Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 27
Ri trý nt e fn i 27 á grunni frís lofts í kviðarholi. Orsök loftsins var talin vera lítið rof á görn. Þar sem ástand sjúklings var stöðugt var ekki talin þörf á bráðri skurðaðgerð og sjúklingur því lagður inn fastandi með vökva, verkjalyf og sýklalyf í æð. Fengin var ráðgjöf æðaskurðlæknis sem taldi verkina stafa af undirliggjandi orsök fría loftsins fremur en ósæðinni sem hvorki bar merki um rof né bólgu á mynd- rannsókn. Æða skurðlæknir ráð lagði að halda blóðþrýstingi innan viðmiðunarmarka, hefja statín meðferð og bókaði sjúkling hjá sér á göngudeild mánuði síðar til að ræða aðgerð á ósæðargúl. Daginn eftir innlagnardag var líðan sjúklings mun betri og hafði hann engar umkvartanir á stofu gangi. Sjúklingi voru áfram gefin sýklalyf og honum haldið fastandi. Á öðrum degi eftir inn lögn fékk sjúk lingur nokkuð skyndilega aukna verki um neðanverðan kvið og út í bak. Lífs mörk voru stöðug, kviður mjúkur og blóð prufur voru sakleysis legar. Fengin var ný tölvu sneiðmynd (mynd 2) sem sýndi nýtil- komna aftan skinublæð ingu (e. retroperitoneal bleeding) en ekki sást skugga efni utan æða. Engin teikn voru um frítt loft í kvið né aðrar breytingar. Sjúklingur var því fluttur yfir á Landspítalann í Fossvogi þar sem meðferð ósæðargúla í kviðar holi fer fram. Gert var við gúlinn í æðaþræðingu þar sem lögð var ósæðarfóðring (e. endovascular aneurysm repair, EVAR) og gekk sú aðgerð vel. Þó bar á endoleka (e. endoleak) af gerð tvö frá lendargreinum ósæðar (e. lumbar arteries). Endoleki þýðir að viðvarandi blóðflæði sé utan fóðringar og inn í gúlinn. Endolekar eru oft hættulitlir og stöðvast af sjálfu sér og nægir að fylgjast með sjúklingi með reglulegum tölvusneiðmyndum. Sjúklingur útskrifaðist heim að sex dögum liðnum við góða líðan. Tölvusneiðmyndir þremur mánuðum eftir aðgerð sýndu góða legu á stoðneti (mynd 3) en áfram óbreyttan endoleka. Sex mánuðum síðar var heilsa sjúk lings enn með prýðilegasta móti. Tölvu- sneiðmynd ári eftir aðgerð sýndi enn endoleka af gerð tvö en auk þess nokkra stækkun á ósæðar sekknum, úr 8,5 cm í 9,1 cm í mesta þvermál. Ekki er útséð um að sjúklingur þurfi frekari inngrip í framtíðinni. Umræða um sjúkratilfelli Einkennin sem knúðu sjúkling til að leita læknis voru fyrst og fremst sár kviðverkur um neðanverðan kvið sem mögulega leiddi út í bak. Á tölvu sneiðmynd sem tekin var við komu sást eilítið frítt loft og auk þess áður óþekktur stór ósæðargúll án ummerkja um rof. Frítt loft í kviðarholi endurspeglar í flestum tilvikum rof á meltingarvegi og taldist það á innlagnardag bráðara vandamál en órofinn ósæðargúll. Sjúklingur hafði undirgengist aðgerðir á kviðarholi og því gætu samvextir innan kviðarhols verið til staðar. Frítt loft gæti því hafa lokast inni í samvaxtavasa og þannig ekki dreifst um kviðinn og valdið lífhimnuertingu sem myndi gefa öllu meiri einkenni. Nýrnasteinar eru mikilvæg mismunagreining við hótandi rof á ósæðargúl. Í þessu tilviki reyndist blóð í þvagi sjúklingsins og var því mikilvægt að kanna hvort um slíkt væri að ræða en á tölvu- sneiðmynd komu ekki fram teikn sem bentu til þeirrar greiningar. Fría loftið sem sást á tölvusneiðmynd á komu dag var ekki til staðar á rannsókn tveimur dögum síðar. Var það mat röntgen- lækna eftir á að hyggja að það sem hefði virst vera frítt loft á fyrri rannsókn hefði í raun verið smágirnislykkja milli kviðveggs og lifrarblaðs. Almennt treystum við á tölvu- sneiðmyndir bæði til að útiloka eða stað festa rof á ósæðargúlum en einnig til að kanna aðrar orsakir kviðverkja. Þrátt fyrir að allar rannsóknar aðferðir séu takmörkunum háðar eru tölvu sneiðmyndir mjög góð rannsóknar- aðferð eins og lýst verður síðar, tilfellið sem hér er fjallað um er því undantekning hvað þetta varðar. Í þessu tilviki voru tvö vandamál til staðar, afmarkað frítt loft og órofinn ósæðargúll. Sjúkdómsgangur var óvenjulegur og undir- strikar tilfellið mikilvægi þess að fylgjast náið með einkennum sjúklings og endurmeta ástand reglulega, þar með talið með endur- teknum myndrannsóknum ef ástand versnar. Æðagúlar Skilgreiningar Æðagúll er skilgreindur sem staðbundin víkkun á æð, yfir 50% umfram eðlilegt þver mál æðarinnar1. Sannur æðagúll (e. true aneurysm) orsakast af stigvaxandi veik ingu bygg ingar- eininga æðaveggsins og saman stendur af Mynd 2. Tölvusneiðmynd af kviðarholi tekin með skuggaefni í slagæðafasa á öðrum degi eftir innlögn þegar sjúklingur fékk aukna verki. Sjá má skuggaefni í ósæðargúl og sega innan gúls eins og áður. Nýtilkomin aftanskinublæðing er rauðlituð á mynd. Mynd 3. Þrívíddar­enduruppbygging af tölvusneiðmynd sem tekin er þremur mánuðum eftir EVAR aðgerð. Sjá má stoðnet í kviðarholshluta ósæðar og nærlægum hlutum mjaðmarslagæða (e. iliac arteries).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.