Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 25

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 25
dögum þegar kvenfólkið lítur ekki við öðru. Og þá er honum í raun fulllýst. Svona var hann. Og það var í fyrra að við komum saman síð- asta sinni. Að öllu óbreyttu ættum við að vera þar nú, í kríugargi og friðsæld í fegurstu landsins höfn, að diskútera. En þess í stað sit ég hér og get hvergi farið og engu unað, nema párað á blað þessari merkilegu sögu svo hún glatist ekki. . . III t>að er flækja Sem við sitjum þarna tveir, í fyrra, Ingvi kominn og fyndnin sögð, og bakklapp og kveðjur allt um garð gengið og Logi hefur lyft sér stöku sinnum í stólnum; ég er venju fremur spenntur; þá dregur Ingvi úr tösku sinni viskíflöskur venju fremur stórar og andrúmsloftið allt öðruvísi og þrungnara en að vanda. Já við erum venju frem- ur spenntir. — En við skulum ekki láta veðrið á okkur fá heldur hefja leik, sagði Ingvi í þann mund sem hann opnaði fyrstu flöskuna, og sæktu nú glös Nonni minn. Þannig hófst sú dvöl. Og það má segja að þannig hafi henni lokið. Það er fátt um það að ræða nema við diskúter- uðum þetta langþráða kvöld hvorki heimspeki né stjórnmál, né líf eða dauða eða trú, heldur snökkuðum svona einsog í sjónvarpsumræðu um ekki neitt. Ætli það hafi ekki verið vegna þess við höfðum ekkert gengið, okkur skorti fjallaloft; því að kvöldi annars dags var einsog málstíflur brystu, það var einsog vindurinn hefði fært okkur hið rétta andrúmsloft um leið og hann feykti móðunni af jökli; og við ræddum okkar heitasta eftirlæti trúmál. Þá var Ingvi kátur. Hann var trúlaus. Og hló að okkur hinum og naut þess að glósa okkur til skiptis: Þegi þú Nonni minn sagði hann af gömlum vana og vin- samlega, en Loga beitti hann útþvældri kímni: Það ætti að slökkva í þér kallinn minn. Og Logi lyfti sér ótt og títt í stólnum því hann trúði á annað líf. Þegar líða tók á kvöldið og lækkaði í flösk- unni, þá hvarf hið föðurlega viðmót Ingva. Þá sagði hann ekki lengur þegiðu Nonni minn held- ur hvæsti að mér að halda kjafti. Og þá var horfin kímnin gagnvart Loga en háð í hennar stað: Hvað ætli þú vitir um lífsins gang, ræfill sem drullast ekki úr húsi alla daga en þykist vera undir áhrifum jökuls sem þú ekki einu sinni sérð. En Logi kvaðst einmitt þess vegna finna áhrif jökuls, rétt einsog fólk tryði á guð einungis vegna þess það fengi hann ekki séðan. Og einsog guð væri umvafinn kærleika þannig yxi við rætur jökulsins Ljósberi, og óvíða í slíkum mæli; en Ljósberi nefndist öðru nafni Þúsunddyggðajurt og ilmur hennar bestur allra blóma; það var eitthvað á þessa leið. Og hann horfði fjarrænum augum til lofts, og röddin dreymin, kannski dá- lítið kvenleg einsog gjarnan þegar hann minntist á landslag, eða blóm. Svo hvíslaði hann einsog að sjálfum sér einum að lífið ylti á því að skynja og aðeins skynja. En Ingvi hló. Ekki nenni ég að tíunda nákvæmlega fánýtt þras þeirra félaga enda engum til gagns. En eftir því sem á dró diskussjón æstist Ingvi, og það var kaldhæðni í orði og fasi, og reiði hans yfirdrifin einsog kætin áður, en hafði engin áhrif á Loga önnur en þau að rósemd hans jókst. Og hann útskýrði hægur, í hlægilegri andstöðu við ofsa hins, gildi þess hulda í lífi sínu, og lyfti sér í stólnum einsog til áherslu orða sinna, en greip að lokum til meinfýsi að hætti andstæðings síns og sagði sem svo að þetta ætti Ingvi manna helst að skilja, hann sem enn vældi fullur yfir löngu dauðri konu sinni. Og þá fundu allir viðkvæmnina sem komin var í loft. Og þá var lag að slíta umræðu. Það gerði Ingvi samkvæmt venju með hressilegu móti, rétt einsog heiftin að baki nýföllnum orðum hyrfi í einu vetfangi: Jæja drengir mínir, hætta skal leik þá hæst fram fer, en þau voru ávallt hans orð; sló okkur á öxl og gekk til herbergis og ég til míns, en Logi renndi sér að bæli sínu. Svona liðu kvöldin. Og þessa á milli gengum við á fjöll. Eða um næstu slóðir einsog áður var lýst. Þar til einn dag síðdegis að Ingvi kom ofan að rjóður og móður með vasana fulla af Ljósbera sem farinn var að fölna svona einsog blóm gera séu þau slitin af rót og hrúgað saman og velkt í dimmum og loft- lausum vösum. — Hér hefurðu dyggðirnar þínar Logi minn og lítið fer nú fyrir þeim, sagði hann með hlátur- hneggi. Það er einsog þeim hafi verið stolið frá eiganda sínum, einsog þær hafi lent í bílslysi og 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.