Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 43
Ri trý nt e fn i 43 acnes, sem er venjulega skaðlaus húðbaktería. Hún veldur ekki sýkingu í sjálfu sér heldur kemur hún af stað bólgusvörun með losun ýmissa bólgumiðlandi efna13. Rannsóknir hafa sýnt að sumir einstaklingar eru erfðafræðilega móttækilegri en aðrir fyrir sjúkdómnum en lítið er þó vitað um erfðamynstur og erfðabreytileika sem liggja þar að baki13. Líklegt er að genin sem tjá ensímin cýtókróm P450-1A1 og 21-hýdroxýlasa gegni hlutverki í þessu samhengi en ensímin koma að framleiðslu andrógena í nýrnahettum27. Áður en meðferð er hafin er mikilvægt að ræða orsakir þrymlabóla og útskýra fyrir fólki að ekki hefur tekist að sýna fram á með vissu að þær tengist hreinlæti húðarinnar eða mataræði (svo sem neyslu súkkulaðis eða mjólkurafurða)12. Einnig þarf að ræða aukaverkanir lyfjanna og tryggja að væntingar fólks til meðferðarinnar séu raunhæfar. Oft er byrjað með útvortis meðferð, sérstaklega ef um er að ræða vægan eða meðalsvæsinn sjúkdóm. Í töflu 2 má sjá yfirlit yfir helstu útvortis meðferðarúrræðin, notkunarleiðbeiningar og helstu aukaverkanir. Útvortis sýklalyf geta verið gagnleg en talið er að þau virki á Proprionibacterium acnes og dragi úr bólguferlunum sem ræsast fyrir tilstilli bakteríunnar. Sýklalyfjaónæmi er vel þekkt við notkun þessara lyfja. Þess vegna er oft notast við benzóýl peroxíð samhliða sýklalyfjameðferð þar sem það virðist hindra þróun ónæmra bakteríustofna þrátt fyrir sýkladrepandi eiginleika sína25,28. Útvortis meðferð með adapalen (Differin®) eða adapalen ásamt benzóýl peroxíð (Epiduo®) er einnig áhrifarík en þurrkur og erting í húð er algeng aukaverkun auk þess sem árangurs verður stundum ekki vart fyrr en eftir nokkra mánuði29,30. Þegar um er að ræða meðalsvæsinn eða alvarlegan sjúkdóm eða ófullnægjandi svörun við útvortis meðferð er oft gripið til þess að nota sýklalyf til inntöku (tafla 3). Oftast er notast við tetracýklín (þá helst doxýcýklín eða lymecýklín) eða erýtrómýcín25. Ekki er mælt með notkun tetracýklín sýklalyfja hjá börnum undir 12 ára aldri þar sem þau geta valdið varanlegri mislitun á glerungi tanna og haft áhrif á þroska beina31. Rannsóknir hafa sýnt að meðferðarlengd þurfi að vera að minnsta kosti 6-8 vikur áður en árangur er metinn12,32. Einnig er hægt að prófa meðferð með hormónalyfjum. Þar ber helst að nefna getnaðarvarnarpillur en þær geta verið góð lausn fyrir þær konur sem versna í kringum blæðingar25. Estrógen dregur úr framleiðslu andrógena og fitu í húðinni12. Önnur lyf sem hafa virkni gegn andrógenum koma einnig til greina, svo sem spírónólaktón og cýpróterón acetat25. Í alvarlegum tilfellum og þegar önnur meðferð hefur ekki dugað til er gripið til þess að gefa A-vítamínafleiðuna ísótretinóín til inntöku sem er líklega virkasta meðferðin sem til er við þrymlabólum (tafla 3)12. Meðferð með ísótretinóíni fylgir mikil hætta á fósturskaða og því þurfa konur á barnseignaraldri að taka þungunarpróf áður en meðferð er hafin og reglulega á meðan á meðferð stendur. Einnig er trygg getnaðarvörn nauðsynleg. Sumar rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni þunglyndis og sjálfsvígshugsana en orsakasamband hefur ekki verið staðfest. Meðferðin getur jafnframt valdið miklum húðþurrki og flögnun og hækkun á blóðfitum og lifrarensímum25,33. Ísótretinóíni til inntöku er einungis ávísað af sérfræðingum í húðsjúkdómum. Vörtur Sýkingar af völdum vörtuveiru (e. human papillomavirus) eru bæði algengar og útbreiddar34-36. Veiran, sem er af ætt papovaveira og inniheldur tvíþátta hringlaga DNA, sýkir ýmist húð eða slímhúðir og getur því hvoru tveggja valdið „klassískum“ húðvörtum og kynfæravörtum36. Við rof á hyrnislagi (e. stratum corneum) húðar kemst vörtuveiran í gegnum varnir hennar og sýkir svokallaðar grunnfrumur sem leiðir til aukinna frumuskiptinga og vörtumyndunar37. Til eru yfir hundrað stofnar veirunnar og hafa þeir missterka tilhneigingu til að valda sýkingum og vörtumyndun. Ákveðnir stofnar tengjast aukinni áhættu á myndun illkynja frumubreytinga og æxlisvexti en flestir eru saklausir og valda ýmist engum einkennum eða góðkynja vörtumyndunum36-38. Hér á eftir verður sérstök umfjöllun um „klassískar“ húðvörtur, faraldsfræði þeirra og flokkun, greiningu, mismunagreiningar og meðferð. Húðvörtur eru mjög algengar og stór lýðheilsuvandi á alþjóðavísu samkvæmt Global Burden of Disease rannsókninni frá 201039. Heildaralgengi þeirra er talið vera um 7-12% en er langhæst meðal barna á grunnskólaaldri eða allt að 30%35,40-42. Húðvörtur smitast annars vegar með beinu og hins vegar óbeinu snertismiti en talið er að vörtuveiran geti lifað mánuðum og jafnvel árum saman á dauðum hlutum í umhverfi okkar43. Ýmsir þættir auka líkur á smiti en þar má meðal annars nefna Lyf til inntöku Sérlyfjaheiti Virkni Notkunarleiðbeiningar Aukaverkanir Sýklalyf Doxýcýklín Doxylin® Bakteríudrepandi 50-100 1x á dag Ljósnæmi húðar Meltingarónot Áhrif á bein og tennur Lymecýklín Lymecycline® Bakteríudrepandi 300 mg 1x á dag Ljósnæmi húðar Meltingarónot Áhrif á bein og tennur Erýtrómýcín Ery Max® Bakteríudrepandi 500 mg 2x á dag eða 250 mg 3-4x á dag Meltingarónot Isotretinoin Decutan® Isotretinoin® A-vítamínafleiða Dregur úr fituframleiðslu í húð 0,5-1 mg/kg daglega Fósturskaði Húðþurrkur Viðkvæm húð Hækkuð lifrarensím Hækkun á blóðfitum Blóðstorkuvandamál Liðverkir Vöðvaverkir Og fleira Tafla 3. Helstu meðferðarúrræði til inntöku við þrymlabólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.