Mímir - 01.11.1986, Blaðsíða 45
væri hann! Þetta vandist aldrei. Kennarar voru
þó flestir alþýðlegir að yfirbragði og nokkrir
afarfúsir að taka kaffi með fræðunum. Að vísu
fór umræðan iðulega langt í norðaustur eða suð-
vestur frá bók, en reyndist oft því gagnlegri sem
lengra var farið. Annars má um kennarana hafa
vísu sem ég lærði miklu síðar og er til í ýmsum
gerðum. Valdimar telur þessa þó besta:
Kennararnir þeir kenna margt,
kannski er það líka ágætt.
Sumir eru þónokkuð smart.
Samt er hitt ekki fágætt.
Stundum þótti mér — og einkum þó þegar
fjallað var um bókmenntir síðari tíma —
kennslustundirnar líkjast einna helst halelúja-
samkomum. Það var engu líkara en búið væri að
ákveða í eitt skipti fyrir öll hvað var gott og hvað
ekki. Þetta æsti upp í mér kvikindið og þegar
mér blöskraði mest gat ég ekki á mér setið. Það
fór um suma þegar ég lýsti því yfir að mér þætti
þetta síendurtekna raus í honum Þórbergi bæði
leiðinlegt og lítils virði. Og líka þegar ég lýsti því
af hjartans sannfæringu að Guðsgjafarþula væri
allrabesta bók Laxness, miklu merkari en allar
fyrri bækurnar til samans. Sanntrúaðir litu mig
vorkunnaraugum og reyndu að stýra mér frá
villu míns vegar. Þetta var ósköp gaman — en
þarna hef ég trúlega rekist á svolítinn anga af
þeirri ófreskju sem stundum er nefnd í blöðum
og kölluð ,,bókmenntastofnun“.
Ég var svo náttúrulega tekinn upp í Þórbergi á
munnlegu prófi og mundi ekkert eftir Skósólun-
um.
Lengst gekk ég í óþokkaskapnum þegar Sölvi
flutti langan fyrirlestur um Matthías og þjóð-
söng Skagfirðinga, Skín við sólu . . . Þá æsti ég
mig upp í mótmæli, sneri út úr flestu sem Sölvi
hafði sagt og rangtúlkaði eftir bestu getu, allt þar
til Óskari blessuðum blöskraði og tók að bera
klæði á vopnin. Þá leið mér eins og í átta ára
bekk þegar ég kom skólabróður mínum til að
gráta í frímínútum og hann grét allan næsta tíma.
Rósa kennari reyndi án árangurs að hugga hann
og hvernig sem hún reyndi að fá mig til að biðjast
fyrirgefningar neitaði ég. Þetta síðarnefnda
hafði hins vegar alvarlegar afleiðingar. Mér var
ekki boðið í afmælið stráksins í mörg ár eftir
þennan dag.
Rannsóknaræfingar þóttu mér merkilegar
samkomur. Að vísu man ég eftir einni sem var
svo leiðinleg að ég skandaliseraði ágætlega og
þykir vænt um það enn í dag. Jafnan voru þær þó
ljúfar og mun betri þær sem haldnar voru með
samræmdum íslenskum mat fornum en hinar
sem hafðar voru með mæjonesi. Trúlega er of
viðkvæmt mál að rifja upp mikið af atvikum á
þessum samkomum svo og þorrablótunum eða
strangvísindalegum rannsóknarleiðöngrum sem
skiptust í tvennt, eitthvað sem ekki nefndist
neinu nafni og svo heimferð, sem ekki var ævin-
lega eining um hvar hæfist. Um þetta mætti
skrifa spennusögur „Leitin að linsunni týndu“,
„Glösin fleytifyllum við“ o.s.frv.
Nú má enginn halda að íslenskunámið hafi
verið tómt rugl. Þetta var markvert nám og yfir-
gripsmikið og á mínum árum var B.A.-prófið
stærra en nú. Til þess að ljúka prófi þurfti sex
stig, full þrjú stig í tveimur greinum, og þá tvær
B.A.-ritgerðir, eða 3+2+1 stig. Og þá var ekki
um að ræða að sleppa neinum áfanga í aðalgrein.
íslenska var málfræði og bókmenntir frá því
elsta til hins yngsta og sagnfræði var tímabilið frá
því fyrir minni Guðs og til okkar daga. Þetta
varð mörgum erfitt, mætustu menn voru sér-
fræðingar í að klúðra málfræðiprófum o.s.frv. Þá
var gerð sú ólukkubreyting á árum mínum þarna
að leyft var að ganga til prófs á þriðja stigi áður
en B.A.-ritgerð var skilað. Þess vegna hrúgaðist
upp manngrúi sem hafði lokið öllu nema rit-
gerðinni eða ritgerðunum. Kannski eru ein-
hverjir enn að.
Árin mín í Háskóla Reykjavíkur voru ár
þeirra sem síðar eru kallaðir 68-kynslóðin. Ég
hef að vísu aldrei áttað mig almennilega á þeirri
nafngift. Ef til vill stafar það af því að ég var
hættur að nenna að skipta mér af pólitík og hef
sjálfsagt verið of mikill sveitamaður í mér til að
taka þátt í mótmælaveseni. Hins vegar hreifst ég
ákaflega af framboði O-listans og tók þátt í því
að sýna happdrættisvinningana, flúrlituð gömul
reiðhjól, á homi Bankastrætis og Lækjargötu,
einmitt á sama stað og bílavinningar í happ-
drættum góðgerðarfélaga á borð við Sjálfs-
björgu og Sjálfstæðisflokkinn vom til sýnis.
Þetta hætti þó að vera gaman þegar al-
vöruþingmaður tók að vaxa í maga sumra fram-
bjóðenda. En landsföðurlegri mann en Gunn-
laug hef ég aldrei séð og aulasvipurinn á hinum
45