Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 12
segja til um hvað það er sem hefur áhrif á manns
eigin skáldskap því að maður gengur ekki að
hlutunum stelandi. Áhrifin eru ekki markviss,
þó að einhverjir höfundar hljóti að hafa meiri
áhrif á mann en aðrir. Tilfinningalega hefur til
dæmis Steinbeck haft mikil áhrif á mig. Ég verð
bæði langt niðri og hátt uppi þegar ég er búin að
lesa hann. En því miður held ég að hann hafi
ekki haft áhrif á það sem ég skrifa. Ég segi því
miður því að það er nefnilega um að gera að
verða fyrir áhrifum. Ég hugsa að það séu allt of
margir feimnir við að viðurkenna slíkt. En menn
verða þá að reyna að verða fyrir góðum áhrifum
frá góðum höfundum án þess að stæla þá. Stæl-
ing er og verður púkaleg. Það er ekkert gaman
að sjá sæmilega höfunda stæla sæmilegri höf-
unda eða góða stæla betri. Ég held að hver ein-
asti maður sem skrifar verði fyrir áhrifum af
einhverjum öðrum sem hefur annaðhvort gert
betur eða verr. Og ef þú hugsar útí það þá er
raunar annað fjarstæða, absúrd.
— Hvað finnst þér um stöðu íslenskra bók-
mennta í dag?
Mér finnst þær afskaplega frjóar og ég held að
þær séu það. Allt er leyfilegt og engin ákveðin
stefna virðist vera ríkjandi þó kannski megi
segja að ákveðin stefna eða lína sé vinsæl en svo
hefur ævinlega verið. Ég held að lesendur í dag
séu mjög umburðarlyndir, séu alltaf til í að lesa
eitthvað nýtt. Að sama skapi má segja að þeir
hafni hlutunum á nákvæmlega sama hátt og les-
endur hafa alltaf gert. Falli þeim ekki bók fella
þeir hana og grípa næstu. Ég held að það sé
margt mjög gott að gerast í nútímabókmenntum
og eigi eftir að verða betra. Fólk virðist ófeimið
við allskyns tilraunir varðandi til dæmis formið
og hefur þar nýtt sér hlut eldri höfunda íslenskra
og orðið fyrir áhrifum meðal annars frá suður-
amerískum og þýskum bókmenntum. Tilraunir
ungra höfunda eru auðvitað bráðnauðsynlegar.
Fæstir hoppa alskapaðir í dýrindis búnaði inn á
ritvöllinn. Fólk prufar sig áfram og að því leyti
eru sumir okkar eldri höfunda síungir. Sífrjóir
vegna þess að þeir hafa ekki fundið sannleikann
eina þrátt fyrir fjölda bóka og miklar vangavelt-
ur. Ég er hrifin af þessu en þetta er ekkert eins-
dæmi í bókmenntum því auðvitað gildir það
sama í öðrum listum til dæmis myndlist. Það er
gaman að ganga um sal og segja við sjálfan sig
„þarna var karlinn eða kerlingin í gula tíman-
um“ vitandi að skömmu síðar þróaðist frá þeim
gula sá ferkantaði. Með þessu á ég helst við að
höfundur verður að takast á við form og efni
ófeiminn og af drengskap þótt honum bjóði í
grun að lesandinn hafni bókinni að sinni og kjósi
sér aðra í kvöldlestur. Fæstar bækur eru svo
sjarmerandi að þær fái að liggja við hlið hvers
einasta lesanda í bænum þegar þeir slökkva
ljósið á kvöldin. Á meðan það eru ekki hömlur
held ég að alltaf sé von á góðu.
— Hvað áttu við með því?
Ég á til dæmis við tíma hins svokallaða nýja-
raunsæis. Þótt það tímabil stæði ekki lengi yfir
var það á margan hátt teppandi. Þetta er kannski
mótsögn af þeirri einföldu staðreynd að raunsæi
felur í sér upplýsingu. En upplýsing fellur kylli-
flöt um sjálfa sig ef hún verður síbylja. Það er
gott og gilt að skrifa um kúgaðar konur, eldavél-
amar þeirra og skilningslausa eiginmenn. Það er
líka af hinu góða að skrifa um það sem miður fer
í þjóðfélaginu. En það er ekki sama á hvern hátt
þetta er gert. Á umræddu tímabili var alls-
ráðandi einhver skringileg flatneskja og það sem
furðulegra var þá töldu ýmsir mætir menn fólki
trú um, að svona væri lífið og að þetta vildu allir
lesa. En lífið er ekki skýrsla. Það er merkilegt og
12