Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 71

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 71
Fr óð le ik ur 71 lungum eða skjaldkirtli. Ef vitað er að um krabbamein af þekjuuppruna sé að ræða getur litunarmynstur fyrir ákveðnum undirgerðum cýtókeratína (CK7 og CK20) gefið vísbendingu um upprunastað. Þannig væri æxli sem tjáir CK7 en ekki CK20 líklegt til að vera frá annað hvort brjóstum, lungum, legi eða eggjastokk. Önnur litunarmynstur (CK7+/CK20+, CK7-/CK20+, CK7-/ CK20-) myndu síðan gefa vísbendingar um annan uppruna. Komið hefur í ljós að ákveðnar stökk- breytingar eru mjög einkennandi fyrir ákveðnar gerðir krabbameina og er þar oft um litningayfirfærslur (e. translocation) að ræða, en slíkar breytingar hafa meðal annars fundist í bráðahvítblæði, eitilfrumuæxlum og sarkmeinum. Það getur verið gagnlegt að sýna fram á slíkar breytingar bæði vegna þess að slíkt staðfestir greininguna endanlega og svo er hitt að ákveðnar litningabreytingar tengjast mismunandi horfum sjúklinga. Hægt er að sýna fram á slíkar breytingar með ýmsum aðferðum. Ein slík aðferð fyrir vefjasneiðar er svokölluð FISH (Fluorescent In Situ Hybridization) tækni, en þá er merktum þreifurum beitt á glerin og niðurstaðan könnuð með flúrsmásjá. Dæmi um slíkar yfirfærslur eru til dæmis í Burkitt eitilfrumuæxli og Ewing sarkmein. Enda þótt mótefnalitanir á vefjasneiðum séu fyrst og fremst notaðar til greiningar, þá hafa niðurstöður slíkra rannsókna verið æ meira notaðar til að segja til um horfur krabbameins sjúklinga og sem aðstoð við val á viðeigandi meðferð. Besta dæmið um slíka notkun er brjóstakrabbamein en í öllum tilvikum eru nú gerðar sérrannsóknir með mótefnalitunum. Í fyrsta lagi er kannað með mótefnalitunum hvort æxlisfrumur tjái estrógen- og prógesterónviðtaka. Æxli með tjáningu hafa betri horfur en þau sem ekki tjá þessi hormón og einnig er þá hægt að beita andhormónameðferð. HER-2 mögnun er könnuð með mótefnalitun. Ef fram kemur sterk tjáning er talið öruggt að um mögnun sé að ræða (mynd 3) og ef engin tjáning er til staðar er ljóst að mögnun er ekki til staðar. Svörun sem liggur þarna mitt á milli þarf að kanna nánar með FISH aðferð til að ákvarða hvort mögnun sé marktæk eða ekki. Konur með HER-2 jákvæð æxli hafa almennt fremur illvíg æxli, en á móti kemur að beita má meðferð með traztuzumab sem er beint gegn HER-2. Einnig er metið hlutfall æxlisfrumna sem tjá Ki-67 en tjáning þess er í réttu hlutfalli við vaxtarhraða æxlisins. Annað dæmi svipað þessu er lungna- krabbamein. Fyrir nokkrum árum var talið nóg að flokka lungnakrabbamein sem annað hvort smáfrumukrabbamein eða ekki og fór meðferðin eftir þeirri flokkun. Í dag eru hins vegar komin fram ný sértæk krabbameinslyf þar sem meðferðaráhrifin ráðast af undirgerð æxlisins og verður því að gera mótefnalitanir á flestum þessara æxla til að sjúklingar fái viðeigandi meðferð. Genatjáningarrannsóknir hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Með þeirri aðferðafræði er mRNA einangrað úr æxlisvef og kannað hvaða gen eru tjáð í tilteknu æxli, en með þessari aðferð má skoða mörg þúsund gen á einu bretti. Ákveðin tjáningarmynstur hafa verið tengd við ákveðnar horfur og hafa þessar rannsóknir þótt lofa góðu. Þessi aðferðafræði er þó ekki í almennri notkun enn sem komið er. Raunar hafa svona rannsóknir lagt grunninn að því sem kallað hefur verið sameindafræðileg flokkun brjóstakrabbameins, en þar eru aðallega fjórir flokkar: luminal A (hormónajákvæð, HER- 2 neikvæð), luminal B (hormónajákvæð, HER-2 neikvæð/jákvæð, en með hátt hlutfall Ki-67 jákvæðra fruma), HER-2 (hormónaneikvæð, HER-2 jákvæð) og basal- lík æxli (hormónaneikvæð, HER-2 neikvæð). Luminal flokkarnir eru oftast æxli af lágri gráðu en æxli í hinum flokkunum eru oft af hárri æxlisgráðu. Á undanförnum árum hafa komið fram sértæk lyf tengd ákveðnum stökkbreytingum í krabbameinum. Í dag er því verið að greina stökkbreytingar í æxlisvef úr völdum æxlum til að aðstoða við val á meðferð. Dæmi um slíkt eru BRAF stökkbreytigreiningar í tengslum við sortuæxli. Framtíðin Meðal nýjunga sem munu í framtíðinni hafa áhrif á greiningu krabbameina er svokölluð stafræn meinafræði (e. digital pathology). Með þessari aðferð eru heil vefjagler skönnuð í þar til gerðum skönnum og má þá skoða allt það sem er á glerinu á tölvuskjá í stað þess að nota smásjá. Með þessari aðferð verður mun auðveldara og fljótlegra að fá álit annarra meinafræðinga, sértaklega ef um er að ræða álit erlendis frá, þar sem óþarfi verður að senda glerin með pósti. Einnig verður hægt að meta niðurstöður mótefnalitana á borð við HER-2 í brjóstakrabbameinum með hlutlægari hætti en áður með þar til gerðum tölvuforritum. Þessi tækni mun auk þess skipta máli í sambandi við kennslu sem og samráðsfundi með klínískum læknum. Búast má við því að í framtíðinni verði gerðar sífellt meiri kröfur um nákvæmni greininga eftir því sem sértækari meðferðir og fleiri stökkbreytingar verða nánar skilgreindar í hinum ýmsu krabbameinum og að bæði greining og meðferð krabbameina verði einstaklingsmiðaðri. Tegund æxlis Uppruni Mótefni Rhabdomyosarcoma Þverráka vöðvi Desmín/myoglóbín Leiomyosarcoma Sléttur vöðvi Desmín/smooth muscle actin Angiosarcoma Æðavefur CD31/CD34 Malignant schwannoma Taugavefur S-100 Tafla 3. Undirflokkun sarkmeina með mótefnalitunum. Cytókeratín Vímentín CD45 S-100 HMB-45 Þekjukrabbamein + - - - - Sarkmein - + - -/+ - Eitilfrumuæxli - + - + + Sortuæxli - + + - - Tafla 2. Ónæmislitanir og meginflokkar krabbameina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.