Læknaneminn - 01.04.2016, Page 52

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 52
Ri trý nt e fn i 52 Á síðustu árum hafa orðið miklar fram farir í meðferð mein varpandi sortuæxla (e. metastatic mela noma). Annars vegar hafa verið þróaðir hind rar gegn of virk um BRAF og MAP kín- asa pró teinum en þessi prótein eru stökkbreytt og boð ferli þeirra eru virkjuð í flestum sortu- æxlum. Hins vegar hefur verið þróuð með- ferð sem byggir á að virkja ónæmis kerfið með mót efnum gegn CTLA4 og/eða PD1 við tök- unum. Notkun BRAF hindra eru enn tak mörk sett þar sem krabba meins frumur mynda á endanum þol gegn þeim en ónæmis meðferðin er enn of ný til að áhrif hennar til langs tíma séu þekkt að fullu. Til að komast hjá þoli gegn BRAF hindrum og ná enn betri árangri í meðferð meinvarpandi sortuæxla er mikilvægt að skilja betur hvaðan frumurnar koma sem mynda æxlin og hvers vegna þær mynda þau. Í þessari grein verður farið yfir nýlegar rannsóknir á uppruna og eðli litfruma og sortuæxla. Litfrumur og stofnfrumur þeirra Sortuæxli verða til úr litfrumum (e. melanocytes), frumunum sem framleiða litinn í húð og hári líkamans. Litfrumur er reyndar að finna í ýmsum öðrum líffærum, svo sem í æðahimnu (e. choroid) augans, innra eyra1, í hjarta2 og nýlega fundust þær einnig í heilahimnum3. Hlutverk þeirra í þessum líffærum er óljóst en þó er vitað að skortur á litfrumum í innra eyra veldur heyrnarleysi vegna skorts á innankuðungsspennu (e. endocochlear potential)4. Frumurnar virðast því gegna mikilvægu hlutverki í skynjun hljóðs. Hlutverk litfruma í húð og hári er mun betur þekkt en þar gegna þær fyrst og fremst því hlutverki að búa til lit og verja gegn útfjólubláu ljósi. Sérhæfðar litfrumur mynda litarefnið melanín en það er framleitt úr amínósýrunni týrósín með hjálp ensíma sem eru sérvirk fyrir litfrumur svo sem týrósínasa. Litarefnin sem verða til eru tvö: eumelanin, sem er svart, og pheomelanin, sem er rautt. Þeim er pakkað í sérstök frumulíffæri sem kallast sortukorn (e. melanosome) sem eru síðan flutt í heilu lagi eftir angalöngum (e. dendrites) litfrumanna og síðan yfir himnur litfrumanna og hyrnisfrumanna (e. keratocytes) yfir í umfrymi þeirra síðarnefndu5. Í hyrnisfrumunum mynda sortukornin nokkurs konar skjöld yfir kjarna þeirra og verja þær fyrir neikvæðum áhrifum útfjólublás ljóss5. Litfrumur verða til sem forverafrumur úr taugakambi (e. neural crest) snemma í þroskun en ferðast síðan til áfangastaða sinna í húð og hári og fjölga sér umtalsvert á leiðinni (mynd 1). Sýnilegt dæmi um far litfruma eru hvítir kviðblettir sem oft má sjá til dæmis á gæludýrum en þeir myndast þegar litfrumurnar ná ekki að ferðast alla leið frá taugakambi yfir á kvið vegna galla í starfsemi þeirra. Áfangastaðir forverafrumanna í húðinni eru þrír. Í fyrsta lagi fara þær að grunnhimnunni og sérhæfast þar í litfrumur í húð. Við sérhæfinguna myndar hver litfruma angalanga sem teygja sig á milli hyrnisfrumanna og er hver litfruma talin tengjast 30-40 hyrnisfrumum. Í öðru lagi fara forverafrumurnar í hársekkinn þar sem þær mynda litfrumur sem búa til lit í hárið. Í þriðja lagi fara forverafrumurnar í svonefnt bulge svæði í hársekknum og verða þar að stofnfrumum litfruma en svæði þetta geymir einnig stofnfrumur sem viðhalda hársekknum sjálfum6. Stofnfrumur litfruma gefa af sér sérhæfðar litfrumur í hverjum hárhring þannig að liturinn í hárinu helst hinn sami, þangað til stofnfrumurnar klárast en þá verður hárið litlaust eða grátt6. Tilvist stofnfrumanna er óyggjandi í músum auk þess Mynd 1. Uppruni og þroskun litfruma. Litfrumur verða til í taugakambinum sem forverafrumur sem kallast „melanoblast“ frumur (grænar frumur á mynd til vinstri). Þær ferðast síðan eftir ákveðnum brautum til áfangastaða sinna í húð (mynd í miðju) og hári (mynd til hægri) þar sem þær þroskast í litfrumur sem hafa angalanga og framleiða lit. Þær fjölga sér á þessu ferðalagi og ná þannig að þekja allt yfirborð líkamans. Í hárinu fara þær einnig í svonefnt „bulge“ svæði þar sem þær mynda stofnfrumur litfruma en þær endurnýja litinn þegar nýtt hár myndast. Litfrumur og sortuæxli Eiríkur Steingrímsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.