Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 30
Thor Vilhjálmsson:
Úr svítu
Sólin skín á milli trjánna; geislar í löngum rákum
sem sá sér út undan trjánum og zebrastrika
skógarstíginn: þar sem þið gangið.
Hver voruð þið? Þið sem voruð tvær mann-
eskjur í þessum skógi heyrðuð skrjáfa í þögn-
inni, meðan kvistir og greinar brotnuðu undir
fótunum.
Þetta haust.
En svo var kominn vetur. Snjórinn er harður,
glitlaus. Það var spölur á milli þeirra á göngunni,
maðurinn gekk á undan, hún var nokkur skref á
eftir, og horfði á bak mannsins.
Það marraði undan fótunum á hjarninu.
Niður trjágöngin. En hvað allt var eyðilegt í
lauflausum skóginum: Milli svörtu trjánna
hl jóðu; hér voru þau ekki svört einsog þau höfðu
verið frá glugganum, þegar hann beið þess hvort
hún myndi koma. Ekkert laufblað var eftir til að
falla framar á götu þeirra.
Stígurinn bugðaðist hallann gegnum skóginn.
En hvað leiðin er stutt sem þau eru svo lengi að
fara; þau eru bara strax komin á leiðarenda.
Ó-hó. Ó-hó-hó. Var það svona sem heyrðist í
konunni þegar stillingin brast skyndilega, og
gráturinn kom einsog frelsandi náðarkraftur til
að sprengja fargið.
Hún grét þangað til hún fann það var vetur úti,
og sá út um gluggann að það var ekki farið að
snjóa aftur. Yfir hvítu landinu með litum. Yfir
marglitum húsum voru blágrá ský; og fjallshlíðin
hvarf með sínu máttuga letri.
Viltu mér eitthvað? sagði maðurinn þegar
hann kom inn, og sá konuna sitja við gluggann.
Hún þagði með lokk af hári milli tannanna,
beit fast í hann; snerti hann svo með tungunni,
með tennurnar saman. En hann sagði: hvað?
Hún svaraði öngu, og vissi að hann stóð fyrir
aftan hana, og horfði líka út. Það var eins og
taugar hennar herptust í vörn; líkt og áður hefðu
þær verið þræðir sem liggja allt í kringum hana;
út um gluggann, og niður eftir húsinu; eftir
gólfinu, og upp í ljósakrónur og niður úr þeim.
Nú dró hún þetta allt að sér, og var í einum
hnút, og fann hvernig hún varð hörð og köld:
Snertu mig ekki.
En þegar hann stóð bara svona og kom ekki
við hana, þá raknaði smám saman úr hnútnum;
það slaknaði á spennunni: Þreytt og aftur þreytt,
til hvers er maður að vakna? Til hvers er maður?
Hvaðan komum við, hvert erum við að fara?
Nú var eins og allt væri auðn. Og auðnin var
langur vegur; auðnin rennur inn í sjálfa sig:
einsog stafur úr misgildum bambúshólkum sem
ganga hver inn í annan. Og þú ert stödd inni í
þrengsta af þessum sívalningum.
Auðnin, það var einsog hægt væri að draga
hana sundur, og þrengja henni saman, þó var
hún bara auðn.
Hún vissi að maðurinn færði sig, og vildi ekki
líta við til að sjá hann sitja á stólnum með háa
bakinu.
Hann sat fremst á brúninni, og studdi olnbog-
um á hnén, og horfði á finngálknin á gólfinu.
Á gólfteppinu. Þau höfðu langar bognar klær,
og allar úti; margklofna tungu langt fram úr
hvasstennum hvofti; lymsku í svip; og allir part-
arnir teygðust bylgjóttir, einsog mjóar fána-
veifur þandar af vindi, og langur halinn líka með
30