Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 113

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 113
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 113 Spurning 9 44 ára kona í yfirþyngd leitar til þín vegna verkja í hægri efri fjórðungi kviðar. Verkirnir koma og fara, eru verstir eftir fæðuinntöku, henni er óglatt og hefur kastað upp. Við skoðun sérðu gular sclerur, hún er hitalaus. Hver er líklegasta greiningin og hvaða myndgreiningarrannsókn velur þú? a. Krabbamein í brishöfði, panta ómun af lifur, gallblöðru og brisi b. Cholangitis, panta TS af kvið c. Skaði í augum vegna sýru sem skýrir einnig ógleði, uppköst og kviðverki d. Gallsteinar, panta ómun af lifur, gallblöðru og brisi Spurning 10 57 ára karlmaður með króníska nýrnabilun og bráðaofnæmi fyrir skuggaefni, leitar til þín með mæði, takverk, blóðhósta og hraðan hjartslátt (HT>100 slög á mín). Hann er búsettur á Akureyri og flaug þaðan til Reykjavíkur til að undirgangast aðgerð á hægri ganglim. Hefur lítið hreyft sig eftir aðgerð. Greindist einnig með ristilkrabbamein í legunni. Nú ætti þig að gruna lungnablóðrek. Hvaða rannsókn pantarðu? a. Tölvusneiðmynd af lungnaslagæðum (TS angio) b. Röntgen lungu c. Ventilation/perfusion skann (V/Q scan) d. Ómun lungnaæða Spurning 1: a) Colles brot 1. Colles brot: Brot í fjærhluta sveifar, oftast um 3-5 cm frá úlnlið, þar sem fjærhluti brots hliðrast aftur (dorsalt). Algengt er að styloid process á ulna brotni einnig. Meðferð fer eftir alvarleika, allt frá spelku í aðgerð, eftir því hve mikil hliðrunin er. 2. Scaphoid brot: Vakni grunur um scaphoid brot, til dæmis verkur yfir anatomical snuffbox eða verkur við álag á þumalfingur þarf að biðja sérstaklega um scaphoid myndir á röntgenbeiðninni. Blóðflæði scaphoid beins kemur aðallega frá fjarlægum greinum arteria radialis með öfugu flæði. Brot truflar blóðflæði til beinsins sem truflar gróanda og því er mikilvægt að meðhöndla ef grunur um brot, þrátt fyrir að röntgen sé neikvætt, með scaphoid spelku og endurmeta með nýrri mynd eftir 7-10 daga. 3. Greenstick: Hvað gerist þegar grein er beygð? Jú, hún brotnar á ytri hlið bogans. Greenstick brot sjást hjá börnum því beinin eru mjúk eins og greinar sem skýrir útlit þeirra. Meðhöndlað með spelku í flestum tilfellum. Svör Spurning 2: c) Íferð í lobus superior hægra lunga Þegar lungnamyndir eru skoðaðar er mikilvægt að athuga nokkra hluti. Andar sjúklingurinn nægilega vel inn? Illa innönduð mynd getur gefið vísbendingar um lélegt ástand sjúklings. Einnig þarf að fylgja eftir útlínum hjarta og þindar. Ef útlínur þindar eða hjarta eru afmáðar þá getur það verið merki um lungnabólguíferð (líkt og sést hér) eða vökva í fleiðruholi. Þá má ekki gleyma að athuga hjartastærð en gróft viðmið er að þvervídd hjartaskuggans sé ekki meira en helmingur af þvervídd brjóstkassans. Vökvi í fleiðruholum og aukin hjartastærð bendir til dæmis til hjartabilunar. Þess má geta að einn svar mögu leikinn í spurningu 2 var íferð í medial lobe vinstra lungans en við höfum vissu lega bara tvo lungnalappa vinstra megin, superior og inferior.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.