Mímir - 01.11.1986, Side 8

Mímir - 01.11.1986, Side 8
kvæði styttra en tuttugu erindi, og fór jafnan svo að einn maður söng nítján síðustu erindin. Var að þessu góð skemmtun þeim, sem réð vali kvæða. f annan stað voru stignir dansar, ýmist við undirspil segul- eða raddbanda. Um stundarsakir (eins og jafnan þegar Mímismenn koma saman) minnti blótið á drykkjugleði hjá færeysku þjóðræknisfé- lagi, en síðan varð allt gult og grænt fyrir augum formanns og kyngdi niður írskum þjóðvísum. f þriðja stað át Höskuldur Þráinsson hrútspunga, og þótti lyst hans með fádæmum. Torgaði maðurinn slíkum kynstrumaf þessu holdmeti, að nóttin varð honum skapadægur í fyllstu merkingu orðsins. Lá Höskuldur með háum hljóðum og sárum iðra- kvölum næstu daga. í fjórða stað var hraustlega drukkið . . . Látum við hér lokið frásögnum af þorrablótum, en sýnt þykir að þessa hefð verður að varðveita. Meðal merkari vísindarannsókna sem Mím- ismenn hafa stundað eru hinir svonefndu Rannsóknarleiðangrar, þ.e. ferðalög á merka sögustaði undir leiðsögn fróðustu manna. Segja má að þar hafi gilt eina rannsóknaraðferðin í deildinni sem aldrei hefur verið véfengd, „in vino veritas“, í leit að sannleikanum hefur þess ávallt verið gætt að hafa dýrðarveigar með í för. Margar þessara ferða eru í minnum hafðar og frá seinni árum er „Ferðalagið" kunnast, en þá var farið um Borgarfjörð undir leiðsögn Sveins Skorra Höskuldssonar, en Óskar Halldórsson var sérlegur heiðursgestur. Á heimleiðinni var að sögn rútubílstjóra, komið við á Þingvöllum. Var ferðin öll hin merkilegasta fyrir margra hluta sakir. Rannsóknarleiðangrar hafa leitt margt gott af sér. Má þar nefna eitt höfuðrit Mímis, Tummu Kukku sívinsæla söngbók sem söngelskir fé- lagar tóku saman. Kom fyrsta útgáfa út árið 1973, sama dag og þorrablót Mímis var haldið og var bókin þá þegar tekin í notkun. í bókinni er að finna kvæði sem sjaldan eða aldrei eru sungin, en voru prentuð í varðveisluskyni. Hefur þessi göfuga útgáfa orðið uppseld æ ofan í æ. Þrátt fyrir að tíminn sé Mímismönnum auka- atriði forðaðist deildin ekki þjóðfélagslegar breytingar og aðrar hræringar í samfélaginu. Hlutur kvenna óx til dæmis jafnt og þétt og sjálft kvennaárið 1975, eru þær orðnar áberandi í embættum félagsins, og sjálfur formaðurinn kvenkyns, Jóhanna Sveinsdóttir. Þetta ár gerðust einnig aðrir afdrifaríkir at- burðir, en þeirra einna helstur að sagnfræði- nemar klufu sig að miklu leyti frá Mími og stofnuðu Félag sagnfræðinema, eftir 29 ára sambúð. Þuríður Baxter varð af þessu nokkuð áhyggjufull um framtíð Mímis. Hún skrifaði grein í málgagn félagsins (1. tbl. 1975) sem nefndist „Hvert stefnir Mímir“. Þar kennir hún breytingum á námstilhögun um þennan klofning og segir að Mímir hafi undanfarin ár færst æ meir í þá átt að vera félag stúdenta í íslensku eingöngu í stað stúdenta í íslensku og sagnfræði (íslensk- um fræðum). Nú hafi orðið til stór hópur nem- enda sem stundaði nám í sagnfræði án þess að stunda íslenskunám jafnframt, og til þess hóps væri ákaflega erfitt að ná, tengslin hefðu rofnað. Óbein afleiðing væri stofnun Félags sagnfræði- nema sem sé ætlað að sinna hagsmunamálum þeirra að svo miklu Ieyti sem Mímir gerir það ekki. í lok greinarinnar gerir Þuríður sér vonir um að Félag sagnfræðinema verði leyst upp, og sagnfræðinemar finni sér starfsvettvang innan Mímis og taki á sig starf innan félagsins. Það gerðist ekki, heldur þvert á móti, félögin tvö höfðu æ minna samstarf sín á milli er fram liðu stundir. Sýnilega hefur Mímir hrist af sér þetta áfall eins og önnur. Undanfarin ár hefur mikill skari lagt leið sína á þriðju hæð Árnagarðs til að nema íslensku, mikið af hæfileika- og dugnaðarfólki. Starfsemin hefur fært út kvíarnar, og má nefna útgáfu fréttablaðanna Mímimú frá 1981, og Ratatosks frá 1984. Af almennu fletti í gegnum aðalfundagerðar- bók má sjá að aldrei hefur verið borin upp tillaga um breytingu á nafni félagsins, utan einu sinni. Gerðist sá atburður á aðalfundi 22. október 1981 að Vilhjálmur Sigurjónsson bar fram til- lögu um lagabreytingu, og var hún í því fólgin að breyta nafni félagsins og nefna það í höfuð dug- miklum formanni félagsins Guðvarði Má Gunnlaugssyni. Fór hann fram á að félagið yrði látið heita „Varði“. Þeir voru hins vegar fleiri sem stóðu vörð um gamla nafnið og náði tillagan ekki fram að ganga. í gegnum árin hafa Mímismenn stundað heilbrigða krítík (pólitík), þeir hafa haft sterka réttlætiskennd og verið miklir mannvinir, sem hafa látið ólíkustu mál til sín taka. Á síðustu árum hefur sumum embættismönnum (og 8

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.