Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 38

Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 38
Gorillas. Þetta lék Þórður með tilþrifum sem lengi voru í minni höfð. Fljótlega kom í hlut félagsins að sjá um rannsóknaræfingar með Fé- lagi íslenskra fræða. Þar var stundum gaman. Prófessorar gerðust ræðnir og altillegir við stúd- enta og buðu þeim dús, en þéruðu þá eftir sem áður næsta dag. Þessu tóku allir vel, nema Jón Aðalsteinn; hann var farinn að segja nei, þegar prófessorar buðu honum dús eftir miðnætti á rannsóknaræfingum. Drykkjuskapur á þessum samkomum var stundum við of, því að eins og segir í náttúrufræði þeirri sem börn okkar lesa í skólanum: „Menn sem neyta áfengis geta orðið drukknir." Og einu sinni var ákveðið að selja einungis létt vín; á þeirri æfingu var Árni heitinn Pálsson og þótti drykkurinn þunnur, en varð þó kófdrukkinn að lokum, eins og allir aðrir. Létta vínið gafst illa, og urðu allir fordrukknir, nema Steingrímur Sigurðsson, síðar blaðamaður og málari, sem þá var í deildinni. Síðasta æfing á minni skólatíð var haldin á Kafé Höll; ég var þá í próflestri, en leit inn um miðnætti, bláedrú, og mætti þar fyrst ungum manni, sem var nýkominn í deildina. Hann var grátandi og sagðist vera frændi Gests Pálssonar og tilfinningamaður eins og hann. Hann hætti í deildinni eftir þessa æfingu og tveir aðrir, ef ég man rétt, sem höfðu talað af lítilli kurteisi við prófessores. Eftir þessa stórveislu lögðust rannsóknaræfingar niður um langt skeið. Á þessum árum var kvenfólk fátt í deildinni; yfirleitt voru konur ekki fleiri en svo að á rannsóknaræfingum gat Sigurður Nordal, sem þar var auðvitað hrókur alls fagnaðar, haldið utan um þær allar í einu, en aðrir höfðu hvorki geð þeirra né gaman; það var helst að sumir reyndu að sæta lagi þegar þær þurftu að ganga á afvikna staði. Einstöku maður varð lunkinn við að skjótast með þær á bak við hurð eða í önnur skúmaskot þegar færi gafst. Á minni tíð stóð Mímir fyrir tveimur vísinda- leiðöngrum. Fyrri ferðin var farin á Njáluslóðir, og að sjálfsögðu var Einar Ólafur leiðsögumað- urinn. Þá komum við vitanlega að Hlíðarenda, og þar sýndi bóndinn okkur staðinn þar sem Sámur, hundur Gunnars á Hlíðarenda, var drepinn, gott ef blóðið úr hundinum var þar ekki ennþá. Þaðan var farið niður í Landeyjar og að Bergþórshvoli, og að sjálfsögðu var dalurinn í hvolnum skoðaður einkum vandlega. Þá sá ég í hendi mér, það sem ég vissi ekki áður, að Njála mundi ugglaust vera skrifuð af Flóamanni, því að einmitt svona lautir, eins og sú í hvolnum á Bergþórshvoli, heita dalir á máli Flóamanna. Síðar komst ég að því með aðstoð blágrýtis- kenningar Björns Þorsteinssonar, á hvaða bæ sagan mundi vera skrifuð, en Björn hefur sýnt fram á það af mikilli skarpskyggni að fornbók- menntir íslendinga eru blágrýtisbókmenntir, það er að segja að þær eru allar skrifaðar á blágrýtissvæðunum; það litla sem hefur verið skrifað á móbergssvæðunum er lélegt og telst varla til bókmennta. Nú er blágrýti einkum á einum stað í Flóanum, en það er þar sem nú heitir Traustholtshólmi, en var áður stórbýli og hét Traustholt; þaðan sést yfir megnið af Rang- árvallasýslu og allar fjarlægðir sýnast stuttar. Þetta er merkileg kenning og skýrir margt sem hefur vafist fyrir fræðimönnum, meðal annars staðfræði sögunnar sem ekki skilst fyrr en horft er af Traustholti austur yfir Þjórsá. Einar Ólafur vildi sýna okkur læk þann, þar sem Kári Sölmundarson slökkti eldinn í klæðum sínum eftir að hann slapp úr brennunni. Við gengum að bæ þeim sem heitir Káragerði, en þar var ekki manna úti á bænum. Þar var hesthús í túni, langur torfkofi og fallega byggður, og snéru dyr í vestur, en kolamyrkur var í kofanum. Þar snaraðist Einar inn og kom aftur út úr myrkrinu með mann sem hafði falið sig þar inni við gafl þegar hann sá til mannaferða, en reyndist bæði ræðinn og fróður þegar til kom. Þetta var eins dags ferð, og kom ei vín á grön nokkurs manns. Önnur ferð var farin vestur í Dali. Þá var Jón prófessor Jóhannesson leiðsögumaður, en áður en lagt var af stað fórum við nokkrir niður í alþingishús og hittum þar að máli Þorstein Dalasýslumann Þorsteinsson. Hann fór með okkur yfir landabréf og benti okkur á helstu staði sem vert væri að skoða, meðal annars á Kjartansstein, þar sem hann sagði að Kjartan Ólafsson hefði verið drepinn og tautaði um leið: „Þvílíkur bölvaður óþokkaskapur.“ í þessari ferð var komið á ýmsa sögustaði, svo sem Hjarðarholt í Dölum, Staðarhól og Hvamm. í Hvammi var þá prestur Pétur Tyrfingur Oddsson, sem tók okkur mjög vel, sýndi okkur staðinn og bauð okkur að koma við á heim- leiðinni. Þetta var tveggja daga ferð og var gist í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Þar komum við að kveldi dags, og urðu margir fyrir von- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.