Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 23
Gunnar Þorsteinn Halldórsson:
Smásaga
i
Prologus
Það er sagt að tímarnir breytist og mennirnir
með og það er ekki satt. Að minnsta kosti ekki í
litlu plássi við sjó vestur á Nesi. Þar breytist ekki
neitt. Nema nokkur yfirgefin hús og bílhræ sem
sligast undan vetrarveðrum, ögn álappalegri ár
frá ári. Húsin kannski einni rúðu aumari og hurð
fallin af bílflaki, en ryðrauðan söm og jöfn. Það
tekur enginn eftir þessu í náttúrufegurðinni.
Og mennirnir breytast ekkert. Þeir eldast vit-
anlega og deyja, en það koma nýir í þeirra stað
og eins. Alveg eins. Þeir ganga ávallt sömu leið
til vinnu sinnar, enda ekki nema ein gata og
liggur að höfninni; það er fegursta höfn landsins
því hún er gerð úr klettadröngum og stöpum, og
frystihúsið eiginlega bara klettur. Þar liggja
trillur við bryggju síðdegis. Og krían tekur á
móti gestum og lætur jafnan í ljósi vanþóknun
sína á þeim.
Það er ekki hægt að segja að nokkur búi þarna
nema nokkrir einsetukarlar. Enda varla unnt að
búa þar. En það er heldur ekki hægt að slíta sig
þaðan. Þess vegna kemur fólk ár hvert að vori
með líf í kofa sína og situr fram að hausti. Fólk
hvaðanæva að sem líklega finnur þarna frið. Eða
kemur það kannski til að finna nálægð jökulsins
— hann er svo skemmtilega falinn bak við
rauðgrátt fell og ekki nema örskotsgangur
norður eftir ströndinni þá blasir hann við
augum? Hvítur. Það er sannur jökull. Jökli hefur
verið lýst á íslensku.
Fólk kemur að vori. Og vinnur til að byrja
með við sjósókn, en þegar líða tekur á sumar þá
fækkar róðrum; þá heldur aðgerðarleysi uppi lífi
og anda, og fólk hverfur inní kyrrláta tilveru
náttúrufegurðar og kemst ekki burt, en bíður
hvers kvölds í næði. Þá er náttbirtan fegurst af
því að hún er dimm, og næturroði á himni. Og
fólk læðist úr húsi á nóttum og gleðst, en sumir
setjast á stein og horfa í roðann yfir svartri jörð
og bláum fjöllum. Og þá geta menn ekki annað
en hugsað til liðinna ára, og þeir minnast einskis
nema þess sem er bjart einsog náttleysan; brátt
hvarflar hugurinn að líðandi stund og komandi
tíma og menn eru sáttir við sitt; loks dettur þeim
í hug dauðinn, því enginn getur horft í litfagra
eilífð án þess að hugsa um dauðann, og til að
kvíða honum ekki trúa menn á guð og annað líf.
Slík er fegurðin.
II
Kynning
Ég hef aldrei skilið hvern fjandann Logi var að
kúldrast þarna aleinn í hússkrifli sínu árið um
kring. Hér er svo margt sem gefur lífi mínu gildi,
sagði hann mér eitt sinn einkennilegum rómi;
skelfing var það honum líkt. En ég skildi það
ekki. Engu frekar en útskýringar hans á því sem
hann kallaði erótík náttúrunnar; um áhrifamátt
þess sem maður þráir að sjá en fær ekki séð. Og
þegar hann fór öllum þessum einkennilegu orð-
um um jökulinn sem hið fullkomna kven-
mannsbrjóst þá tók ég að efast um andlega
heilsu hans eitt andartak. En aðeins andartak.
Með hliðsjón af því að hann hafði hvorugt séð
um árabil lét ég af þeirri hugsun í einni svipan.
Og ég virti hann fyrir mér. Og áttaði mig loks á
23