Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 37
Ri trý nt e fn i 37 β-glóbín genið. Jafnframt voru fósturvísarnir tíglaðir (e. mosaic), það er genabreytingin sem átti sér stað var ekki einsleit í öllum frumum hvers fósturvísis25. Auk þess fundust erfða breytingar vegna CRISPR/Cas9 utan markgensins annars staðar í erfðamengi fósturvísanna (e. off­target mutations). Vegna tíglunar fósturvísanna var erfitt að áætla umfang þessara stökkbreytinga25. Sé markmiðið að erfðabreyta fóstur vísum, til dæmis til að gera við erfðagalla, yrði að ganga úr skugga um að engar skaðlegar utanmarks- stökkbreytingar (e. off­target mutation) hafi átt sér stað við erfða breytinguna. Þá þyrfti helst að rað greina allt erfða mengi fóstur- vísanna. Einnig væru líkur á tíglun fóstur svo enn erfiðara væri að gera sér grein fyrir óvelkomnum stökkbreytingum. Ef um víkjandi erfðagalla er að ræða eru líkur á að ákveðinn hluti fósturvísa sé án erfða- gallans áður en CRISPR aðferðinni er beitt, þar sem ólíklegt er að annað hvort foreldranna sé arfhreint fyrir erfðagallanum. Í þeim tilfellum er því mun auðveldara og öruggara að skima fóstur vísana eftir glasafrjóvgun og velja úr heil brigða fósturvísa í stað þess að reyna að gera við genagallann. Slík skimun er tæknilega möguleg í dag og er framkvæmd þegar pör sem gangast undir glasafrjóvgun vita að þau bera erfðagalla sem þau vilja forðast að berist áfram til næstu kynslóðar26. Notkun CRISPR í meðferð sjúkdóma Vísindamenn horfa til CRISPR tækninnar með meðferð erfðasjúkdóma í huga. Vöðva- visnun (e. muscular dystrophy) er einn af þeim sjúkdómum. Duchenne vöðva visnun (e. DMD, Duchenne muscular dystrophy) er ein undir tegund sem orsakast af gena galla í dystro phin geninu vegna úr fellingar á X-litn- ingi (Xp21)27. Dystro phin er mikil vægt prótín sem styrkir vöðva þræði en án þess rýrna þeir. Engin lækning er til við Duchenne vöðva- visnun en helsta meðferð við sjúk dómnum er sjúkra þjálfun ásamt iðju þjálfun auk öndunar- aðstoðar á síðari stigum sjúkdómsins27. Erfitt væri að gera við dystrophin genið vegna stærðar þess en meðferðar aðilar hafa spáð því að stytt en starf hæf út gáfa dys trophin gæti dregið úr ein kennum sjúk dómsins. Þrír rannsóknar- hópar tilkynntu í lok síðasta árs að þeim hefði tekist að klippa burt hluta af gölluðu dystrophin geni með CRISPR aðferðinni í músamódeli af DMD. Rannsakendur notuðu veirugenaferju til að koma Cas9 og viðeigandi leiðsögu-RNA inn í vöðvafrumur músanna. Ekki fundust teljanlegar vísbendingar um utanmarksstökkbreytingar auk þess sem gert var við dystrophin genið til fram búðar. Mýsnar stóðu sig betur í vöðva prófum en áður, þó ekki jafn vel og heilbrigðar mýs. Þótt inngripið læknaði mýsnar ekki að fullu, ber að hafa í huga að þetta eru fyrstu tilraunir af þessu tagi. Stórt framfaraskref hefur verið tekið því vísinda mönnum tókst að erfða breyta sér hæfðum starfsfrumum í lifandi tilraunar- dýri með CRISPR tækninni. Takist vísinda- mönnum að sýna fram á öryggi aðferðar innar gæti þetta þýtt nýtt meðferðar úrræði fyrir DMD-sjúklinga á næstu árum28. CRISPR meðferðarúrræði gæti reynst notadrjúgt gegn erfiðum veirusýkingum líkt og lifrarbólgu B og HIV. Lifrarbólga B er enn stórt vandamál þrátt fyrir ný lyf og góð bóluefni. Þegar lifrarbólgu B veiran (HBV) smitar lifrar frumu fer mjög stöðugt hring laga erfðaefni veirunnar, cccDNA, inn í kjarna frumanna. Lyf geta haldið sýking unni niðri en ná ekki að útrýma cccDNA úr smituðum frumum. Því