Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 14
á sama hátt? Höfundur verður að mega nota
hund, kött, hest eða apa í sögum sínum án þess
að einhverjir haldi að eitthvað dularfullt búi að
baki.
— Nú hefur þú fengið góða gagnrýni en hvað
finnst þér um gagnrýni svona almennt?
Mér finnst hún misjöfn. Það er náttúrulega
mikið álag á þeim gagnrýnendum sem skrifa í
blöðin. Þeir skrifa kannski um hundrað bækur á
fáum dögum blessaðir mennirnir og þá kannski
freistast þeir til að sleppa því að lesa þær vel en
skrifa um þær samt. Þetta er einsog þegar menn
skrifa um myndlistarsýningar áður en þær opna,
áður en myndirnar eru hengdar upp á vegg. En
það er grundvallarforsenda að menn lesi það vel
sem þeir ætla sér að skrifa um. Mér hefur oft
fundist gagnrýni um bækur sem ég hef sjálf lesið
vel hálf losaraleg og oft einsog söguefnið skolist
eitthvað til hjá gagnrýnandanum. Það er nátt-
varð slæmur í maga í hvert skipti sem hann
heyrði minnst á ungan höfund og nýja bók.
Hann var Njálufan og fannst allt annað hjóm.
En auðvitað hafa birst ágæt greinasöfn um
þróun í nútímabókmenntum og mér sýnist núna
að menn þoki sér nær og það er spennandi.
— Hvað með kvennabókmenntafræðina?
Þar hafa komið fram nýjar kenningar um
„konuna úti í kuldanum“ sem eru margar hverj-
ar mjög áhugaverðar. En það er bara með þessar
kenningar einsog allar aðrar að gangi menn
fáklæddir til liðs við þær en komi í herklæðum út
er viss hætta á ferðum. Menn verða að reyna að
einangra sig ekki algjörlega við einhverja eina
ákveðna teoríu. En það þarf svo sem enga
kenningu til því menn vita að konan hefur verið
undirmálsmaður í bókmenntum einsog annars-
staðar. Það virðist hins vegar vera að breytast
núna sem eflaust má þakka þeim manneskjum
sem hafa ýtt þessum fræðum úr vör.
úrulega bilun! En þeir eru eins misjafnir og þeir
eru margir. Ef gagnrýni er skrifuð af einlægni og
heiðarleika þá gengur hún upp alveg óháð því
hvort um er að ræða menntaðan gagnrýnanda
eða ekki. Annars eiga menn ekki að skrifa um
bækur sem þeim finnst ekki þess virði að skrifað
sé um. Slíkt gerir engum gagn og gagnrýnandan-
um sennilega mest ógagn. Gagnrýnandinn þarf
líka að kunna að þegja. Orð hans eru stundum
gersamlega óþörf einsog annarra.
— Hvað með bókmenntarannsóknir, fylgist
þú mikið með því sem er að gerast í þeim efnum?
Það kemur reyndar ekki mikið út hér á landi
en maður les það sem kemur. Það er minna verið
að rannsaka það sem er, núið, sem er kannski
eðlilegt því menn vilja rannsaka þá sem eru
dauðir og svo þá sem notið hafa mikils ástríkis.
Það er einsog menn hafi ekki mikinn áhuga á
nútímabókmenntum rétt einsog karlinn sem
— Hvað finnst þér um þessi hugtök, karla- og
kvennabókmenntir?
Mér finnst þau vond. Bókmenntir eru bók-
menntir. En ég held að þetta verði aðskilið svo
lengi sem þörf er á því. Á meðan að konur þurfa
að berjast fyrir þegnrétti í bókmenntum þá gera
þær það. Á meðan að það finnast kúgaðar
manneskjur í heiminum þá munu höfundar
skrifa um þær. Og á meðan menn halda því fram
að konan sé heldur kúgaðri en karlmaðurinn þá
sést það í bókmenntunum. Því hvernig sem
bókmenntirnar eru þá endurspegla þær alltaf
raunveruleikann. En það er leiðinlegt og það er
vont að það sem á að vera jákvætt einsog hug-
takið kvennabókmenntir verði neikvætt af því
að fólk kýs að taka því þannig. Hér á auðvitað að
kjósa af skynsemi.
— En finnst þér vera einhver munur á
sköpun karls og konu?
Já, ég sé mun á yrkisefnum, máli og stíl. Hins
14