Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 69
Fr
óð
le
ik
ur
69
Frumu greining getur gefið til kynna hvort
um góðkynja eða illkynja mein sé að ræða
en gefur ekki alltaf til kynna undirflokk eða
gráðu æxlis og ekki er auðvelt að framkvæma
sérrannsóknir á slíkum sýnum. Almennt má
segja að aðferð frumumeinafræði sé minna
inngrip og því æskilegra fyrir sjúklinginn, en
aðferð vefjameinafræði hefur það fram yfir að
gefa meiri upplýsingar um meinið.
Meðhöndlun sýna
á meinafræðideild
Öllum sýnum þarf að lýsa út frá því sem sést
með berum augum. Einföldum sýnum og
litlum sýnum sem ekki þarf að skera úr er lýst
af lífeindafræðingum. Mörgum stærri sýnum,
þar með talið krabbameinssýnum, er lýst af
deildarlæknum (mynd 1). Öll lítil sýni, svo
sem speglanasýni, grófnálarsýni og húðstansar
eru rannsökuð in toto og krefjast því ekki
úrskurðar en úr stærri sýnum þarf að skera
valdar sneiðar, það er sneiðar
sem sýna æxli eða önnur
möguleg mein, skurðbrúnir,
eitla og svo framvegis. Í
krabbameinssýnum, svo
sem úr ristli, er að sjálfsögðu
mikilvægt að skoða eitla
nákvæmlega og er ristilfitan
gjarnan sett í sérstaka lausn
sem leysir upp fituna þannig
að auðveldara sé að finna
eitlana. Minni sýni eru
tilbúin til áframhaldandi
meðhöndlunar samdægurs
en hvað stærri sýnin varðar
þá líða almennt einn til tveir
dagar áður en frekari vinnsla
fer fram. Ef um beinsýni er
að ræða þá þarf að afkalka
sýnið í sýru eftir herðingu og getur það tekið
nokkra daga eftir því hver stærð sýnisins er.
Ef skurðbrúnir sýnisins skipta máli þá er
sýnið gjarnan blekmerkt áður en skorið er í
það. Blekið kemur vel fram á vefjasneiðum
og gefur nákvæmlega til kynna hvar brúnin á
sýninu raunverulega er. Ef um brjóstamein er
að ræða og greining var gerð útfrá kalkhóp á
brjóstamyndatöku þarf að taka röntgenmynd
af sýninu til að ákvarða hvar meinið er því slík
mein sjást oft ekki með berum augum.
Öll sýni eru sett í sérstök hylki sem síðan eru
afvötnuð í þar til gerðu tæki yfir nótt. Næsta
dag eru sýnin steypt inn í paraffínkubba, sýnin
síðan skorin í þunnar sneiðar og sett á gler og
að lokum lituð og er þessi vinna framkvæmd
af lífeindafræðingum. Öll sýni eru lituð með
hematoxylin og eosin.
Smásjárskoðun
Þá er komið að því að meta glerin undir smá-
sjánni. Við matið byggir meina fræðing urinn
fyrst og fremst á reynslu sinni en einnig skipta
klínískar upplýsingar miklu máli. Eftir því
sem meinafræðingurinn hefur meiri upp-
lýs ingar um sjúklinginn og klínísk einkenni,
þeim mun líklegra er að rannsóknin verði
árangursrík og leiði til réttrar niðurstöðu.
Ýmsa þætti verður að meta við greiningu
á krabbameini:
• Er sýnið nægilega gott til að byggja
greiningu á?
• Eru þær breytingar sem til staðar eru
nægilega miklar til að unnt sé að greina
illkynja vöxt með fullri vissu?
• Hvernig krabbamein er um að ræða og
þarf að undirflokka meinið?
• Hver er æxlisgráðan?
Oftast er ekki vandkvæðum bundið að svara
þess um spurningum og oft dugar þessi
fyrsta smásjár skoðun til að full greina æxli.
