Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 27

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 27
gefið varð, eða gleymt. Ég náði honum skammt austan við plássið, á sjávarhömrum neðan við höfnina, einmitt þar sem fyrst sér í jökulinn heilan. Þar eru í berginu brimsorfnar gjár eða göng og gengt kringum op þeirra, og sér djúpt niðrí brimið hvítfyssandi æpa í bergið. Hann stóð þar við þrengstu göngin og einblíndi í hafrótið þögull, án þess að verða mín var. Og af því ég vissi ekki hvernig ég skyldi bera mig að né hvað ég ætti helst að segja, lét ég fyrst nokkur orð falla um þessa stórbrotnu náttúru- smíð: Merkilegt hvernig sjórinn getur mótað klettana, sagði ég einsog feiminn skólapiltur við skólastjóra. Hann leit til mín snögglega svörtum augum og þagði um stund, muldraði svo lágt ógnarrómi: Nei kallinn minn, þau eru djöfulsins og ætluð til þess að menn kasti sér ofaní þau. Til þess að menn rúlli sér ofaní þau í hjólastól. Og áður en mér gafst tóm til svars var hann genginn, hægum skrefum götuna milli húsa þar til hann hvarf sjónum rnér á veginum undir rauðgráu felli. Ég hef ekki séð hann síðan. Sjálfur gat ég með engu móti dvalið þarna lengur. Það var einsog staðurinn hefði misst seiðmagn sitt og þangað væri ekki framar neitt að sækja. Ég fór að morgni næsta dags, kvaddi Loga þöglu handabandi í stofu hans; hann var einsog hann átti að sér og ekkert hefði í skorist, nema hvað hann lyfti sér ekki lengur í stólnum. IV Eftirmáli, en hvar er lausnin? Að hausti hverfur móðan af jökli um hríð, og hvítur jökulísinn dregur í sig blámann úr hafi og himni, þá veit ekki sólin hvar hún á spegla sig; en svart hraunið allt um kring. Við rætur jökulsins er lítið fell, það er rauðgrátt, og falin undir því nokkur hús og húsleysur við staparíka strönd. Þar breytist ekki neitt, ekki einu sinni mennirnir. Þeir eldast vitanlega og deyja; sumir eldast ekki en deyja samt. Og hlerar fyrir gluggum húsanna en ljós á stöku stað, þar búa einsetukarlar. Og krían hefur sig á brott því hún þarf ekki lengur að taka á móti gestum. Og fýllinn og ritan yfirgefa trillutóma höfnina, utan nokkrir einsetufuglar sem stritast við að mála sjávarhamra hvítu driti sem brimið býr sig undir að hreinsa. Og við ströndina eru í berginu brimsorfnar gjár eða göng og gegnt kringum op þeirra svo sér niðrí hyldýpi sjávar svart og kalt. Og voldugt brimið mildar hvern stein sem það gleypir, en eyðir öðru. Stundum teygir það sig upp um opið svo frussar til lofts og fellur í grasið umhverfis, einsog hveragos úr logandi jörð, en þegar öldu- rót lægir glittir í gjörð fasta á máðum steini og komnir eru ryðblettir í teinana. Það hvílir yfir staðnum ró einbúans. Reykjavík, 15. október 1986 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.