Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 41
Davíð Erlingsson:
Þegar barnið
komst í brók
Raus í tilefni af fyrsta spori Mímis fyrir 25 árum.
Ég held það sé bezt þetta verði fá orð, annars er
hætt við öldungstauti um, að engu fari fram í
raun og veru.
Allt í einu skaut Guðvarði upp. Það var fyrir
mörgum mánuðum, og ég lofaði honum ein-
hverju í tilefni af þessu, því arna að Mímir er rétt
að verða aldarfjórðungs gamall, nú á líku méli
og háskólinn verður þriggja aldarfjórðunga
gamall. Það er furðu lítill aldursmunur, þegar
um er hugsað. Báðir heldur skammt á veg
komnir. Það er þó óneitanlegt, að háskólinn
hefur á síðasta þriðjungnum, tilvistarskeiði
Mímis, tekið töluverðum breytingum, og til-
hlaup varð til enn meiri breytinga en nokkuð
hefur getað orðið úr ennþá. Það var á áttunda
tugnum aldarinnar sem þetta bjartsýnistilhlaup
varð. Með fjölgun nemenda kom fjölgun
kennara og námsskipulagsbreytingar ofan í
grunn, og stofnanirnar sem reyna að leiða gott af
sér í sæmilegum og gagnlegum bókum, o.s.frv.
Nú reyna kennarar að tala við nemendur í öllu
starfi eftir því sem þeir hafa getu til, en ekki bara
til þeirra í kennslustundum, sem reyndar voru
bara fyrir fyrirlestra og það oft í alveg bókstaf-
legum skilningi. Þá var það, ásamt áhuganum,
þrái og þrautseigja sem einkum skildu milli feigs
og ófeigs við námið, eða eigum við að segja
prófin. Þeir sem höfðu „þraut og bið að þruma
við“ höfðu það af. En nú eru litlar einingar sem
fólk tínir upp líkt og ber, og það er þrátt fyrir allt
um talsvert val að ræða, en það var ekki fyrir
30-25 árum, þegar við Aðalsteinn Davíðsson og
Páll Bjarnason vorum í ritnefnd saman til að
hleypa þessu blaði af stokkunum.
Nú finnst mér eða minnir mig það hafi orðið
hlutskipti mitt í þessari ritnefnd, sem ég held að
hafi verið ágæt ritnefnd eftir atvikum, að vera
mest í sjálfu stokkabramboltinu, það er að segja
símtölum og hlaupum frá Garði yfir í Þingholt að
aðsetri Jesúprents (Prentsmiðju Jóns Helga-
sonar) til að reyna að kreista barnið út um burð-
arliðinn. Ég hef eflaust tekið mér það allt miklu
þyngra en ástæða var til. Yngri kynslóðir hafa
lært betur að lifa, hvað slíkt snertir.
Barnið komst út og í brók sem hefur enzt því
til þessa. Ódýra og auðframkvæmanlega kápu-
lausnin sem varð til í milli okkar Hadda
(Hallgríms) Tryggva frá Akureyri, er eiginlega
enn á blaðinu, þótt breytt sé, og annað form
blaðsins er líka að mestu óbreytt. Brotið er það
sama og setningin í tvo dálka. „Ritnefndin
væntir þess, að það form, sem blaðinu hefur
verið valið, reynist heppilegt“, stendur í lokum
aðfararorða á bls. 3 í 1. tbl., með svofelldri
skólakommusetningu. Ritnefndinni sýnist hafa
orðið að ósk sinni.
Um efnisföng til blaðsins man ég það, að ég
efaðist aldrei um að þau gætu orðið meiri en
næg. Hins vegar voru á mér einhverjar vöflur í
upphafi um, hvort ekki væru í rauninni nógir
vettvangar til í landinu fyrir það sem menn vildu
koma á framfæri. Auðvitað mátti vel líta þannig
á, en það varð ofan á fyrir mér, hve heppilegt
mundi vera fyrir nemendur að hafa þennan
sérstaka vettvang. Það hefur líka sýnt sig. í
blaðinu hefur komið fjöldi merkilegra ritgerða,
sem vafamál er, hvort hefðu komið út á öðrum
stöðum, auk þess sem bramboltið við að búa til
41