Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 42

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 42
tímarit er sjálfsagt ætíð hollur félagsmiðdepill á margan hátt. Þegar ég lít á efni 1. tölublaðs er engin ástæða að skammast sín fyrir það, enda var þá sitthvað á döfinni sem þarflegt var að taka til meðferðar, svo sem um Handritastofnun íslands og hvað sú stofnun skyldi fá að heita, um námstilhögunina í íslenzkum fræðum, partar úr bókmenntarit- gerðum og fyrirlestrum nemenda, og auk þess auðvitað nokkur ljóð. Þótt form blaðsins það ytra sé enn að miklu samt og þá, hefur það vitaskuld hrært sig með í þeim öldusveiflum sem yfir hafa gengið á þessum 25 árum. Ein breyting er sú, sem óðar grípur augað til sín, eins konar andlitslyfting, eða réttara andlita-. Þegar ég lít nú á myndir samnemenda minna í blaðinu (Svavar, Vésteinn, FinnurTorfi sem lagði okkur ljóðin sín, Ólafur Pálmason, Njörður, Eysteinn Sigurðsson) bregður mér við, hve svipur þeirra allra er alvöruþungur, en auðvitað eru þeir ungir ogfagrirogeinlæglegirumleið. í 31. tbl. 1983 sé ég ekki betur en öll brosi þau bjart sem þar eiga efni og mynd sína með, nema Ragnhildur Richter, sem er ábúðarfull eins og gömlu menn- irnir þegar hún er að fara að ræða kvenmynd Svartra fjaðra. Bros Eiríks Rögnvaldssonar er e.t.v. fremur íbyggið en bjart, en þó fylgir því birta sem ekki var í myndunum gömlu. En nóg um það. Andlitin hafa lyfzt upp í bros, og ég vona það viti á gott og sé góðs vitni. í 1. tbl. skrifaði Aðalsteinn Davíðsson um þörfina á sérlestrarstofum fyrir nemendur. Sú þörf kallar enn jafn brýnt að okkur, og það sýnist nú eiginlega jafnfjarlægt og þá að þörfinni verði fullnægt. Lestrarsalir án bóka eru til lítils. í þessu efni þarf að taka fast á til þess að Háskóli íslands komist í hálfkvisti við aumustu háskóla á Norðurlöndum í slíkum ómissandi aðbúnaði að nemendum og að háskólastarfinu öllu. Um að- búðina hefur vitanlega margt breytzt, en ekki hefur þó þetta unnizt, sem e.t.v. skiptir þó allra mestu máli við háskólavinnu. Ég hrindi frá mér þessari dapurlegu hugsun, neyði hana til að víkja fyrir votti af hálf-föðurlegri sjálfumgleði yfir því að barnið skyldi komast í brók og vinna það gagn sem ég hygg það hafa gert í aldarfjórðung. AFMÆLISÁSKRIFT Gerstu áskrifandi a6 160. AFMÆLISÁRGANGI SKÍRNIS 1986! Hverjum Skírni fylgir BÓKMENNTASKRÁ, um allt, sem ritað er á íslensku um bók- menntir, leiklist og kvikmyndir næstliðins árs. Efni SKLRNIS er fjölbreytt. Þar eru ævisögur og ritgerðir um heimspeki, bók- menntir, fornar og nýjar, sagnfræði, þ.á.m. almenna menningarsögu, stjórnspeki, sögulega landfræði og listir. Enn fremur eru þar ljóð og umsagnir um bækur. H.I.B. fagnar 170 ára starfsafmæli þetta árið. Því býður félagið nýja áskrifendur SKÍRNIS velkomna. Hverri nýrri áskrift fylgja ÓKEYPIS þrír eldri árgangar*. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 - Sími 21960 *Skímir kemur út einu sinni á ári. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.