Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 66
Fr
óð
le
ik
ur
66
Bráðir
kviðverkir
Bráðir kviðverkir eru al-
gengt vanda mál. Undir -
ligg jandi sjúk dómar geta
verið lífs hættu legir (til
dæmis rof á görn) meðan
aðrir eru mein lausari (til
dæm is nýrna steinn). Það
er mikil vægt fyrir lækna
að geta greint fljótt þarna
á milli. Hér á eftir verður
fjallað um það sem leggja þarf áherslu á þegar tekið
er á móti bráð veikum sjúklingi með kviðverki. Ekki
verður fjallað um einstaka sjúkdóma heldur fyrst og
fremst um nálgun og vinnubrögð. Textinn er settur
fram eins og um sé að ræða línulegt ferli og þið bara
ein að verki. Raunin er hins vegar sú að oftast nær
eru fleiri hendur til staðar þannig að margir hlutir
eru að gerast í einu.
Saga
Það verður ekki of oft endurtekið að góð saga (og
skoðun) eiga að geta greint orsakir bráðra kviðverkja
í meirihluta tilfella eða að minnsta kosti þrengt
hringinn verulega utan um mismuna greiningarnar.
Þannig drögum við úr sóun á tíma og peningum
með því að panta ekki ónauðsyn legar rannsóknir við
uppvinnslu. Ef þið komið að sjúklingi með kviðverki
sem er kaldsveittur og andar grunnt er hins vegar
mikilvægast að vita lífsmörkin áður en lengra er
haldið. Ef þau eru innan eðlilegra marka hafið þið
tíma til að taka nákvæmari sjúkrasögu og jafnvel
fara út í kerfakönnun, fjölskyldusögu og venjur. Ef
ekki, getur þurft að hefja
einkenna með ferð strax
(gefa súrefni og vökva)
og þá þarf sögu takan að
vera mjög mark-
viss. Leggja skal
áherslu á eftir-
farandi atriði:
10 punkta verkjasaga
Ítarleg verkjasaga er gulls ígildi. Þessi tíu atriði
hjálpa til við greiningu á öllum verkjum, ekki bara
kviðverkjum:
• Upphaf: Hvernig og hvenær byrjaði verkurinn?
Kom hann skyndilega eða smám saman?
• Staðsetning: Hvar er verkurinn? Láta sjúkling
benda með einum fingri.
• Karakter: Er verkurinn stingandi eða þungur,
kemur hann og fer eða er hann stöðugur?
• Leiðni: Er verkurinn bundinn við einn stað
eða leiðir hann til dæmis aftur í bak eða niður
í nára?
• Fyrri saga: Hefurðu fengið svona verk áður?
• Er eitthvað sem gerir verkinn betri?
• Er eitthvað sem gerir verkinn verri?
• Skali: Gefa einkunn frá 1-10 þar sem 10 er
versti hugsanlegi verkur.
• Þróun: Hefur verkurinn versnað, er hann
svipaður eða hefur hann breyst?
• Önnur einkenni: Ógleði, uppköst, breytingar
á hægðum, hiti, blóð eða slím með hægðum,
einkenni frá þvagfærum og svo framvegis.
Elsa Björk Valsdóttir
skurðlæknir