Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 35

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 35
Ólafur Halldórsson: Tala flutt á 25 ára afmælishátíð Mímis Mér er sagt, og raunar hef ég lesið það í því ágæta blaði Mími, að ég hafi eitt sinn fyrir löngu verið formaður félags þess sem í kvöld heldur hátíðlegt tuttugu og fimm ára afmæli sitt. Ég treysti mér ekki til að rengja, að þetta muni vera söguleg staðreynd, en ekki man ég eftir einu einasta atviki, hvorki fundi né fylliríi í þessu félagi í minni formannstíð, og satt að segja man ég ekki eftir að ég hafi nokkru sinni verið for- maður þess. Ég hef grun um að st jórnin hafi ekki verið sérlega athafnasöm það ár, og raunar má ráða það af annál félagsins, sem Aðalsteinn Davíðsson tók saman þegar félagið var tvítugt og birti í áðurnefndu blaði. Þar er ekki að sjá að neitt frásagnarvert hafi gerst í minni formanns- tíð. Hins vegar rámar mig í að ég hafi einu sinni verið í þessu félagi, t.d. man ég nokkuð greini- lega eftir stofnfundi félagsins sem var haldinn í setustofu Nýja Garðs. Ég man sérstaklega eftir að Björn Þorsteinsson, síðar doktor philoso- phiæ, talaði þar mikið og var fullur af góðum hugmyndum sem hann vildi hrinda í framkvæmd, en ekki man ég lengur hvaða hug- myndir þetta voru. En Björn vildi tala við menntamálaráðherra og þingmenn og var held- ur bjartsýnn, nema hvað hann taldi að ekki mundi mikið hafast upp úr að tala við framsókn- armenn, sem hann taldi fjandsamlega vísindum og menningu yfirleitt. Á þeim árum þoldi ég ekki að talað væri illa um framsóknarmenn og stóð upp og ávítaði Björn, en hann varð styggur við. En þetta var upphafið að löngum og ágætum kunningsskap okkar Björns. Félagið var eins og menn muna stofnað 1946, en það haust innrit- uðust óvenjumargir nýir menn í deildina, þar á meðal garpar eins og Baldur Jónsson, sem var nefndur hinn skammi, til aðgreiningar frá öðrum mönnum með sama nafni, bróðir Magnúsar frá Mel, Gísli Jónsson frá Hofi, nú kennari við Menntaskólann á Akureyri, Sigurjón Jóhann- esson, núverandi skólastjóri á Húsavík, Þórhall- ur Guttormsson, kennari við Verzlunarskólann, Guðrún Þorvarðardóttir, gift Hermanni Pálssyni í Edínarborg, Þorbergur Kristjánsson, flutti sig fljótlega í Guðfræðideild og er nú sálu- sorgari Bjarna Ólafssonar í Kópavogi og veitir ekki af, Þórir Daníelsson, sem í menntaskóla gekk ævinlega undir nafninu Þórinomoj Daní- elovitch, var eitt ár í deildinni og kunni hraðritun og skrifaði allt orðrétt upp eftir kennurum, mun síðan hafa lesið það allt næsta sumar, og kom ekki framar í deildina. En fyrir var í deildinni margt ágætra manna. Thór Vilhjálmsson rithöf- undur mun þá hafa verið skráður nemandi, en var hættur að sækja tíma. Virðulegustu menn deildarinnar voru að sjálfsögðu Runólfur Þór- arinsson og Finnbogi Guðmundsson. Þar voru þá einnig við nám Jón Aðalsteinn Jónsson og Þórhallur Vilmundarson. Þórhall sá ég aldrei í tímum og þekkti hann ekki í sjón, fyrr en ég sá hann á prófi, þar sem hann kom upp í Jörundi hundadagakonungi hjá Þorkatli prófessor Jó- hannessyni, en það var eitt fyrsta próf sem ég hlustaði á í háskólanum, og þvílíka frammistöðu hafði ég aldrei heyrt áður á prófi og sá fram á það, að ég mundi aldrei þora í próf ef þetta væri sú kunnátta sem yfirleitt væri krafist. Hermann Pálsson mun hafa haft mest orð á sér fyrir 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.