Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 36

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 36
lærdóm, en ýmsir afburðanámsmenn voru þá í deildinni. Maður að nafni.........* var með hæsta fyrrihlutapróf sem þá hafði verið tekið, en á síðari hlutanum gerðist hann undarlegur, fór að drekka og semja ritgerðir um hin og þessi efni, sem hann skrifaði á gulan pappír í fólíó og gekk með þetta í tösku sinni. Hann leitaði helst til mikið ánáðir Bakkusarþegarfram ísótti. Eitt sinn komu menn að honum dauðum í svaði fyrir utan Gamla Garð og ræddu um hvort heldur ætti að hringja í lögregluna eða sjúkrabíl til að bjarga honum, en veður var eins og öll veður sem er lýst í Grettis sögu, kalt og frjósandi. En áður en menn hefðu ráðið fram úr þessu reis hinn dauði upp úr svaðinu og tók til máls: „Nú hefi ég legið hér um stund og hlýtt tali yðru, en hvárki mun- um vér bíða sjúkrabíls né lögreglu, og munum vér ganga héðan óstuddir.“ Þessi maður var í áliti hjá kennurum eftir frammistöðu sína á fyrrihlutaprófi, sem meðal annars kom fram í því að Einar Ólafur tók hann upp í Njálu á loka- prófi, en þá brá svo við að hann mundi ekki eftir neinni persónu sem nefnd væri í Njálu, utan Skammkatli, og var sama hvað Einar spurði um; hann svaraði alltaf: „Það var Skammkell." Annar námsmaður mikill var í deildinni, skagfirskur að ætt, ágætur maður og efnilegur, en drakk mikið. Hann lauk samt prófi með sóma, ef ég man rétt, og talinn efnilegur vís- indamaður. Jón Jósep tók hann sem dæmi eitt sinn er hann hélt yfir mér ræðu um skaðsemi víndrykkju, og var þá sjálfur nýkominn á þurrt eftir mikið volk: „Hvernig fór brennivínið með ... *, efnilegasta vísindamann sem hefur komið í deildina?“ sagði Jón; „hann er nú norður í Skagafirði að passa hrúta.“ Þá fyrir skömmu hafði maður þessi naumlega bjargast frá drukknun; húsvörður í háskólanum kom að honum þar sem hann hafði stíflað klósettskál með andlitinu á sjálfum sér. Árið 1946 voru sex prófessorar við deildina. Kennsla fór yfirleitt þannig fram, að prófessorar lásu fyrir, en nemendur skrifuðu upp, hver sem betur gat, og fengu flestir skrifkrampa eftir nokkur misseri. Björn Guðfinnsson kenndi hljóðfræði, málsögu og setningafræði. Hann var duglegur og skýr kennari, en hans naut að- eins skamma stund við. Aðalkennari í málfræði *Nafnið er ólæsilegt í handriti. var sjálfur Alexander Jóhannesson. í kennsl- unni studdist hann við sína bók, íslenzka tungu í fornöld, sem líklega er ein versta bók sem nokkru sinni hefur verið skrifuð um íslenska málfræði, og er þá mikið sagt. Alexander var lengi rektor og mikill nytsemdarmaður háskól- anum, hagsýnn f jármálamaður og f járaflamaður fyrir skólann og dreif áfram framkvæmdir af miklum dugnaði, t.d. var á hans árum gengið frá háskólalóðinni, en áður var umhverfi skólans ein ókræsileg forarvilpa. Tímar hjá Alexander í engilsaxnesku og gotnesku voru heldur góðir, en málfræðikennslan var rétt óskapleg, enda held ég að enginn sem var í deildinni á mínum skóla- árum hafi lært neitt að gagni í málfræði. Alex- ander notaði töfluna mikið, sat í pontunni og teygði sig upp á töfluna og skrifaði látlaust dæmi úr aðskiljanlegum og obskúrum tungumálum, svo sem máli því sem hann nefndi polynesisku, einnig úr grænlensku og kínversku, en einnig að sjálfsögðu frumgermanskar orðmyndir með stjörnum, sem ég var sannfærður um þá, að aldrei hefðu komið út úr kjaftinum á nokkrum lifandi manni, enda hafði Alexander engar áhyggjur af hljóðfræði. Yfirleitt voru hljóð- fræðileg vandamál skýrð með hreyfingum tungubroddsins upp í hinn harða eða hinn mjúka góm, en aðaláhugamál Alexanders voru kenn- ingar hans um það hvernig frummaðurinn lærði að tala og að þeim kenningum kom hann í flest- um tímum. Þau fræði urðu geysivond þegar þau voru komin í glósur Jónatans Skagans, en Jóna- tan var þjóðskáld deildarinnar. Um það er tíma lauk var Alexander krítugur upp að öxlum og með hvítan kraga um munninn, því að hann brá fingri venjulega í munn sér þegar hann þurfti að fletta bók. Þá var ekki verið að vitna í karla eins og Chomsky, sem ég veit raunar ekkert um og hef aldrei heyrt nefndan, fyrr en ég sá hans getið í blaðagrein um daginn. Þaðan af síður var talað um mállega sálfræði eða sálfræðilega málvísi. Aftur á móti vissum við ýmislegt um hljóð sem hafa myndast með innsogi, t.d. samfara kossi. Alexander mun hafa verið bindindismaður; ég man aldrei eftir að hann kæmi á rannsóknaræf- ingar, en það voru einu samkomurnar þar sem stúdentar hittu prófessora utan kennslustunda. Ég hygg að fáir stúdentar hafi haft mikið saman við hann að sælda, enda tóku fáir málfræði sem aðalfag, og Alexander var að sjálfsögðu önnum 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.