Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 100
Fr
óð
le
ik
ur
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
stl
ar
100
Axel F. Sigurðsson
hjartalæknir
The Lost Art of Healing - Practicing
Compassion in Medicine (Bernard Lown)
Bernard Lown starfaði lengst af við hjartalækningar
í Boston. Eitt af þekktustu afrekum hans var hönnun
fyrsta hjartarafstuðtækisins. Þá fékk hann einnig friðarverðlaun Nóbels
árið 1985 fyrir baráttu sína gegn framleiðslu kjarnavopna. Lown gerði
sér alla tíð grein fyrir að læknisstarfið snérist um að sinna sjúklingum,
ekki sjúkdómum. Í hans huga voru mannleg samskipti jafn mikilvæg
og nýjasta tækni og vísindi. Í „The Lost Art of Healing“ segir Lown
frá samskiptum sínum við kollega og sjúklinga á löngum ferli. Þessar
frásagnir tengir hann fræðilegri umfjöllun um algeng einkenni og
vandamál sem læknar þurfa gjarnan að fást við. Innsæi hans og sýn á
læknissstarfið og þekking á mannlegu eðli gera lestur þessarrar bókar
að einstakri upplifun. „The Lost Art of Healing“ er dæmi um bók sem
ég opna og fletti gjarnan aftur og aftur. Hollari lesningu fyrir lækna
sem eru að hefja sinn starfsferil get ég vart hugsað mér.
The Art and Science of Low Carbohydrate
Living (Jeff S. Volek, Stephen D. Finney)
Læknar læra jafnan lítið um næringarfræði í sínu
grunnnámi. Flestir átta þeir sig þó á mikilvægi
mataræðis þegar kemur að heilbrigði og forvörnum.
Ég las ofangreinda bók eftir að hafa um nokkurt skeið
gert mér grein fyrir að þekking mín á mataræði og
næringu var harla lítilfjörleg. Bandaríkjamennirnir
Volek og Phinney, sá fyrrnefndi næringarfræðingur
og sá síðarnefndi læknir, hafa stundað rannsóknir á
áhrifum mataræðis á efnaskipti og sjúkdóma um
áratuga skeið. Höfundarnir velta fyrir sér ástæðum
versnandi heilsu Vesturlandabúa, sérstaklega vaxandi
tíðni offitu og sykursýki. Þeir eru afar gagnrýnir á
ýmis gildandi viðhorf um tengsl mataræðis og heilsu.
Hvort þeim Volek og Phinney tekst í bók sinni að
sannfæra lesendur um ágæti lágkolvetnamataræðis er
aukaatriði. Það sem þeim tekst hins vegar frábærlega
er að útskýra grunnatriði um mataræði, efnaskipti
og tengslin við langvinna lífsstílssjúkdóma eins og efnaskiptavillu,
sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Látið titilinn ekki villa ykkur
sýn.
Leitin að tilgangi lífsins (Viktor E. Frankl)
Á sunnudögum verður mér stundum hugsað til austurríska geð-
og taugalæknisins Viktor Frankl. Það var hann sem lýsti svo vel
„sunnudagsblámanum“ (e. sunday blues). Þetta sérkennilega fyrirbæri
sem margir upplifa á sunnudögum og einkennist af tómleika, einhvers
konar tilgangsleysi og hálfgerðum leiðindum.
Í bók sinni um leitina að tilgangi lífsins lýsir Frankl vist sinni í
útrýmingarbúðum Nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Hann færir rök
fyrir því að við munum aldrei geta forðast þjáningar alfarið en við
getum kosið að takast á við þær og lifað áfram með nýjan tilgang.
Frankl telur að tilgang lífsins megi finna í öllum okkar athöfnum. Lífið
hefur alltaf tilgang, jafnvel í hörmungum og dauða.
Ég hef eiginlega bara opnað þessa bók einu sinni en las hana þá í
einum rykk enda er hún ekki löng. Þótt hún sé í miklu uppáhaldi og
hafi haft mikil áhrif á mig hef ég varla þorað að opna hana aftur, svo
átakanleg fannst mér hún vera. Ég er þó nokkuð viss um að einhvern
sunnudaginn mun ég dusta af henni rykið og manna mig upp í að lesa
hana aftur.
The Strategy of Preventive Medicine
(Sir Geoffrey Rose, prófessor í
faraldsfræði við London School of
Hygiene and Tropical Medicine)
Ég las hana fyrst í námi mínu í faraldsfræði við sama skóla
árið 1999. Þetta er bók sem er allt að því opinberun að lesa
vegna þess hve vel höfundi tókst ætlunarverk sitt. Textinn er
einstaklega lipur og höfundur setur í auðskiljanlegt samhengi
nauðsyn þess að leita víðar að ástæðum veikinda hvers
einstaklings en í nærumhverfi hans, tengir saman hvernig
áhætta einstaklinga tengist fjölskyldu þeirra, samfélagi og
ríkjandi áhættuþáttum og sjúkdómum á þeim tíma sem þeir
eru uppi. Myndefni er aðgengilegt og formáli til fyrirmyndar.
Þetta er stutt og auðlesin bók með stóran titil um lýðheilsu og
forvarnir í læknisfræði, bók sem ég hef alltaf innan seilingar og
hef mælt með oftar en ég hef tölu á.
Thinking fast and slow
(Daniel Kahneman)
Kahneman tekst með
aðdáunarverðum hætti að sýna
með tilraunum og dæmum
hversu líkleg við erum til að
hrapa að ályktunum út frá
ófullnægjandi forsendum.
Þessi bók er einstaklega
mikilvæg lesning hér á landi
í kjölfar bankahrunsins
með öllum þeim fjölmörgu
álitaefnum sem enn eru uppi
og hefur ekki fækkað eftir
birtingu Panama-skjalanna í
vor. Eins og höfundur segir í
inngangi: „...it is much easier,
as well as far more enjoyable, to
identify and label the mistakes
of others than to recognize our own“. Kahneman fjallar ítarlega
um hugsanaskekkjur sem rannsóknir sýna að eru mjög algengar
í tilteknum aðstæðum. Að lestri loknum er erfitt að andmæla
því að það er mannlegt að skjátlast – errare humanum est –
og því fyrr sem við áttum okkur á því, því betra; ekki síst ef
það innsæi verður til þess að við getum fremur gengist við
mistökum okkar og lært af þeim.
Thrive: The Power of Psychological Therapy (Richard
Layard, hagfræðingur og David Clark, sálfræðingur)
Höfundar lýsa í stuttu máli með skýrum dæmum og gögnum
hversu þungt sálræn vandamál og geðraskanir vega á
lífsgöngunni. Engu að síður sé hvarvetna mun minna fé varið til
meðferðar þeirra en líkamlegra kvilla þótt hver króna sem sett
er í gagnreynda meðferð helstu lyndisraskana og kvíðaraskana
skili sér tvöfalt til baka. Einstaklega læsileg bók sem allir ættu
að lesa.
Engilbert Sigurðsson
geðlæknir
„That is part of the
beauty of all literature.
You discover that your
longings are universal
longings, that you’re
not lonely and isolated
from anyone. You
belong.“
F. Scott Fitzgerald