Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 57
Ri trý nt e fn i 57 Þegar þreifað var upp leggöng konunnar fannst löng rifa á leginu, þvert ofan við leghálsinn. Við opnun kviðarhols var staðfest að keisaraörið hafði rofnað allt og áfram niður vinstra megin, í gegnum leghálsinn og niður í efsta hluta legganganna. Hvað er legbrestur? Legbresti má skipta í tvo flokka; leggliðnun og legrof. Leggliðnun (e. dehiscence) er ófullkomið rof, þar sem hálan (e. serosa), og eftir atvikum líknarbelgirnir, helst heil. Hún er oft einkennalaus eða –lítil, hefur yfirleitt engar alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir móður og barn og uppgötvast oft aðeins fyrir tilviljun ef til keisaraskurðar kemur. Legrof vísar aftur á móti í algjört rof á öllum lögum legsins, þar á meðal hálunni og er þetta brátt og lífshættulegt ástand, bæði fyrir móður og barn. Aðrir fylgikvillar legrofs hjá móður geta verið miklar blæðingar um leggöng eða í kvið, skaði á þvagblöðru og að taka þurfi legið en hjá barninu er yfirleitt um að ræða fylgikvilla sem tengjast þeim súrefnisskorti sem það verður fyrir í móðurkviði. Legbrestur getur orðið sjálfkrafa, það er að segja án samdrátta, en í langflestum tilfellum verður hann í kjölfar fæðingahríða, það er eftir að sótt er hafin1. Faraldsfræði Flestir legbrestir á Vesturlöndum verða þegar látið er reyna á fæðingu um leggöng eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði. Legbrestur án örs á legi er afar sjaldgæft en vegna lélegs aðgengis að heilbrigðisþjónustu og þar af leiðandi minni möguleika á inngripum við langdregnar fæðingar, eru slík atvik mun algengari í þróunarlöndum. Virðist sem útkoma legbrests án örs á legi sé jafnvel enn verri heldur en þegar legbrestur verður eftir fyrri keisaraskurð2. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni legbrests, bæði eftir og án fyrri keisaraskurðar, hefur aukist á undanförnum áratugum3 og er tíðni eftir fyrri keisaraskurð nú talin um 0,3-4,0%4-7. Áhættuþættir Veigamesti áhættuþáttur legbrests er fæðing eftir fyrri keisaraskurð1,8-13 og virðist áhættan beint tengd stærð og staðsetningu legörsins, þar sem mun meiri áhætta fylgir „klassísku“, lóðréttu keisaraöri heldur en lágstæðu, láréttu öri sem lagt er þvert í neðri hluta legsins14,15. Einnig eru uppi tilgátur um að sú saumaaðferð sem notuð er til að loka legskurðinum að lokinni aðgerð skipti máli16,17 en ekkert hefur þó verið sannað í þeim efnum18. Miklu máli skiptir líka hversu marga keisaraskurði konan á að baki en líkurnar á legbresti aukast til muna ef kona á að baki fleiri en eina aðgerð19,20. Hvernig keisaraör á legi hefur gróið hefur áhrif á áhættu legbrests í næstu fæðingu og hefur til að mynda verið sýnt fram á að hiti (>38°C) hjá móður eftir keisaraskurð eykur líkur á legbresti í næstu fæðingu en hitinn hefur verið tengdur sýkingum í legi og lélegri gróanda21. Fjöldi fyrri meðganga helst einnig í hendur við tíðni legbresta en svo virðist sem það eigi sérstaklega við þegar um legbrest án fyrri keisaraskurðar er að ræða11. Meðgöngulengd gæti líka skipt máli í þessu samhengi en rannsóknum ber þó ekki saman um hvort áhættan aukist með aukinni meðgöngulengd22 eða ekki22,23. Stærð barnsins við fæðingu er annar umdeildur áhrifaþáttur en flestar rannsóknir virðast þó komast að þeirri niðurstöðu að hættan á legbresti sé marktækt aukin þegar barnið vegur meira en 4000 g7,24,25. Aldur móður virð ist vera sjálfstæður áhættuþáttur legbrests og eru konur yfir 30 