Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 24
Ri trý nt e fn i 24 garnamein greiningarskilmerki fyrir iðraólgu (e. irritable bowel syndrome, IBS), auk þess sem meltingarfæraeinkenni minnka hjá um 60% sjúklinga með iðraólgu við að taka upp glútenfrítt mataræði12. American College of Gastroenterology (ACG) hefur birt einfaldar leiðbeiningar um hvenær skal skima fyrir sjúkdómnum4: • Ef einkenni eða rannsóknarniðurstöður gefa til kynna vanfrásog, til dæmis ef sjúklingur hefur krónískan niðurgang, þyngdartap, fituskitu, kviðverki í tengsl um við fæðuinntöku og uppþembu. • Ef sjúklingur er með meltingareinkenni eða á fyrstu gráðu ættingja með staðfest glúten garnamein. • Ef sjúklingur er með brenglaðar lifrarprufur af óþekktri ástæðu. • Ef sjúklingur með insúlínháða sykursýki sýnir langvinn einkenni út frá meltingarvegi. Fyrsta rannsókn við grun um sjúkdóminn er skimun fyrir mótefnum gegn tTG (anti-tTG IgA) í sermi, en bæði næmi og sértæki prófsins er um 95%. Hætta er á falskt nei kvæðri niðurstöðu ef IgA-mótefnaskortur er til staðar en sjúkdómurinn er 10-16 sinnum algengari meðal sjúklinga með glúten garnamein en í almennu þýði. Því er mælt með skimun fyrir IgA-mótefnaskorti samfara mælingu á anti-tTG IgA en einnig er hægt að notast við mælingu á IgG mótefnum gegn tTG1. Við skimun fyrir glúten garnameini er einnig algengt að mæla mótefni gegn fleiri mótefnavökum eins og endomysium (anti- EMA) og deamidated gliadin peptide (anti- dGp), en bæði prófin hafa næmi og sértæki yfir 95%4. Forsenda fyrir staðfestingu á greiningu sjúk- dómsins er speglun á efri hluta meltingarvegar með töku vefjasýna úr skeifugörn. Við speglun sést iðulega bólga og bjúgur í slímhúð í öðrum hluta skeifugarnar, auk þess sem slímhúð á þverlægum slímhúðarfellingum er riffluð (e. scalloping, mynd 2). Ef sjúkdómur hefur staðið lengi getur slímhúð verið rýr og haft mósaík-líka áferð4. Alvarleiki sjúkdómsins er stigaður út frá vefjameinafræði (mynd 3) með Marsh- Oberhuber flokkun, þar sem raðað er í flokka 0-4 eftir magni eitilfrumuíferðar í garnaþekjunni og tapi á garnatotum, þar sem Marsh 0 er eðlileg garnaþekja. Flokkun á HLA-DQ2/DQ8 er mjög sjaldan notuð við greiningu á glúten garnameini, en mögulegt er að grípa til hennar í sérstökum tilvikum til að útiloka sjúkdóminn, til dæmis þegar niðurstöður úr mælingum á sjálfsmótefnum og vefjameinafræði eru ekki samhljóða13. Meðferð Mælt er með því að sjúklingar forðist ævilangt allar afurðir sem innihalda hveiti, rúg og bygg. Hafrar geta ýtt undir sjúkdóminn vegna mögulegrar mengunar (e. contamination) af hinum þremur korntegundunum í gegnum vinnslu korntegundanna í sömu verksmiðjum. Afurðir sem innihalda hrísgrjón, maís, kartöflur, bókhveiti og sojabaunir þolast vel. Glúten leynist í mörgum algengum matvælum, til dæmis unnum kjötvörum, pasta, fæðubótarefnum og vítamínum. Mælt er með því að forðast bjór, en vín og eimuð sterk vín eru leyfileg4,9. Glútensnautt fæði í samráði við lækni og næringarfræðing er besta meðferðin við glútenofnæmi, en þar sem mataræðið er talsvert dýrara en venjulegt fæði og krefst ævilangra lífsstílsbreytinga, er ekki hægt að mæla með því án staðfestrar greiningar. Árangur er almennt góður og minnka einkenni hjá um 70% sjúklinga innan tveggja vikna. Vefjafræðileg merki um sjúkdóminn geta þó tekið nokkra mánuði að ganga til baka en helmingur fullorðinna mun aftur sýna eðlilega garnaþekju í vefjasýni9. Algengasta ástæðan fyrir lélegri svörun við glútenfríu fæði er léleg meðferðarheldni hjá sjúklingum eða óafturkræf skemmd á þarmaslímhúðinni. Aðrir sjúkdómar eins og iðraólga og laktósaóþol geta einnig verið til staðar. Mikilvægt er að skima fyrir og meðhöndla skort á næringarefnum eins og járni, fólati, D-vítamíni og B12-vítamíni hjá nýgreindum sjúklingum4. Mynd 2. Myndir úr speglun á skeifugörn sem sýna minnkaðar slímhúðarfellingar (A) og rifflaða slímhúð (B)1. Mynd 3. Smásjármyndir af mismunandi langt gengnum sjúkdómi. (A) Bólgufrumuíferð en ekkert tap á garnatotum. (B) Garnatotur rýrar en enn greinanlegar. (C) Algjör rýrnun, garnatotur ekki sjáanlegar1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.