Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 5
Auður G. Magnúsdóttir og
Sigurður Hróarsson:
„Stolt stúdenta í
íslenskum fræðum“
Þagalt og hugalt
skyli þjóðans barn
og vígdjarft vera;
glaður og reifur
skyldi gumna hver,
uns sinn bíður bana.
(Úr Hávamálum)
Við tímamót er góður og gegn siður að líta yfir
farinn veg og lifa upp gamlar minningar. Þrátt
fyrir allt eru minningarnar sá bankareikningur
sem ber hæstu vextina. Því er ekki hægt að láta
hjá líða þetta tækifæri til að grufla í fortíð Mímis,
félags stúdenta í íslenskum fræðum.
Hinn 11. desember eru liðin heil fjörutíu ár
síðan Finnbogi Guðmundsson og félagar hans í
íslenskum fræðum við Háskóla íslands blésu í
horn og boðuðu til stofnfundar þessa merka fé-
lagsskapar. Það er mikill skaði að elstu fundar-
gerðir félagsins skuli nú vera týndar og tröllum
gefnar, ómetanlegar heimildir. En þar sem
Mímir á stórafmæli, og þar með allir gamlir og
nýir Mímisliðar, langar okkur til að fletta fram
og aftur í gömlum fundagerðarbókum, þó ekki
væri nema til að kynda undir eld minninganna.
„Glötuðu árin“ látum við Aðalstein Davíðsson
bæta upp, en hann skrifaði „Drög að sögu
Mímis“ á tvítugsafmæli félagsins. Með þeirri rit-
un segist Aðalsteinn vonast til að vekja áhuga
stúdenta á „félagsstarfsemi í íslenzkudeild“. Að
hans mati bar auðvitað að efla félagsskapinn
vegna þess að
Mímir hefur undanfarin ár verið stolt stúdenta í
íslenskum fræðum, félag með sinn sérstaka svip,
ólíkt öllum öðrum félögum innan háskólans.
Stofnfundur Mímis var haldinn í setustofu Nýja-
garðs að kvöldi miðvikudagsins 11. desember
1946, og komu 17 manns á fundinn. Þar er fé-
laginu opinberlega gefið nafn, lög þess ákveðin
og giltu þau lög með litlum breytingum til 1961.
í lögunum er kveðið á um markmið Mímis:
a) að vinna að hvers konar hagsmunamálum
norrænunema,
b) að vera málfunda og skemmtifélag.
Þá var að sjálfsögðu gengið til kosninga í
stjórn nýburans, og hlutu alls 13 manns atkvæði.
Úrslit urðu þau að Finnbogi Guðmundsson
hlaut 14 atkvæði, Hermann Pálsson 9 og Gunn-
ar Finnbogason 6 atkvæði. Mynduðu þessir
menn því fyrstu stjórn Mímis. Að loknum
venjulegum fundarstörfum var flutt ýmislegt
skemmtiefni, og hélst sú venja fram til 1954 að
enda hvem fund á einhver ju af léttara taginu, til
dæmis vom flutt frumsamin ljóð og sögur.
Samkvæmt þeim sem gerst þekkja sögu
þessara upphaLára félagsins fóm nú í hönd dag-
ar víns og rósa. Mímir varð öflugur og lét sér
snemma fátt óviðkomandi. Aðalsteinn Davíðs-
son segir frá þessu:
Félagslíf innan deildarinnar virðist hafa verið í
himnalagi, deildin fór í ferðalög og gaf prófessor-
um gjafir milli þess, sem hún þrætti við þá um
kennsluaðferðir, námsefni, kennslustundir og
próf. Jafnframt þessu kom Mímir fram í félagslífi
stúdenta almennt, gerir tillögur um hitt og þetta,
tekur þátt í norrænu stúdentamóti, mótmælir
leikfimiskyldu stúdenta, en styður hins vegar
andlegar menntir.
Uppúr 1950 fer hins vegar að dofna vemlega
yfir félagsskapnum, og hefur árið 1953 verið
5