Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 19
Ri trý nt e fn i 19 vefja sýking í grunn um fells fleti á milli vöðva og húðar. Sýk ingin ein kennist af hratt vaxandi vefjadrepi með samsvarandi versnun á ástandi sjúklings. Svokallað Fournier drep er undirflokkur drep myndandi fellsbólgu á pung- og skapa svæði sem getur dreifst út á framan verðan kviðvegginn11-13. Gasdrep er djúp sýking í vöðva af völdum clostridiumbaktería11. Sýkingin er þekkt- ust fyrir að vera tengd áverkum sem sá Clostridium perfringens úr umhverfi í vöðva, svo sem óhreinir skotáverkar í skot gröfum fyrri heimsstyrjaldar. Við slíkar súrar og loftfirrtar að stæður mynda vissar clostrid iumbakt eríur exó toxín sem stuðla að ör blóðtappa myndun auk þess sem þau trufla virkni og hreyfingu átfruma. Því ná bakteríurnar að vaxa og nærast nær hömlulaust með tilheyrandi eyðingu og gasmyndun11,13,14. Vöðvaígerð er líkt og nafnið gefur til kynna sýking með ígerð í vöðva en flest tilfelli stafa af S. aureus. Sýkingin getur verið frumkomin í vöðva eða síð komin út frá öðru sjúkdóms- hreiðri til dæmis þófa bólgu (e. discitis). Frum komin sýking er einkum þekkt á hita- beltis svæðum og er því oft nefnd hitabeltis- vöðvaígerð (e. tropical pyomyositis). Ólíkt gas drepi og drep myndandi fells bólgu er vefja- eyðing yfir leitt ekki eins áber andi þó ígerð geti bungað út eða tæmst út á yfirborð11. Hins vegar geta streptó kokkar af flokki A valdið drep myndandi vöðva sýkingu (e. strepto coccal myositis) án þess að drep sé greinan legt í felli15. Sem dæmi um vöðva ígerð má nefna lundar- vöðvaígerð (e. psoas abcess) sem er nefnd sem klassísk mismuna greining við botnlanga bólgu í nær öllum textabókum11. Þessar þrjár sýkingar eru keimlíkar í birtingar- mynd, uppvinnslu og meðferð. Einkum verður fjallað um drepmyndandi fellsbólgu í eftir farandi texta en sömu grunnreglur gilda um vöðva ígerð og gasdrep11. Hvað veldur drepmyndandi fellsbólgu? Drepmyndandi fellsbólgu er einkum skipt í tvennt, gerð 1 og 2, eftir mein valdandi bakteríum13. Gerð 1 er sýking af völdum blandaðrar flóru, það er loftfirrtra baktería, Gram- neikvæðra stafa og Gram-já kvæðra kokka. Flestar sýkingar eru á bol13 og verða einkum í tengslum við legusár, sprautu notkun, áverka eða skurðaðgerðir á melt ingar-, þvag- eða kynfærum11. Gerð 2 er sýking af völdum beta-blóðrauða- leysandi streptókokka af flokki A (e. Group A streptococci, GAS)13. Þar að auki geta ýmsar aðrar bakteríur valdið drep myndandi húð sýkingum svo sem S. aureus og Vibrio vulnificus. Flestar slíkar sýkingar verða í út- limum og þá oftar í neðri útlimum11. Drepmyndandi fellsbólga myndast oft í tengsl um við áverka sem valda rofi á húð og gerir bakt eríum kleift að sýkja undir liggjandi vefi svo sem við hlaupa bólu, skordýra bit auk þess sem að ofan var nefnt11,13. Áverkasaga án greinilegs rofs á húð er þó vel þekktur undanfari drep myndandi fellsbólgu af völd- um streptó kokka11. Talið er að exótoxín streptó kokka og clostri díumbaktería séu mikil vægir þættir í framgangi og meingerð drep myndandi sýkinga13. Hverjir fá drepmyndandi fellsbólgu? Drepmyndandi fellsbólga er blessunar- lega sjaldgæf sýking en í Bandaríkjunum er áætlað að um 1000 slíkar sýkingar verði á ári hverju13. Á árunum 1975 til 2012 greindust 12 tilfelli af drepmyndandi fellsbólgu af völdum streptókokka af flokki A á Íslandi en tíðni ífarandi húð sýkinga fór vaxandi á tímabilinu16. Ónæmisbældir, sykursjúkir, offeitir, áfengis- sjúklingar og sjúklingar með útæða sjúkdóm eru í aukinni