Mímir - 01.11.1986, Page 34

Mímir - 01.11.1986, Page 34
4. Á hraðferð um veginn fyrir ofan Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, í ágúst 1983: Hallgrímur var Hólasveinn, hrösull ærslakálfur, en hann varð lind og hann varð steinn og himinblærinn sjálfur. 5. Til vinar míns, eftir ferð með honum í Blikdal snemma maímánaðar 1984: Gengum við upp að gljúfri. Golan var þýð — og smá grösin byrjuð að gróa glaðleg, sum fjólublá. Sílamávarnir sátu sælir í klettaþró ellegar flugu þar frjálsir . . . flygsur af vængjuðum snjó! Við félagar vorum ekki gleggri náttúruskoð- arar en svo, að við þóttumst horfa á sílamáva í árgljúfrinu, en fregnuðum seinna að við hefðum gatað, þarna verpti fýll! 6. Á Hallormsstað, sumarið 1984: Ég fagna því að gista, guð veit það, í grænum skógarsal á Hallormsstað og reika þar um stíga frjáls í friði. Já hlýtur ekki hjarta manns að kætast: það heldur til í draumi — sem er að rætast — um fagran dal sem fyllist aftur viði. 7. Á júnínóttu 1985 í Húsafellsskógi. Það rigndi — og hafði verið setið að veizlu: Þótt renni af laufi regnfallið silfurgráa og reyndar vér nokkuð innanblautir séum, er gaman á milli grænna birkitrjáa. Gaukar og þrestir syngja nú Te deum.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.