Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 51

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 51
eins konar afleggjari frá heimspekideild Hafn- arháskóla, gróðursettur á tímabili þegar mikil gróska var í málvísindum, sagnvísindum og fílólógíu þar á bæ. Allir kennarar í íslenskum fræðum við háskólann fram til um 1940 (að undanskildum Páli Eggert Ólasyni prófessor í sögu íslands 1921-29, sem var lögfræðingur) höfðu hlotið undirbúningsmenntun sína við Hafnarháskóla, þótt ýmsir hefðu einnig dvalist við aðra háskóla. Áhrifanna frá Höfn gætti þó miklu lengur: Einar Ólafur Sveinsson, sem var prófessor fram um 1970, var norrænufræðingur frá Hafnarháskóla; segja má að nýr afleggjari frá Borginni við Sundið hafi verið gróðursettur með Árnastofnun, því að þar sitja fimm sér- fræðingar sem allir hafa hlotið þjálfun sína á sviði textafræði undir handarjaðri Jóns Helga- sonar í Árnastofnun í Kaupmannahöfn; þá er ekki rétt að gleyma hlut Jakobs Benediktssonar sem orðabókarritstjóra og á öðrum sviðum ís- lenskra fræða síðustu fjóra áratugi. íslensk fræði við Háskóla íslands eru þannig tvímælalaust afsprengi evrópskrar háskólahefðar, og þá eink- um hinnar fílólógísku sem hófst innan klassískra fræða. íslensk fræði voru frá öndverðu ein kennslu- og prófgrein við heimspekideild og hélst það óraskað að kalla fram til 1965. Háskólakennsla var mjög staðreynda- og efnisbundin og var það í samræmi við þau vísindalegu viðhorf sem ríkj- andi voru við evrópska háskóla framan af þessu tímabili, þótt þau væru komin á undanhald víð- ast hvar við lok þess. Lítil ástæða þótti að jafnaði til að gera sér rellu út af aðferðafræðilegum vandamálum hvað þáheimspekilegri undirstöðu fræðanna. Þegar við þetta bættist að efnissviðið var svo afmarkað sem hér, allt bundið við eina þjóð, sögu hennar, tungu og bókmenningu, var vitaskuld mikil hætta á einangrun og jafnvel stöðnun. Var þá um stöðnun að ræða, eða a.m.k. ein- angrun, á sviði íslenskra fræða í hálfa öld fram um 1960? Fráleitt væri að svara því játandi án alls fyrirvara. Aðstæður voru að mörgu leyti erfiðar. Fyrir utan það að kennarar voru fáir var mikið af fræðasviðinu sem óplægður akur. Kennararnir urðu að draga saman efni til kennslunnar úr frumheimildum sem oft lágu dreifðar og ekki allt of vel skráðar í handrita- söfnum. Að þessum vanda hefur Sigurður Nor- dal vikið í formála sínum að íslenskri menningu. Sumt af þeim verkum, sem unnin voru, ber þess glögg merki að vera fyrsta vinnsla úr slíkum heimildum, eins konar kortlagning, og á það ekki síst við verk Páls Eggerts Ólasonar, firna- mikil að vöxtum og ómetanleg fyrir samtíma hans og seinni tíma, en misjöfn að gæðum. Öðru máli gegndi um fornt mál og bók- menntir. Þar höfðu bæði eldri íslenskir fræði- menn og fjöldi erlendra fræðimanna unnið mikið verk og vandi hinnar nýju háskóladeildar var að gerast fullgildur þátttakandi í þeim rannsóknum. Ég skal ekki hætta mér inn á svið málvísindanna. Þar var Alexander Jóhannesson prófessor um áratuga skeið og afkastamikill fræðimaður, en afdrif verka hans, eftir að hann hætti sjálfur að nota þau til kennslu, benda ekki til að þau hafi haft varanlegt vísindalegt gildi. Á þeim sviðum, þar sem Sigurður Nordal hafði forystu, tókst hins vegar tvímælalaust að leggja fram skerf til fræðanna sem eftir var tekið og enn heldur gildi. Ég á þar umfram allt við útgáfustörf Sigurðar, samstarfsmanna hans og nemenda á vegum Hins íslenzka fornritafélags, sem stóð með miklum blóma í röska tvo áratugi frá útkomu Egils sögu 1933, en hefur hægt æði- mikið á sér síðustu þrjátíu ár, þótt það standi vonandi til bóta. í nánum tengslum við útgáfu- starfið voru ýmsar ritgerðir í ritröðinni íslenzk fræði — Studia Islandica og verk eins og rit Jóns Jóhannessonar um Landnámu, ýmis rit Einars ÓI. Sveinssonar og fleira. Útlendir menn hafa talað um fræðastörf þessara manna sem ,,ís- lenska skólann" í könnun fornsagna. Pessi ís- lenski skóli átti rætur að rekja til verka Bjarnar M. Ólsens, og auk þeirra Sigurðar Nordals og Einars Ól. Sveinssonar lögðu Bjarni Aðalbjarn- arson og Jón Jóhannesson merkan hlut til hans, og mætti raunar nefna fleiri. Enginn vafi er á að verk þessara íslensku fræðimanna, sem annaðhvort kenndu við Há- skóla íslands eða höfðu numið þar, áttu drýgstan þátt í að gerbreyta almennum viðhorfum fræði- manna til fornrar íslenskrar sagnaritunar. Fram- hjá verkum þeirra verður aldrei gengið og engin leið liggur til baka til fyrri sjónarmiða óbreyttra, þótt þróun fræðanna haldi áfram og menn líti nú marga hluti öðrum augum en þessir menn gerðu á sínum tíma. Á árunum 1941-45 fjölgaði kennurum 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.