Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 34

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 34
4. Á hraðferð um veginn fyrir ofan Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, í ágúst 1983: Hallgrímur var Hólasveinn, hrösull ærslakálfur, en hann varð lind og hann varð steinn og himinblærinn sjálfur. 5. Til vinar míns, eftir ferð með honum í Blikdal snemma maímánaðar 1984: Gengum við upp að gljúfri. Golan var þýð — og smá grösin byrjuð að gróa glaðleg, sum fjólublá. Sílamávarnir sátu sælir í klettaþró ellegar flugu þar frjálsir . . . flygsur af vængjuðum snjó! Við félagar vorum ekki gleggri náttúruskoð- arar en svo, að við þóttumst horfa á sílamáva í árgljúfrinu, en fregnuðum seinna að við hefðum gatað, þarna verpti fýll! 6. Á Hallormsstað, sumarið 1984: Ég fagna því að gista, guð veit það, í grænum skógarsal á Hallormsstað og reika þar um stíga frjáls í friði. Já hlýtur ekki hjarta manns að kætast: það heldur til í draumi — sem er að rætast — um fagran dal sem fyllist aftur viði. 7. Á júnínóttu 1985 í Húsafellsskógi. Það rigndi — og hafði verið setið að veizlu: Þótt renni af laufi regnfallið silfurgráa og reyndar vér nokkuð innanblautir séum, er gaman á milli grænna birkitrjáa. Gaukar og þrestir syngja nú Te deum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.