sinn á þing, en það þarf að
gera meira. T.d. er kominn tími til að málvís-
indamenn deildarinnar átti sig á því að íslenska
er ennþá töluð hér á landi og að kannske væri
ekki alveg þarflaust að reyna að fylgjast á vís-
indalegan hátt með þróun nútímamáls. En raun-
ar er sama hvar drepið er niður í íslenskum
fræðum: verkefnin eru ótæmandi. Sögulegar
heimildir liggja órannsakaðar og óútgefnar.
Bókmenntir síðari alda eru að litlu leyti útgefnar
og að miklu leyti órannsakaðar. íslensk málsaga
hefur aldrei verið skrifuð, nema sem „meira eða
minna samtíningslegar og handahófskenndar
athugasemdir um stafsetningu og mál á ein-
stökum handritum,“ svo að ég leyfi mér að vitna
í orð Hreins Benediktssonar. Þetta stafar vitan-
lega einkum af mannfæð, en að öðru leyti af
peningaskorti. En í þriðja lagi er áhugaleysi um
að kenna. Islenskufræðingar hafa vel vitað af
skinnbókum þeim sem geymdar hafa verið í
söfnum í Danmörku og Svíþjóð, en virðast hins
vegar hafa gleymt að mestu þeim fjársjóðum
sem eru varðveittir í handritadeild Landsbóka-
safns og skjalabögglum Þjóðskjalasafns. Ég veit
ekki hvort farið er að kynna stúdentum þessi
söfn og hvað þau hafa að geyma; það var ekki
gert á minni tíð. En ég held að það hljóti að
verða eitt aðalverkefni Mímis, félags stúdenta í
íslenskum fræðum, að verða eins konar prófess-
or við deildina, sem tekur að sér að sinna því sem
aðrir prófessorar gleyma eða hafa ekki áhuga á
eða nenna ekki að sinna eða komast ekki yfir að
sinna af einhverjum orsökum. Það er nú einu
sinni svo, ef skólanám á að bera verulegan ár-
angur, að þá verður nemandinn að vera sinn
eigin kennari að miklu leyti; hann getur aldrei
komið til kennarans eins og bíll að bensíndælu
og látið fylla á sig fyrirhafnarlaust. En nú er ég
farinn að prédika, ræðan farin að verða í stíl
mannkynsfræðara og spakvitringa og best að
hætta áður en hún fer að líkjast Reykjavíkur-
bréfum Morgunblaðsins meira en orðið er, og er
þá ekki annað fyrir en að óska þessu félagi
langra lífdaga og vona að það eigi eftir að vinna
mörg afrek á ókomnum árum. T.d. væri gott ef
því tækist að draga dálítið úr einstrengingslegri
og mér liggur við að segja ofstækisfullri próftrú
sem mér virðist hafa grafið um sig hjá prófessor-
um við háskólann á síðustu árum og er miklu
meiri nú en áður var. Og læt ég svo máli mínu
lokið og óska ykkur gleðilegrar hátíðar.
40