Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 52

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 52
deildarinnar úr þremur í sex. Um svipað leyti fjölgar mjög þeim sem ljúka prófi í íslenskum fræðum og það er ljóst að hvort tveggja tengist því að menntun í deildinni verður í auknum mæli kennaramenntun. Aukin áhersla er þá lögð á nútímamál og bókmenntir og sögu seinni tíma. Þetta var vitaskuld nauðsynleg þróun og mikil- væg, en óbeint hefur hún líklega leitt til aukinnar einangrunar deildarinnar frá alþjóðlegum fræðum. Ekki vegna þess að þeir sem nú hófu störf hafi verið meiri einangrunarsinnar en þeir sem fyrir voru, heldur leiddi það fremur af eðli viðfangsefnanna, sem ekki voru alþjóðleg í sama mæli og forn tunga og bókmenntir, og af þeirri fræðastefnu sem ríkjandi var um þessar mundir og að framan var getið. Sú þverstæða, sem felst í hugtakinu þjóðleg vísindi, var nú að koma skýrar fram og það fór nokkurn veginn saman við þau tímamót þegar deildin var að verða sjálfri sér næg um menntun prófessora og ann- arra starfsmanna til kennslu og rannsókna. Sig- urður Nordal lét af kennslustörfum um miðjan fimmta áratuginn, og er rétt að hafa í huga að hann var alla tíð andvígur pósitívisma og því að sumu leyti í meiri samhljóm við nýjustu strauma í fræðunum á eftirstríðsárunum en þeir sem þá önnuðust kennslu í deildinni. Þótt fræðimennska kennd við pósitívisma hafi verið áhrifarík við evrópska háskóla allan fyrri hluta þessarar aldar gætti jafnframt allan þann tíma andófs innan húmanistískra fræða. í mál- vísindum var t.d. formgerðarstefnan farin að hafa mikil áhrif á Norðurlöndum á tímabilinu milli heimstyrjalda og í bókmenntafræði gætti smám saman meiri áhrifa frá nýrýni og öðrum straumum sem fólu í sér andóf gegn ævisögulegri bókmenntakönnun. Hræringar þessar voru á margan hátt aðdragandi þeirra miklu breytinga sem verða á fræðilegum viðhorfum og vinnu- brögðum hvarvetna austan hafs og vestan á árabilinu 1965 til 1975 (svo að valinn sé einn tugur ára þegar allmikið gekk á í háskólum). Slíkir straumar finna sér vitaskuld margar leiðir inn í starfsemi háskóla, en miklu varðar að kennaraliðið taki þátt í því starfi og þeirri um- ræðu sem þær valda. Það var því mjög mikilvæg- ur viðburður í sögu deildarinnar þegar Hreinn Benediktsson var skipaður eftirmaður Alex- anders Jóhannessonar árið 1958, maður sem hafði hlotið alla sína háskólamenntun erlendis og numið hjá ýmsum fremstu málvísinda- mönnum samtímans. Hreinn kom til kennslunn- ar í Háskóla íslands beint undan handarjaðri Roman Jakobsons, vísindamanns sem tekið hafði persónulega þátt í ýmsum af merkustu bylting- um í málvísindum og bókmenntafræði allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Það var vitaskuld örvandi að fá þannig hina nýjustu fræðilegu strauma inn í deildina, þótt ekki væri nema á einu sviði fræðanna; það hlaut að hafa áhrif á fleiri sviðum, enda tók nú brátt, með nýjum kennurum í sagnfræði og bókmenntum, að gæta meiri fræðilegrar umræðu og gagnrýni en áður hafði tíðkast. í kjölfarið fylgdu svo skipulags- breytingar á náminu sem Hreinn Benediktsson hafði forystu um gegn talsverðri andstöðu sumra annarra kennara í deildinni. Þessar breytingar komust þó á með nýrri reglugerð árið 1965. Með reglugerðarbreytingunni 1965 og ýms- um breytingum sem fylgdu næsta áratug eða þar um bil var öðrum þræði verið að koma til móts við þarfir fyrir kennaramenntun sem ekki tæki jafnlangan tíma og fyrra embættispróf, en jafn- framt var gefinn aukinn kostur á að tengja þætti hinna íslensku fræða við aðrar greinar á fyrri hluta náms en auka sérhæfingu á síðari hlut- anum. Auk þess sem frumkvöðlar breytinga sáu (réttilega eins og síðar kom í ljós) að eftirspurn eftir kennurum með háskólamenntun í a.m.k. tveimur kennslugreinum mundi aukast stórlega á þeim tíma sem í hönd fór, hafa þeir vafalaust talið að íslensk fræði í heimspekideild hefðu ein- angrast svo að vafasamt væri að menntun sú, sem deildin veitti, gerði nemendur hennar sam- keppnisfæra við fræðimenn menntaða annars staðar. Með hinni nýju námsskipan var reynt að auka sérhæfingu með því að gefa sagnfræði, málvísindum og bókmenntafræði aukið sjálfstæði sem vísindagreinum: íslandssaga var tlutt úr sambýlinu við málfræði og bókmenntir og sameinuð almennri sögu, en íslenskar bók- menntir og málvísindi voru áfram kennd sem ein grein á B.A. stigi, með tilliti til kennslu í skólum og fleiri þátta, en greind að á framhaldsstigi. Til að breikka menntunargrundvöllinn og efla al- þjóðlega þætti kennslunnar var síðan komið á fót kennslu í heimspeki, almennri bókmennta- fræði og almennum málvísindum sem sjálfstæð- um prófgreinum sem m.a. var hægt að velja ásamt íslensku eða sagnfræði. Enn var á sama 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.