ára aldri í marktækt meiri áhættu á legbresti eftir fyrri keisaraskurð en konur undir 30 ára aldri26. Tíðni legbrests er einnig aukin til muna ef minna en 18 mánuðir líða milli fyrri keisaraskurðar og fæðingar27,28. Fyrri legbrestur er annar þekktur áhættuþáttur og hefur verið greint frá um það bil 15% endurtekningarlíkum29. Skiptar skoðanir eru á því hvort ör eftir brottnám legvöðvahnúta (e. myomectomy) auki líkur á legbresti í fæðingu en sé það raunin fer það þó að öllum líkindum eftir staðsetningu og gerð legörsins, það er að segja hvort um var að ræða vöðvahnút sem sem fór í gegnum legvegginn að fullu, vöðvahnút undir hálu (e. subserosal) með óverulegum áhrifum á legið sjálft eða eitthvað þar á milli15,30,31. Áverkar á legið áður en fæðing hefst, svo sem eftir bílslys, hafa einnig verið tengdir auknum líkum á legbresti14. Framköllun fæðingar með prostaglandín efnum hefur verið tengd við lítillega auknar líkur á legbresti ef kona hefur ekki áður gengist undir keisaraskurð en markvert auknar líkur hafi hún sögu um fyrri keisaraskurð6,25,32-35 og er því ekki mælt með framköllun fæðingar með prostaglandínum í slíkum tilvikum36. Framköllun fæðingar með oxýtósíni einu saman hefur einnig verið tengd við aukna hættu á legbresti35,37 og virðist sem skammtaháð samband sé milli oxýtósíns og þeirrar hættu38. Sumir vilja þó meina að hverskyns aðferð til framköllunar fæðingar sé réttlætanleg hafi konan aðeins gengist undir einn fyrri keisaraskurð39 og verklagsreglum framköllunar fæðingar eftir fyrri keisaraskurð sé fylgt40. Virðist þó sem vanti slembidreifðar rannsóknir á því hvort sé betra eftir einn fyrri keisaraskurð ef grípa þarf inn í á annað borð; framköllun fæðingar eða endurtekin fæðing með keisaraskurði18,41. Lágri Bishop stigun og tepptum framgangi í virkum fasa fæðingar hefur einnig verið lýst sem áhættuþáttum42,43 en gæti þó spilað þar inn í að slíkt eykur að öllum líkindum líkur á þörf fyrir örvun hríða. Það eru þó einnig þekktir þættir sem auka líkur á að fæðing eftir fyrri keisaraskurð gangi að óskum og ber þar hæst fyrri fæðing um leggöng, hvort sem hún átti sér stað fyrir eða eftir keisaraskurðinn12,44 og einnig að konan sé í góðri meðgönguvernd12. Einkenni og meðferð Ekkert eitt atriði getur sagt okkur að legbrestur hafi orðið eða sé yfirvofandi og skiptir því höfuðmáli að horfa á heildarmyndina og endurmeta reglulega ástand móður og barns. Þrátt fyrir að ákveðinni þrenningu einkenna hafi verið lýst í legbresti; óeðlilegum fósturhjartslætti, blæðingu frá leggöngum og verkjum, eru þessi einkenni sjaldnast öll til staðar í einu9 og hafa rannsóknir sýnt að breytingar á fósturhjartslætti er algengasta vísbendingin1,9,45. Hæging á hjartslætti fósturs er algengasta hjartsláttar breytingin46,47 en oft má sjá breytilegar og/eða seinar dýfur í ritinu þar á undan48,49. Einnig þarf að horfa til samdrátta í leginu en detti þeir skyndilega niður getur það verið merki um að legbrestur hafi átt sér stað1,45,50. Í slíkum tilfellum þarf að gæta þess að gefa/auka ekki Syntocinon® dreypi sem tilraun til þess að ná sóttinni aftur upp1. Ef konan verður óstöðug í lífsmörkum (e. hemodynamically unstable) gefur það til kynna að innvortis blæðing hafi orðið Lykilatriði • Ör á legi eftir keisaraskurð er stærsti áhættuþáttur legbrests • Einkenni eru hægur hjartsláttur fósturs, blæðing, sóttleysi og lost móður • Ef grunur vaknar um legbrest þarf að ljúka fæðingu án tafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.