Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 74
Fr óð le ik ur 74 Þeir félagslegu þætt- ir sem áhrif hafa á vel ferð og heilsu (e. social determinants of health) eru af ýms- um ástæðum ekki til dag legrar um ræðu með al lækna. Samt skipta þeir höfuð- máli þegar kemur að heilsu og velferð allra. Samfélagsleg viðmið, menningarleg gildi og efnahagsleg skipan eru grundvallarþættir sem hafa áhrif á hvernig lífi fólk lifir frá degi til dags. Þetta hefur áhrif á skilning og túlkun á lífsgæðum og mannréttindum fólksins í samfélaginu, hvað fólki finnst venjulegt, hvernig fólk hegðar sér, býr, matast, vinnur, lifir, vex úr grasi, eldist og deyr. Þessi atriði vega jafnvel þyngra en til dæmis öflug heilbrigðisþjónusta þegar litið er til heilsu og heilbrigði einstaklinga, hópa og þjóða. Það getur verið erfitt að koma auga á hvar þessir þættir koma inn í okkar nærumhverfi. Þegar við horfum til baka sést hvernig barátta Guðmundar Björnssonar læknis upp úr aldamótum 1900 fyrir lögn vatnsveitu til Reykjavíkur var læknisfræðilegt afrek1. Áður fyrr var vatn fengið úr gömlu vatns bólunum sem voru uppstretta smitsjúkdóma,svo sem taugaveiki. Í dag er þetta nefnt lýðheilsufræði en hvoru tveggja hvílir á þeim grunni að bera heilsu og velferð meðborgara sinna fyrir brjósti. Annað dæmi er útrýming bólusóttar í heimi- num. Á fimmta áratug 20. aldar hannaði Leslie Collier, breskur örverufræðingur, að ferð til þess að framleiða frostþurrkað bólu- efni við bólusótt sem geyma mátti við 37°C í lengri tíma án þess að skerða virkni þess2. Nú var því hægt að flytja bóluefnið, ókælt, um langar vegalengdir og tryggja því þannig sem mesta útbreiðslu og stuðla að myndun hjarðónæmis hjá fólki. Þetta framfarastökk inni á rannsóknarstofunni vann bug á þeim takmörkunum sem félagslegir þættir settu baráttunni gegn bólusótt á þeim tíma. Ber þar hátt gríðarleg fátækt og lélegir innviðir í heilbrigðiskerfum margra landa heimsins. Þetta eru dæmi um hvernig læknisfræðinni eru ávallt settar félagslegar skorður sem verð- ur að auðkenna og takast á við. Sem dæmi má nefna fátækt, van þekkingu og ójafnt að- gengi að heilbrigðis þjónustu. Þetta eru atriði sem eru undir liggjandi þættir bæði í lífstíls- sjúkdómum Vesturlandabúa og hitabeltis- sjúkdómum (e. neglected tropical diseases) í þriðja heim inum. Lyfja þróun fyrir síðar- nefnda flokk inn er hins vegar ekki í sam- ræmi við umfang vandans og það er annað dæmi um baráttu mál þar sem læknar þurfa að láta í sér heyra og vera málsvarar fyrir sjúklinga sína. Í Codex Ethicus, sáttmála læknastéttarinnar, er fjallað um skyldur lækna við samfélagið3. Skyldur sem hér á undan hefur verið tæpt á. Í því sambandi ber einnig að nefna leiðbeiningar landlæknisembættisins um störf lækna4. Þeim skyldum má ekki gleyma og ýmsar þeirra eru hornsteinar í starfi okkar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun (e. Sustainable Development Goals) er stefnuyfirlýsing af hálfu þjóða heims- ins um hvert við viljum stefna sem mannkyn til ársins 20305. Í þeim felast 17 mark mið og 169 undirmarkmið (sjá mynd 1). Þetta er framkvæmdaáætlun sem tekur á efnahags- legri, félagslegri og umhverfislegri þróun þjóða heimsins. Markmiðin eru samstarfs- verkefni milli ríkis stjórna, fyrirtækja, sam taka og einstak linga þar sem allir þurfa að leggja lóð sín á vogarskálarnar. Þessi markmið koma í framhaldi af Þúsaldar- markmiðum Sameinuðu þjóðanna 1990- 2015 (e. Millenium Development Goals). Þau voru fyrst og fremst mótuð af hópi sérfræðinga og snéru aðallega að heilsu og fátækt. Heimsmarkmiðin eru hins vegar afrakstur langs alþjóðlegs samvinnuferlis þar sem komið er inn á menntun, mannréttindi, loftslags- og orkumál svo fátt eitt sé nefnt. Þau lúta einnig að því hvað þjóðum heims ber að leggja áherslu á sjálfar, en í þúsaldarmarkmiðunum var meiri áhersla lögð á þróunaraðstoð. Þrátt fyrir að þessi markmið hafa verið samþykkt eru þau ekki bindandi og hvert ríki ber ábyrgð á því að uppfylla þau6. Um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Hannes Halldórsson fjórða árs læknanemi 2015-2016 Leiðbeinandi: Sigurður Guðmundsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og smitsjúkdómalækningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.