Grein ingin byggir þá á því hvort nægi-
legur frumu breyti leiki (e. pleomorphia) sé til
staðar til að greina krabba mein og/eða hvort
ífarandi vöxtur sé greini legur. Í minni sýn-
um er oft ekki unnt að meta hvort vöxtur
sé ífarandi og byggir greiningin þá alfarið
á frumu breytileika. Í sumum tilvikum
getur matið hins vegar verið erfitt og leitar
meinafræðingurinn þá gjarnan eftir áliti
annarra meinafræðinga. Einnig er hægt að
beita sérrannsóknum í því skyni að komast að
réttri greiningu. Í einstaka tilfellum er þó ekki
unnt að svara öllum þessum spurningum, en
meinafræðingurinn verður alltaf að gæta þess
að fullyrða ekki meira en hann getur staðið
við. Náin samvinna og samráð við klínísku
læknana skiptir einnig miklu máli, sérstaklega
ef um erfið tilfelli er að ræða.
Æxlisgráðan er mikilvæg þar sem hún segir
til um horfur sjúklinga og aðstoðar við val á
meðferð. Æxlisgráðan er metin við smásjár-
skoðun og er yfirleitt um þrjár gráður að
ræða (gráða 1 = vel þroskað, gráða 2 = meðal-
vel þroskað, gráða 3 = illa þroskað). Metnir
eru þættir eins og frumubreytileiki, drep
og fjöldi kjarnadeilinga. Yfirleitt er um
fremur óhlutlægt mat að ræða en í sumum
tilvikum eru æxli metin eftir vel skilgreindum
reglum. Dæmi um slíkar flokkanir eru
Nottingham kerfið sem notað er við mat á
brjóstakrabbameini og Gleason gráðunarkerfi
í blöðruhálskirtilskrabbameini. Mikilvægt er
að rugla æxlisgráðu ekki saman við stig æxlis,
en stig táknar útbreiðslu æxlis við greiningu.
Frystiskurðir geta skipt verulegu máli
í tengslum við greiningu krabbameina. Með
frystiskurði er átt við að sýni úr sjúklingi
sem er í skurðaðgerð er sent með hraði
á meinafræðideildina og snöggfryst í fljót-
andi köfnunarefni og litað
og síðan skoðað af meina-
fræðingi. Yfirleitt er hægt að
fá frysti skurðarsvar á innan
við hálftíma og er skurð-
lækninum gefin niður staðan
sím leiðis inn á skurð stofuna.
Frystiskurðir eru í dag til
dæmis notaðir í tengslum við
skoðun varð eitla (e. sentinel
node) hjá konum með
brjóstakrabbamein. Geisla-
virku efni og/eða litarefni
er sprautað í brjóstið nálægt
æxlinu og er í að gerðinni
þannig hægt að bera
kennsl á varðeitilinn, sem
er sá eitill sem liggur næst
æxlinu. Eitillinn er sendur
í frystiskurð og ef meinvarp greinist í honum
við rannsóknina eru aðrir holhandareitlar
einnig fjar lægðir. Ef eitillinn reynist hins vegar
vera nei kvæður er talið að aðrir eitlar verði það
líka. Þá er ekki frekar aðhafst í tengsl um við
hol höndina og er þannig komist hjá óþarfri
holhandaraðgerð. Aðrar algengar orsakir fyrir
frysti skurðum í tengslum við krabbamein
er mat á skurð brúnum, til dæmis mat á
brúnum þvag leiðara í tengslum við brott-
nám þvag blöðru. Þar sem gæði frysti skurðar-
sneiða eru ekki eins góð og gæði paraffín
innsteyptra sneiða á ekki að nota frystiskurði
nema nauðsyn krefji. Því á ekki að óska eftir
frystiskurði nema niðurstaðan breyti því
hvernig skurðaðgerðin er framkvæmd. Einnig
er rétt að hafa í huga að ef um lítið sýni er
að ræða þá getur verið misráðið að biðja um
frystiskurð þar sem hætt er við því að eftir
frystiskurðinn verði lítið eftir af sýninu til að
búa til paraffín innsteyptar sneiðar.
Mynd 1. Deildarlæknar skera úr sýni. Til vinstri er Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir og til
hægri er Gígja Erlingsdóttir.