Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 52
Ri
trý
nt
e
fn
i
52
Á síðustu árum hafa orðið miklar fram farir í
meðferð mein varpandi sortuæxla (e. metastatic
mela noma). Annars vegar hafa verið þróaðir
hind rar gegn of virk um BRAF og MAP kín-
asa pró teinum en þessi prótein eru stökkbreytt
og boð ferli þeirra eru virkjuð í flestum sortu-
æxlum. Hins vegar hefur verið þróuð með-
ferð sem byggir á að virkja ónæmis kerfið með
mót efnum gegn CTLA4 og/eða PD1 við tök-
unum. Notkun BRAF hindra eru enn tak mörk
sett þar sem krabba meins frumur mynda á endanum þol gegn þeim en
ónæmis meðferðin er enn of ný til að áhrif hennar til langs tíma séu
þekkt að fullu. Til að komast hjá þoli gegn BRAF hindrum og ná
enn betri árangri í meðferð meinvarpandi sortuæxla er mikilvægt að
skilja betur hvaðan frumurnar koma sem mynda æxlin og hvers vegna
þær mynda þau. Í þessari grein verður farið yfir nýlegar rannsóknir á
uppruna og eðli litfruma og sortuæxla.
Litfrumur og stofnfrumur þeirra
Sortuæxli verða til úr litfrumum (e. melanocytes), frumunum sem
framleiða litinn í húð og hári líkamans. Litfrumur er reyndar að finna í
ýmsum öðrum líffærum, svo sem í æðahimnu (e. choroid) augans, innra
eyra1, í hjarta2 og nýlega fundust þær einnig í heilahimnum3. Hlutverk
þeirra í þessum líffærum er óljóst en þó er vitað að skortur á litfrumum
í innra eyra veldur heyrnarleysi vegna skorts á innankuðungsspennu (e.
endocochlear potential)4. Frumurnar virðast því gegna mikilvægu hlutverki
í skynjun hljóðs. Hlutverk litfruma í húð og hári er mun betur þekkt en
þar gegna þær fyrst og fremst því hlutverki að búa til lit og verja gegn
útfjólubláu ljósi. Sérhæfðar litfrumur mynda litarefnið melanín en það
er framleitt úr amínósýrunni týrósín með hjálp ensíma sem eru sérvirk
fyrir litfrumur svo sem týrósínasa. Litarefnin sem verða til eru tvö:
eumelanin, sem er svart, og pheomelanin, sem er rautt. Þeim er pakkað
í sérstök frumulíffæri sem kallast sortukorn (e. melanosome) sem eru
síðan flutt í heilu lagi eftir angalöngum (e. dendrites) litfrumanna og
síðan yfir himnur litfrumanna og hyrnisfrumanna (e. keratocytes) yfir í
umfrymi þeirra síðarnefndu5. Í hyrnisfrumunum mynda sortukornin
nokkurs konar skjöld yfir kjarna þeirra og verja þær fyrir neikvæðum
áhrifum útfjólublás ljóss5.
Litfrumur verða til sem forverafrumur úr taugakambi (e. neural crest)
snemma í þroskun en ferðast síðan til áfangastaða sinna í húð og hári og
fjölga sér umtalsvert á leiðinni (mynd 1). Sýnilegt dæmi um far litfruma
eru hvítir kviðblettir sem oft má sjá til dæmis á gæludýrum en þeir
myndast þegar litfrumurnar ná ekki að ferðast alla leið frá taugakambi
yfir á kvið vegna galla í starfsemi þeirra. Áfangastaðir forverafrumanna
í húðinni eru þrír. Í fyrsta lagi fara þær að grunnhimnunni og sérhæfast
þar í litfrumur í húð. Við sérhæfinguna myndar hver litfruma angalanga
sem teygja sig á milli hyrnisfrumanna og er hver litfruma talin tengjast
30-40 hyrnisfrumum. Í öðru lagi fara forverafrumurnar í hársekkinn
þar sem þær mynda litfrumur sem búa til lit í hárið. Í þriðja lagi fara
forverafrumurnar í svonefnt bulge svæði í hársekknum og verða þar
að stofnfrumum litfruma en svæði þetta geymir einnig stofnfrumur
sem viðhalda hársekknum sjálfum6. Stofnfrumur litfruma gefa af sér
sérhæfðar litfrumur í hverjum hárhring þannig að liturinn í hárinu
helst hinn sami, þangað til stofnfrumurnar klárast en þá verður hárið
litlaust eða grátt6.
Tilvist stofnfrumanna er óyggjandi í músum auk þess
Mynd 1. Uppruni og þroskun litfruma. Litfrumur verða til í taugakambinum sem forverafrumur sem kallast „melanoblast“ frumur (grænar
frumur á mynd til vinstri). Þær ferðast síðan eftir ákveðnum brautum til áfangastaða sinna í húð (mynd í miðju) og hári (mynd til hægri) þar
sem þær þroskast í litfrumur sem hafa angalanga og framleiða lit. Þær fjölga sér á þessu ferðalagi og ná þannig að þekja allt yfirborð líkamans.
Í hárinu fara þær einnig í svonefnt „bulge“ svæði þar sem þær mynda stofnfrumur litfruma en þær endurnýja litinn þegar nýtt hár myndast.
Litfrumur
og sortuæxli
Eiríkur Steingrímsson
prófessor við læknadeild Háskóla Íslands