Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 50
kunna önnur germönsk mál, t.d. sjer í lagi gotn-
esku, og jafnvel hin fjarskildari indoeuropeisku
mál, svo sem fornindversku, og að bera nokkurt
skyn á samanburðarmálfræði, þeir geta farið nærri
um, hve mikil vöntun það er, að ekki er neinn
kennslustóll í öðrum málum enn íslensku og eng-
inn í samanburðarmálfræði. Líka er hætt við að
kenslan í Islandssögu komi ekki að fullum notum,
þar sem enginn kenslustóll er í almennri sagnfræði
og enginn í sögu annara Norðurlandaþjóða. Jeg
tek þetta aðeins fram sem dæmi þess, hve mikið
vantar við heimspekisdeildina, af því að það er svo
bagalegt fyrir kensluna í íslenskum fræðum.
S.st., bls. 12
Margir draumar Bjarnar M. Ólsens hafa ræst á
þremur aldarfjórðungum, en þó vantar enn
kennarastöðu í samanburðarmálfræði við
heimspekideild.
Alþjóðahyggja háskólarektors 1911 stríddi
alls ekki gegn þjóðernishyggju hans. Umfram
allt vildi hann að hinn nýi háskóli yrði til far-
sældar þjóðinni sem var að setja hann á stofn, en
honum var ljóst að það yrði bæði þjóðinni og
háskólanum til mestrar farsældar að stofnunin
tæki svo öflugan þátt í alþjóðlegu fræðastarfi
sem efni og ástæður framast leyfðu. Ekki er við
því að búast að íslendingar hafi almennt gert sér
grein fyrir alþjóðlegu eðli vísinda og fræða;
fæstir ráðamanna, hvort sem þeir voru alþingis-
eða embættismenn, hafa þar staðið jafnfætis
Birni M. Ólsen. Freistandi er því að velta fyrir
sér hvers slíkir menn og þjóðin almennt hafi í
raun og veru vænst af háskólanum, og þá ekki
síst hinni nýju heimspekideild eða norrænu-
deiid, eins og hún var einatt kölluð fyrstu ára-
tugina. Á þessu þyrfti að gera rannsókn og mætti
leita heimilda í Alþingistíðindum og öðrum
prentuðum og óprentuðum gögnum frá þessum
árum, en ég læt mér nægja stuttar vangaveltur.
Eitt af hlutverkum háskóla hefur löngum
verið starfsmenntun til ákveðinna starfa og em-
bætta en með stofnun Fláskóla íslands varð hér
engin bylting á því sviði. Þrjár af deildum há-
skólans, guðfræðideild, lagadeild og læknadeild
höfðu í raun og veru mjög skýrt starfs-
menntunarhlutverk, enda tóku þær við verkefn-
um embættismannaskóla á sömu sviðum. Nýj-
ungin í háskólanum var heimspekideild. Henni
hefur án efa fremur verið ætlað það hlutverk að
halda uppi rannsóknum og mennta menn til
rannsóknastarfa en undirbúa stúdenta undir
ákveðin embætti. Handa nemendum með há-
skólapróf í íslenskum fræðum var þá naumast
um önnur embætti að ræða en kennarastörf við
Menntaskólann og Kennaraskólann, auk starfa
við háskólann sjálfan, svo að langt gat liðið á
milli þess að störf losnuðu við hæfi magistera í
norrænum fræðum. En með því að koma á fót
háskólakennslu og rannsóknum á sviði íslenskra
fræða hefur þjóðin viljað leggja rækt við
menningararf sinn á sama hátt og gert var hjá
þeim þjóðum sem hún vildi jafna sér við og líkja
eftir í sókn sinni til sjálfstæðis og viðurkenningar
annarra á rétti sínum til að vera fullvalda og
öðrum óháð. í upphafi þessarar aldar vildu ís-
lendingar ekki bara ráða málum sínum sjálfir.
Þeir vildu geta litið á sig sem jafnoka annarra,
jafngilda öðrum sjálfstæðum þjóðum, og vilja
vonandi enn. Ein af hugmyndum manna 1911
var að sjálfstæðri þjóð bæri sjálfri að túlka sögu
sína og menningu með því að leggja til sér-
fræðinga (helst þá bestu) á því sviði, og þá leiddi
af sjálfu sér að vísindalegar rannsóknir og
kennsla þurftu að koma til, hinn viðurkenndi
vettvangur sér-fræðanna þá sem nú. Þcssum
skilningi á hlutverki íslenskra fræða í háskólan-
um var lengi vel fylgt eftir með því að ætla
kennurum á þessu sviði minni kennsluskyldu og
að sama skapi meiri rannsóknaskyldu en öðrum
háskólakennurum. Sú sérstaða gufaði upp með
fjölgun embætta og nákvæmnisreglum um
vinnumat upp úr 1970, þótt örlítið muni eima
eftir af henni enn.
Vísindi eru alþjóðleg. Þau lúta almennum
reglum og rökum sem eru í sjálfum sér ekki
bundin af þjóðerni viðfangsefna eða rannsak-
enda, né af landafræði yfirleitt. Einbeiting að
vísindalegum rannsóknum þjóðlegra fræða felur
í sér þá hættu að rannsóknirnar lendi inn á
brautum sem leiði til einangrunar þjóðlegra
viðfangsefna frá alþjóðlegum og til þess að hin
þjóðlegu vísindi dragist aftur úr vísindunum
almennt. Sjálft hugtakið þjóðleg vísindi felur í
sér mótsögn. Hugmyndir Bjarnar M. Ólsens
sýna að honum hefur verið þessi hætta mætavel
ljós: íslensk fræði eru ekki vísindagrein heldur
viðfangsefni eða vettvangur ýmissa vísinda-
greina, svo sem málvísinda, sagnfræði og bók-
menntafræði.
Enginn vafi er á að fyrstu áratugina nutu ís-
lensk fræði við Háskóla íslands þess að þau voru
50