Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 54
menntun fullgilds vísindamanns sé lokið með
kandidats- eða meistaraprófi heldur þarf að
tryggja þeim, sem sýna mesta hæfileika og
dugnað, aðstöðu til að sinna rannsóknum áfram,
helst að einhverju leyti undir handleiðslu
reyndari manna. Þeir sem leggja inn á slíka braut
eiga vart kost á öðrum stuðningi en fjárveiting-
um úr Vísindasjóði. Þær hafa stutt margan vel en
geta ekki jafnast á við rannsóknastyrki um
ákveðið árabil sem víða tíðkast og eiga að nægja
til að mönnum gefist kostur á að ljúka rann-
sóknaverkefnum sem geti veitt þeim hæfi til
sjálfstæðra vísindastarfa. Illt er til þess að vita að
rannsóknastofnanir heimspekideildar skuli ekki
hafa bolmagn til að leysa þennan vanda. Þær
hafa unnið gott starf með tilstyrk lítilla fjárveit-
inga og þyrftu að eflast að mun.
Þjóðmálaskörungar íslenskir láta stundum
svo um mælt á hátíðlegum stundum að við Há-
skóla íslands eigi að vera miðstöð og háborg
norrænna fræða í heiminum. Má mikið vera ef
slík orð hafa ekki fallið á þessu afmælisári þótt
þau hafi ekki borist til mín austur um haf. Þetta
er falleg ósk og allt gott um hana að segja ef
skilningur fylgir á því sem til þarf að hún geti
ræst. Nú er það raunar svo að við hljótum að
fagna því íslendingar ef rannsóknir á fornum
menningararfi okkar eru reknar af skörungs-
skap víðar um heiminn og okkur má vera fullur
sómi að taka þátt í því starfi sem fullgildur þátt-
takandi þótt ekki fáist úr því skorið eins og í
íþróttakeppni að okkur beri gullverðlaun, enda
gæti þá svo farið að hinir metnaðarfullu yrðu
fyrir vonbrigðum. En til þess að sameiginlegur
draumur íslenskra fræðimanna og íslenskra
stjórnmálamanna megi rætast þurfa báðir að
gera sér grein fyrir því sem til þarf. íslenskir
fræðimenn þurfa að rækja þá skyldu sína að
stuðla að því að vísindalegar rannsóknir og
niðurstöður megi koma almennu skóla- og
menningarstarfi í landinu að gagni og þannig
styrkja menningarlíf þjóðarinnar og skilning
hennar á menningu sinni. íslenskir stjórnmála-
menn verða að skilja að þeim ber að hlúa að
vísindalegri menntun og vísindalegum rann-
sóknum, þótt það kosti nokkurt fé.
Óslóarháskóla í sept. 1986
Frá afmælisnefnd Mímís
Auk þessa blaðs hefur afmælisnefnd Mímis haft sitthvað á prjónunum. Annað meginverkefni
hennar hefur verið að gangast fyrir fyrirlestrahaldi. Fyrstur reið á vaðið Sverrir Tómasson,
cand.mag., með fyrirlestur sem nefndist Fyrsta málfrœðirítgerðin og íslensk menntun á 12. öld.
Fyrirlesturinn var haldinn 4. október s.l. í Odda að viðstöddu fjölmenni. Næsta fyrirlestur flutti
Ásdís Egilsdóttir, cand.mag., sem hún nefndiHandrit Margrétarsögu og notkunþeirra við fœðingar-
hjálp. Um 50 manns komu í Odda 1. nóvember s.l. til að hlýða áÁsdísi. Þriðja fyrirlesturinn flutti svo
Gísli Sigurðsson, M.Phil. í Odda 15. nóvember s.l. Nefndist fyrirlesturinn Gelísk áhrif á íslenska
sagnahefð tilforna. Um 70 manns komu. Er það samdóma álit þeirra, er viðstaddir voru, að erindin
hafi verið góð og allir farið fróðari af vettvangi. Afmælisnefndin er viss um að framhaldið verði
eins en enn eru eftir a.m.k. sex fyrirlestrar. 4. desember n.k. mun Helga Kress, dósent, halda
fyrirlestur sem hún nefnir Kvennahefð í íslenskri lýrik.
Eftir áramót munu svo eftirfarandi flytja fyrirlestra á vegum Mímis: Guðrún Bjartmarsdóttir,
cand.mag., Sigurður Konráðsson, cand.mag., Margrét Jónsdótir, cand.mag., Halldór Guðmunds-
son, mag.art., og Ámi Sigurjónsson, fil.dr. Hugsanlega munu fleiri flytja fyrirlestra en það er ekki
ákveðið. Allir þessir fyrirlestrar verða auglýstir nánar síðar.
Þriðja meginverkefni afmælisnefndar er afmælisfagnaður. Ákveðið hefur verið að halda rann-
sóknaræfingu Félags íslenskra fræða, Mímis og Félags sagnfræðinema og afmælishóf Mímis saman
13. desember n.k. (sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu). Afmælisnefnd vonar að sem flestir
núverandi og fyrrverandi Mímisliðar sjái sér fært að mæta og fagna afmælisbarninu.
54