áhættu á að fá drep myndandi sýkingar. Viss munur er á faralds fræði sýkinga af gerð 1 og gerð 2. Almennt eru sjúklingar með sýkingar af völdum streptó kokka yngri, hraustari og með sögu um áverka, skurð aðgerðir eða sprautu notkun13. Sýnt hefur verið fram á það að fjölgun ífarandi streptókokka sýkinga á heimsvísu má rekja til erfða breytinga í vissum streptókokka- stofnum17. Aftur á móti eru sjúk lingar með sýkingar af gerð 1 almennt eldri og við lakari heilsu13. Mikilvægt er þó að hafa í huga að hraust, ungt fólk án undirliggjandi sjúkdóma getur fengið og fær drep myndandi fellsbólgu af hvaða gerð sem er12. Hver eru einkennin? Sýkingin byrjar oft eins og venjuleg húð- sýking á borð við heimakomu (e. erysipelas), netju bólgu (e. cellulitis) eða ígerð og getur því verið erfitt að greina hana snemma13. Ummerki um drep, svo sem hersli í undirhúð, litabreytingar, gasmyndun, skyntap, dreifð bjúgmyndun og blöðrumyndun, gera svo vart við sig. Þetta ferli getur gengið mjög hratt fyrir sig og jafnvel ungt og hraust fólk getur dáið á nokkrum klukkutímum frá upphafi einkenna11-13. Birtingarmyndin er svo sláandi að í fjöl- miðlum er oft talað um svokallaðar hold- étandi bakteríur (e. flesh eating bacteria) og er sýkingunum gjarnan lýst á þá vegu að sjúklingarnir séu étnir lifandi18. Hvernig er drepmyndandi fellsbólga greind? Reynt hefur verið að búa til forspárreglur og klínísk aðstoðartæki til að auðvelda greiningu á drepmyndandi fellsbólgu en því miður er greiningin fyrst og fremst klínísk12,13. Líkt og lesa má úr ósértækum einkennum sýkingarinnar er það undantekning að sýkingin greinist svo snemma að enginn eða óverulegur skaði hljótist af13. Grunur er nauðsynleg forsenda greiningar og því þarf alltaf að hafa drepmyndandi sýkingar í huga þegar verið er að meta húðsýkingar12. Því er gott að hafa nokkra hluti í huga sem eiga að vekja grun um drepmyndandi sýkingar: 1. Óhóflegur sársauki miðað við útlit. 2. Bjúgur eða eymsli sem ná umfram roða í húð. 3. Hersli í sýktu svæði er óvenjulegt við hefðbundnar sýkingar. 4. Hraður sjúkdómsgangur eða versnandi ástand þrátt fyrir meðferð. 5. Blöðrumyndun, litabreytingar eða gas með tilheyrandi marri (e. crepitus)11. Staðfesting á greiningu fæst í aðgerð og sýna töku í ræktun. Jafn framt gefur sýnataka mikilvægar upplýsingar um umfang sýkingar með tilliti til dýptar og dreifingar. Mynd- rannsóknir geta sýnt bjúg í fells feltum eða gasmyndun en næmi þeirra er óljóst og mikilvægt að sem minnst töf verði á aðgerð ef það er grunur um drep myndandi sýkingu11,13. Hver er meðferðin? Aðalmeðferðin við þessari gerð af sýkingu byggir í upphafi á samvinnu sérgreina en mikil vægt er að fá skurðlækna sem fyrst að borðinu. Því fyrr sem hægt er að skera burt dauðan og sýktan vef því betra11,13. Í fram- haldinu byggir meðferðin á gjöf sýklalyfja og stuðningsmeðferð. Val á sýklalyfjum ræðst einkum af gerð sýkingarinnar13. Sýklalyf við blandaðri flóru (gerð 1) þarf að vera virkt gegn loftfirrðum bakteríum, Gram- neikvæðum stöfum og Gram-jákvæðum kokkum og stöfum. Það þarf því ýmist að nota breiðvirk lyf eða 2-3 sýklalyf samtímis. Til dæmis er hægt að nota piperacillín- tazobactam eða lyf af carbapenem flokki sem stök lyf eða blöndu af þriðju kynslóðar cephalósporíni með metronidazóli eða clindamycíni11. Sýklalyfjameðferð gegn streptókokkum af flokki A felst í gjöf penisillíns ásamt clinda- mycíni11. Exótoxín eru talin gegna lykil- hlutverki í mein virkni streptókokkanna og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.