Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 99
Fr
óð
le
ik
ur
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
stl
ar
99
House of God (Samuel Shem)
Ef þú vilt aukastig frá Tómasi Guðbjarts
eða Kjartani Örvar þá skaltu lesa þessa bók
fyrir fjórða árið en líklega er best að lesa
hana þegar þú hefur reynt sjúkrahúslífið á
eigin skinni. House of God er skáldsaga
sem byggir á reynslu sérnámslæknis á
bandarísku sjúkrahúsi í kringum 1970.
Mörg af hugtökunum úr bókinni hafa orðið
klassísk meðal lækna, svo sem GOMER
og „orthopedic height“ sem vísar til hversu hátt
þú þurfir að stilla rúm sjúklings til að hann
brjóti bein, færist yfir á bæklun og hætti að
vera þitt vandamál.
Hvenær er best að lesa? - Eftir 4. ár.
Do No Harm (Henry Marsh)
Fyrir þá sem stefna á skurðlækningar mæli ég
með því að lesa Do No Harm eftir Bretann
Henry Marsh. Bókin byggir á tilfellum úr
hans starfi og veitir innsýn í hans líf. Hann
lýsir hugsunum sínum og áhyggjum, afrekum
sínum og ósigrum. Þetta er heiðarleg frásögn
af lífi heilaskurðlæknis, mjög áhugaverð bók.
Hvenær er best að lesa? - Á kírúrgíunni.
Being Mortal: Medicine and what
matters in the end (Atul Gawande)
Gawande er almennur skurðlæknir, prófessor
við Harvard og ofurmaður. Being Mortal
er hans fjórða bók auk þess sem hann hefur
skrifað áhugaverðar greinar í The New Yorker.
Being Mortal fjallar um ellina, elliheimili,
dauðann og hvenær læknar geta gert mest
gagn með því að gera ekki neitt. Gawande
tekst að gera öldrunarlækningar spennandi
og fær mann til að hugsa á nýjan hátt.
Skyldulesning fyrir alla sem hafa einhvern
tímann hitt gamalt fólk.
Hvenær er best að lesa? - Á medisín / öldrun.
The Boy Who Was Raised as a Dog
(Bruce Perry)
Bók sem sameinar uppeldi barna, vanrækslu,
geðlæknisfræði og taugalíffræði í gegnum
frásagnir af skelfilegum atburðum og
aðstæðum nokkurra barna sem hafa verið
sjúklingar barnageðlæknisins Bruce Perry.
Dr. Perry fjallar um mikilvægi þess að börn
myndi eðlileg tengsl í æsku og þær afleiðingar
sem vanræksla, hvort sem hún er vegna illsku
eða vanþekkingar, getur haft á líkamlega og
andlega heilsu barna.
Hvenær er best að lesa? - Á geðinu / barna,
jafnvel fyrr.
Okkar uppástungur
Hvað segja
sérfræðingarnir?
Ebba Margrét Magnúsdóttir
kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir
Öddubækurnar (Jenna og Hreiðar
Stefánsson)
Í bernsku las ég allar Öddubækurnar oftar en einu
sinni og hef kennt börnum mínum að meta þær.
Fósturfaðir Öddu er læknir í héraði og lýsing á starfi hans heillaði mig
sem barn. Adda gerist síðan hjúkrunarkona og giftist lækni í síðustu
bókinni og ljóminn yfir því hefur örugglega haft sitt að segja.
Sólon Íslandus (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Á menntaskólaárum las ég Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi en ljóðin hans lærði ég að elska í bernsku þegar amma
söng Til eru fræ og Dalakofann við húsverkin. Sólon Íslandus er um
Sölva Helgason sem var listamaður og ferðaðist um sveitir landsins
og var vissulega sérstakur. Sem lækni kenndi þessi saga mér að meta
allt litróf mannsins og það að sjá eiginleika fólks sem er stundum á
jaðrinum eins og sagt er.
Leitin að tilgangi lífsins (Viktor E. Frankl)
Þetta er bók sem allir ættu að lesa hvort sem þeir stunda læknisfræði
eða ekki.
Ásgeir Haraldsson
barnalæknir
Blogg Ragnars Þórissonar (caringbridge.
org/visit/ragnar)
Ragnar Þórisson var frændi minn. Sem unglingur
greindist hann með hvítblæði. Hann lést af völdum
sjúkdómsins þann 12. febrúar 2016, tæplega 28 ára gamall. Ragnar
skrifaði mjög merkilegt blogg í mörg ár þar sem hann fjallaði um
sjúkdóminn og meðferðina, fólkið í kring um sig, gleði og sorg, lífið
og tilveruna. Hann skrifaði af ótrúlegri dýpt, skynsemi og yfirvegun.
Skrif hans hafa aukið skilning minn á lífinu. Ég held að skrif Ragnars
frænda míns hafi gert mig að betri lækni.
Kardemommubærinn (Thorbjörn Egner, í þýðingu Huldu
Valtýsdóttur)
Þessi bók og leikritið eru á sama hátt og Dýrin í Hálsaskógi
frábær lesning. Þegar ég var krakki upplifði ég hvað þessi verk voru
skemmtileg, jákvæð og uppbyggileg. Seinna áttaði ég mig einnig á
hugmyndafræðinni og heimsspekinni. Inn við beinið erum við jú öll
ágæt og meira að segja ræningjar geta orðið heiðarlegt fólk. Ég held
að þessar bækur hafi ekki haft nein bein áhrif á mig sem lækni, þarna
er enginn veikur og menn og dýr bara almennt kát! En bækurnar eru
skemmtilegar með góðan boðskap og eru brunnur tilvitnana og „ég
skal strax og alveg á stundinni fara að hugsa málið“.
Himnaríki og helvíti (Jón Kalman Stefánsson)
Þessi bók ásamt þeim tveimur sem fylgdu á eftir í þessum þríleik,
Harmur englanna og Hjarta mannsins, virkuðu á mig mjög sterkt.
Sagan er afar vel skrifuð, manni verður nánast kalt við að lesa
veðurlýsingarnar. Mögulega tengist það því að ég þekki umhverfið
svolítið og einhvern veginn lifði mig sterkt inn í söguna. Það sem
stendur upp úr er römm barátta við náttúruna, lífið, umhverfið og
stundum sjálfan sig.
Klínískt nef
Útilokið blóðsykurfall hjá öllum sem
grunaðir eru um heilablóðfall; lágur
blóðsykur getur valdið hliðlægum
taugaeinkennum.