Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 47

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 47
Svanhildur Óskarsdóttir: Hugað að hefðum Sá stúdent sem velur sér íslensk fræði að við- fangsefni er ekki látinn fara í neinar grafgötur um það að íslenskan sé drottning þeirra fræði- greina sem stundaðar eru við heimspekideild Háskóla íslands. Hitt getur vafist fyrir honum hversu réttmætt sé að halda slíku fram. Það verður ekki sagt að íslenskustúdentar séu í meirihluta í deildinni og ekki gegnir Háskóli íslands ótvíræðu forystuhlutverki á sviði ís- lenskra fræða. Varla er heldur mikill munur á því í augum almennings hvort menn grafa sig ofan í gríska eða forníslenska málfræði. Því verður þó ekki í móti mælt að íslensk fræði eru elsta greinin innan heimspekideildar, — elst í þeim skilningi að þau hafa verið stunduð hér við skólann lengur en annað það grúsk sem fell- ur undir sama hatt. Enda mun tæpast fyrirfinnast jafn fjölskrúðugt safn hefða í öðrum kimum deildarinnar. Hér hafa alls konar siðir orðið til, utan um stúdenta jafnt sem kennara. Mímisliðar fara í reglubundna vísindaleiðangra, haga drykkju sinni í samræmi við Iög og reglur fé- lagsins og mylgra út blaðinu Mími sem í mörg ár hefur borið hina herfilegu forsíðu af aðdáunar- verðri afturhaldssemi. Sá er siður að kennsla í ákveðnum námskeiðum hefjist aldrei fyrr en viku af misseri, samkvæmt venju er kennslu- skylda sumra prófessora minni en annarra, að ekki sé minnst á þá rótgrónu hefð að rígur (mis- munandi alvarlegur), sé milli málfræðinga og þeirra sem aðhyllast bókmenntir, og étur þar hver stúdentakynslóðin upp eftir annarri. Haldi nú einhver að hér sé verið að amast við hefðum þá fer sá hinn sami villur vegar. Hefðir eru skemmtilegar og nauðsynlegar, ekki síst nútímafólki sem er á harðastökki úr fortíð til framtíðar. En ég sakna hefða sem orðið gætu stúdentum og lærimeisturum hvatning og ögrun, öllum til ánægju og fræðunum til framdráttar. Hvers vegna er t.d. engin hefð fyrir því að stúd- entar sem eru að Ijúka prófi haldi opinn fyrir- lestur fyrir samnemendur sína og kennara? Eða að kennarar bjóði til slíkra hátíðarfyrirlestra árlega? Því er það ekki föst venja að Árna- stofnun bjóði nýstúdentum í heimsókn og kynni þeim rækilega starfsemi sína? Af hverju er það ekki lenska að allir þeir sem álíta sig viðriðna íslensk fræði hér við skólann taki þátt í rann- sóknaræfingum? (Og því mælir engin hefð svo fyrir að bókastofan skuli opin 10 tíma á dag?) Þeir eru alls ekki fáir sem beinlínis fást við íslensk fræði. Hér eru prófessorar, dósentar, lektorar, kandídatar, BA-ar og byrjendur. Einnig rannsóknarstofnun í bókmenntafræði og önnur í málvísindum auk Stofnunar Árna Magnússonar og Sagnfræðistofnunar. Allt skröltir þetta undir sama þaki. Samt sem áður er ekki hægt að segja að hér í Árnagarði ríki óhóf- leg samskiptagleði. Þvert á móti. Hér er ekki universitas, heild nemenda og kennara, samfélag þar sem ungir og aldnir, hinir hálærðu og þeir námfúsu skiptast á skoðunum og skemmta sér við fræðin. Fyrir slíku virðist einfaldlega ekki vera nein hefð þrátt fyrir 75 ára aldur Háskólans og heimspekideildar. Hefðir geta orðið ok sem menn rísa ekki undir 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.