Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 26
Ri
trý
nt
e
fn
i
26
Sjúkratilfelli
Sjúkrasaga
Áttræður karlmaður leitaði á Bráða móttöku
Landspítalans í Fossvogi með sjúkrabíl
um hádegisbil vegna kviðverkja sem höfðu
vakið hann um morguninn. Verkurinn var
verstur í miðlínu en lá eins og band væri
strengt þvert yfir kviðinn neðan nafla. Einnig
voru verkir í mjóbaki svipaðir verkjum sem
sjúklingur hafði haft um árabil en höfðu þó versnað til muna þennan
morguninn. Verkurinn var stöðugur og tengdist ekki hreyfingu. Ógleði
og lystarleysi fylgdu og hafði sjúklingur kúgast og ropað en ekki kastað
upp. Hægðir höfðu verið reglulegar dagana á undan og sjúklingur
hafði hvorki merkt blóð með hægðum né svartar hægðir. Hann hafði
verið slappur og þreklaus dagana fyrir komu en hitalaus. Kerfakönnun
var að öðru leyti ómarkverð.
Heilsufarssaga og lyf
Ristilkrabbamein meðhöndlað með hlutabrottnámi hægri ristils 12
árum áður og aðgerð vegna kviðslits í skurðsári ári síðar. Yfirborðslægt
þvagblöðrukrabbamein meðhöndlað með innhellingarmeðferð
með veiklaðri berklabakteríu 7 árum áður. Saga um háþrýsting,
langvinna bakverki og notkun bólgueyðandi lyfja um margra ára skeið.
Reykingamaður með 60 pakkaár að baki. Tekur inn Hjartamagnýl®,
amlodipine og celecoxib. Engin þekkt fjölskyldusaga um ósæðargúla
né skyndidauða.
Skoðun við komu á bráðamóttöku
Sjúklingur var hitalaus með púls 82 slög/mínútu, blóðþrýsting
181/97 mmHg og súrefnismettun 97% án viðbótarsúrefnis. Hann var
slapplegur og eilítið meðtekinn af verkjum og kúgaðist. Við skoðun
á kvið mátti sjá og þreifa útbungandi, mjúkt og eymslalaust kviðslit
í miðlínuöri sem auðvelt var að ýta til baka. Staðbundin þreifieymsli
voru til staðar í vinstri neðri fjórðungi, einnig verkur sem leiddi yfir
í hægri fjórðung við þreifingu vinstra megin. Ekki vöðvavörn. Engar
fyrirferðir þreifuðust í kvið. Annað við skoðun var án athugasemda.
Rannsóknir
Blóðprufur voru innan marka og þvagstrimilpróf var neikvætt fyrir
sýkingarteiknum en sýndi örðu af rauðum blóðkornum. Tölvu sneið-
mynd (mynd 1) af kvið sýndi smávægilegan frían vökva og afhólfað frítt
loft aðlægt hægri kviðvegg rétt neðan lifrar, aðlægt smágirnislykkju.
Órofinn ósæðargúll, 6,6 cm í mesta þvermál, sást í kviðarholi neðan
nýrnaslagæða án aðlægra bólgubreytinga.
Gangur í legu
Sjúklingur var lagður inn á almenna skurðdeild að kvöldi komudags
Ósæðargúll
í kviðarholi
Tilfelli og yfirlitsgrein
Klara Guðmundsdóttir
fimmta árs læknanemi 2015-2016
Leiðbeinandi: Guðmundur Daníelsson
sérfræðingur í æðaskurðlækningum
Mynd 1. Tölvusneiðmynd af kviðarholi tekin við komu á bráðamóttöku.
Sjá má ósæðargúl (A og B) og grun um frítt loft í kviðarholi (örvar á mynd C
og D). Merkingar: * Skuggaefnisfyllt hol ósæðar; + Blóðsegi innan ósæðargúls.