ná þau sjaldnast að útrýma smiti alveg og þannig koma í veg fyrir afleiðingar langvinnrar sýkingar (til dæmis skorpulifur). Hér gæti CRISPR erfðameðferð verið spennandi kostur. Hug myndir eru um að nota Cas9 til að kljúfa cccDNA og ráðast þannig að rótum sýkingarinnar. Margar rannsóknir hafa nú þegar verið gerðar á óvirkjun cccDNA HBV með CRISPR in vitro með góðum árangri en næsta skref væri að reyna aðferðina í dýralíkönum29. HIV-1 innlimar erfðaefni sitt inn erfða mengi sýktra fruma. Vísindamenn líta því einnig til CRISPR til að skera HIV-1 erfðaefnið úr erfðamenginu og útrýma þannig langvinnum og duldum (e. latent) HIV sýkingum. Enn sem komið er hefur þetta aðeins verið gert í tilraunaglasi30. Aðrar hugmyndir á teikniborðinu eru að nota CRISPR tæknina í meðferð gegn liða gigt (e. rheumatoid arthritis) og þá með því að þagga tjáningu microRNA 155 (miR-155) sem örvar myndun bólgu hvetjandi frumu- boðefna (e. pro inflamma tory cytokine) í stórát - frumum (e. macrophage)31. Einnig eru hug- myndir um að nýta tæknina gegn gláku en gláka er algengasta orsök blindu í heiminum í dag32. CRISPR er spennandi nýjung í læknis fræði. Enn sem komið er eru flest með ferðar úrræði sem á aðferðinni byggja á tilraunar stigi og töluvert í að tilraunir á fólki hefjist. Áður en við getum nýtt CRISPR sem meðferðar- úrræði þarf að tryggja örugga genainnleiðslu. Vísinda heimurinn beinir helst sjónum sínum að genaleiðslu með adenoveirum. Þá er tilraunadýrið sýkt með veiru sem virkar þá sem genaferja og inniheldur CRISPR raðir og Cas9, en getur ekki fjölgað sér sjálf eða viðhaldið sýkingum. Adenoveirur hafa nú þegar verið notaðar í veikluð bóluefni og í krabbameinsmeðferðum. Adenoveiru- sýking er almennt mild en getur þó falið í sér áhættu fyrir ónæmisbælda sjúk linga og valdið ónæmis viðbrögðum í hraust um einstak- lingum. Annað sem flækir notkun adeno veira í með ferð er að margir einstak lingar hafa myndað ónæmi gegn veir unni, flestir hafa smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af einni 57 þekktra tegundum veirunnar33. Samantekt Frá því að Yozhizumi Ishino lýsti sam- stæðum röðum CRISPR genasætisins í erfða efni á 9. áratug síðustu aldar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tveimur ára- tugum síðar lýstu vísindamenn hlut verki þessara raða ásamt Cas gen unum í varnar- hlutverki baktería gegn bakteríu veirum. Þessi þekking hefur verið notuð til að þróa aðferð sem er ódýrari og einfaldari en fyrri lausnir. CRISPR aðferðin byggist á leiðsöguRNA sem leið beinir Cas9 kjarna kljúf á ákveðinn stað í erfða menginu, Cas9 sker í erfðamengið og kemur af stað viðgerðarferli í frumunni. Ýmist getur skurðurinn valdið útslætti gens eða komið af stað viðgerð þar sem gert er við genið eftir DNA sniðmóti. Grunnvísindi hafa með CRISPR öðlast nýtt tæki til að auka skilning okkar á þróun sjúkdóma og ýmsum líffræðilegum ferlum. Á örfáum árum hefur CRISPR erfðatæknin breiðst út um allan heim en vísindamönnum hefur meðal annars tekist að erfðabreyta sérhæfðum vöðva frumum í músum með heilla vænlegum árangri. Mikilvægt er þó að rannsaka öryggi og skilvirkni í mönnum en vísinda heimurinn horfir til CRISPR við meðferð illvígra sjúkdóma. Tæknina væri einnig mögulegt að nota til kynbóta á fólki og því er mikilvægt að umræða um siðferðisleg álitamál tækninnar eigi sér stað. Þjóðir heims verða að gera upp hug sinn um það hvernig eigi að nýta tækni til erfðabreytinga í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.