Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 39

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 39
brigðum, því að skólameyjar voru farnar á dansleik, nema örfáar sem af einhverjum orsök- um voru ekki ballfærar. Parna á Staðarfelli var samt slegið upp balli um kvöldið; þar var til grammófónn gamall, sem var trekktur upp með sveif, en nálina varð að binda við hljóðdósina með tvinna, sem stundum losnaði í miðju lagi. Orgelgarmur var þarna líka, sem Aðalgeir Kristjánsson spilaði á, aðallega Strássvalsa, minnir mig. Við sváfum í svefnpokum á gólfi í aðalsal hússins, nema fáeinir menn voru valdir til að sofa í rúmum þeirra meyja sem voru á dansleik; sumir þeirra manna eru nú á Þjóð- skjalasafni. Stúlkur komu heim að áliðinni nóttu og fóru hljóðlega, en ráku upp óp mikil þegar þær ætluðu að skríða upp í rúm sín og voru roknar út áður en þeir sem fyrir voru áttuðu sig. Þá var það að Aðalgeir reis upp og mælti af hljóði: „Þar lágu danir í því!“ Daginn eftir var farið vestur að Skarði á Skarðsströnd, en síðan var snúið heim á leið. Við vitjuðum þá heimboðs prestsins í Hvammi og vorum þar sett við kaffiborð mikið og veglegt. En þegar við höfðum setið þar um stund reis prestur upp og hélt ræðu langa, en í lok ræðunn- ar sagði hann að eftir þennan formála langaði sig til að lesa yfir okkur ræðu sem hann hafði flutt á samkomu þar í sveitinni 17. júní árið áður; það var stíf klukkutíma ræða, en á meðan sátu menn gneypir, enginn hálfnaður með kaffið. Þegar þessari ræðu prests var lokið rak Jón prófessor okkur af stað og vildi ekki bíða hinnar þriðju, né heldur annarra veitinga, sem raunar var ekki að óttast, því að prestur hafði drukkið allt sitt brennivín meðan hann beið eftir okkur þá um daginn. í þessari ferð sá ekki vín á neinum manni. Þá voru kvennamenn ekki búnir að finna upp á því bragði að drekka frá sér vit og neita að sofna í næturstað nema tvær ungmeyjar legðust þeim sín til hvorrar hliðar með klappi og kjassi, sem nú kvað tíðkast í vísindaleiðöngrum Mímis. Þó komu flöskur nokkrar í ljós á heimleiðinni og voru látnar ganga um bílinn í mórauðum sokk- bolum. Þá upphófst söngur mikill aftur í bílnum þar sem sátu nokkrir menn úr klíku þeirri sem var nefnd Brjálaða kompaníið og var frægt mjög í háskólanum á sinni tíð. Einn maður hélt uppi vísindalegum viðræðum alla ferðina að heita mátti, en það var Haraldur Matthíasson doktor udi filosofien og kennari á Laugarvatni, og ræddi ýmist um Sturlungu eða setningafræði og stíl, þangað til mannskapurinn varð leiður á vísind- unum og hóf söng mikinn og sunginn textinn: Haraldur er hámenntaður, undir laginu Ólafía hvar er Vigga. Á þeim sex árum sem ég var í háskólanum voru einungis famir þessir tveir vísindaleiðangr- ar. Einhverja lús minnir mig að félagið fengi úr ríkissjóði upp í ferðakostnað. Við gengum eitt sinn þrír saman á fund menntamálaráðherra, sem þá var Björn Ólafsson, og báðum hann um styrk til vísindaferða og lýstum fyrir honum nauðsyn þessara ferða, en hann glotti ógeðslega upp á okkur og lét okkur fyllilega skilja að öllu meiri bjána hefði hann aldrei talað við. Eftir það viðtal smakkaði ég ekki coca-cola í hátt á annan áratug. En í alvöru að tala held ég að þessar ferðir séu og hafi verið einn allra mikilsverðasti þátturinn í náminu í deildinni, því að satt að segja hefur maður ekki hálflesið okkar gömlu bókmenntir fyrr en maður þekkir sögustaðina af eigin raun. Ég get ekki séð að það komi málinu við, eða að vísindalegur árangur verði á nokkurn hátt minni fyrir það, þótt þessar ferðir séu skemmtilegar. Nú ætti ég eiginlega að hverfa frá þeim jóla- bókastíl sem þessi tala hefur hingað til verið samin í og taka upp ungmennafélagsræðustíl, rifja upp hugsjónir þær sem vöktu fyrir stofn- endum félagsins og rekja síðan hvernig þær hefðu smátt og smátt komist í framkvæmd. En gallinn er sá að ég man ekki til að stofnendur félagsins hafi haft neinar hugsjónir aðrar en þá að koma fyrirlestrum prófessora á prent, en sú hugsjón hefur að litlu leyti ræst og alls ekki fyrir tilstuðlan félagsins, svo að ég viti. Hins vegar hafa félagsmenn komið sínum eigin ritsmíðum á prent í blaði félagsins, og ég hygg að það sé eitt besta blað háskólanema sem nú kemur út í ver- öldinni; t.d. sé ég ekki betur en að umsagnir um bækur séu betri í Mími en í nokkru öðru blaði eða tímariti sem nú kemur út hér á landi, og þeim standard verður blaðið að gera svo vel að halda. Greinar í blaðinu eru að sjálfsögðu mis- jafnar; ritstjórnaragi mætti vera dálítið meiri. En blaðið er samt svo gott, að það verður að teljast ómissandi í bókasafni hverrar einustu stofnunar sem á einhvern hátt kennir sig við íslensk eða norræn fræði, og hér á landi ætti það að geta náð miklu meiri útbreiðslu en það hefur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.